„Það vita þetta allir í liðinu að hann er sterkastur þarna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2024 10:01 Viktor Jónsson dansaði þegar fernan var í höfn. Stöð 2 Sport Viktor Jónsson skoraði fernu í sigri Skagamanna á HK í síðasta leik og er markahæsti leikmaður Bestu deildar karla með tólf mörk í fyrstu þrettán umferðunum. Stúkan ræddi frammistöðu Viktors og fór yfir mörkin hans á tímabilinu. „Viktor Jónsson er stjarna liðsins og það þarf ekkert að deila um það. Maðurinn er sjóðandi og gerði að sjálfsögðu fjögur mörk í þessum leik,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar í upphaf umræðunnar um Viktor. „Gæinn sem margir töluðu um fyrir mót af því að hann hafði ekki skorað að neinu ráði í efstu deild fram að þessu móti. Þess voru einhverjir að fullyrða það að hann gæti það ekki,“ sagði Guðmundur. Viktor hefur heldur betur breytt umræðunni um sig og þeim kenningum að hann geti ekki skorað í Bestu deildinni. Búið að kveikja á honum „Hann kominn með sjö mörk bara á móti HK í sumar,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur í Stúkunni. „Hann er kominn með 31 mark í efstu deild og tólf af þeim komu í sumar. Það er búið að kveikja á honum. Þetta hefur ekki alveg dottið fyrir hann og hann hefur líka verið að glíma við meiðsli,“ sagði Albert. Viktor Jónsson skoraði sjö mörk á móti HK í sumar.Vísir/Anton Brink Albert er á því að þrenna hans á móti HK í fyrri umferðinni hafi kveikt almennilega á honum. Hjálpar það að hafa skorað yfir tuttugu í Lengjunni? „Hann hefur skorað 22 mörk í Lengjudeildinni og 21 mark í Lengjudeildinni. Hjálpar það í að reyna að ná þessu markameti að hann hafi í raun skorað fleiri mörk á einu tímabili þótt það sé ekki í þessari deild,“ spurði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur í Stúkunni. „Ég myndi halda það,“ sagði Guðmundur. Markametið er nítján mörk og vantar Viktori bara sjö mörk til að jafna það. ÍA á fjórtán leiki eftir á Íslandsmótinu. „Styrkleiki hans er fyrir mér að fá fyrirgjafir. Hann er ofboðslega sterkur í loftinu og inn í teignum. Mér finnst eins og Jón Þór [Hauksson, þjálfari ÍA] hreinlega bara setji leikina upp þannig,“ sagði Guðmundur. Fær góða þjónustu „Johannes Vall veit af þessu, Jón Gísli [Gíslason] veit af þessu. Það vita þetta allir í liðinu að hann er sterkastur þarna og það er verið að fæða hann,“ sagði Guðmundur. Það má sjá alla umræðuna um Viktor hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan ræðir heitasta sóknarmann Bestu deildarinnar Besta deild karla Stúkan ÍA Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira
„Viktor Jónsson er stjarna liðsins og það þarf ekkert að deila um það. Maðurinn er sjóðandi og gerði að sjálfsögðu fjögur mörk í þessum leik,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar í upphaf umræðunnar um Viktor. „Gæinn sem margir töluðu um fyrir mót af því að hann hafði ekki skorað að neinu ráði í efstu deild fram að þessu móti. Þess voru einhverjir að fullyrða það að hann gæti það ekki,“ sagði Guðmundur. Viktor hefur heldur betur breytt umræðunni um sig og þeim kenningum að hann geti ekki skorað í Bestu deildinni. Búið að kveikja á honum „Hann kominn með sjö mörk bara á móti HK í sumar,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur í Stúkunni. „Hann er kominn með 31 mark í efstu deild og tólf af þeim komu í sumar. Það er búið að kveikja á honum. Þetta hefur ekki alveg dottið fyrir hann og hann hefur líka verið að glíma við meiðsli,“ sagði Albert. Viktor Jónsson skoraði sjö mörk á móti HK í sumar.Vísir/Anton Brink Albert er á því að þrenna hans á móti HK í fyrri umferðinni hafi kveikt almennilega á honum. Hjálpar það að hafa skorað yfir tuttugu í Lengjunni? „Hann hefur skorað 22 mörk í Lengjudeildinni og 21 mark í Lengjudeildinni. Hjálpar það í að reyna að ná þessu markameti að hann hafi í raun skorað fleiri mörk á einu tímabili þótt það sé ekki í þessari deild,“ spurði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur í Stúkunni. „Ég myndi halda það,“ sagði Guðmundur. Markametið er nítján mörk og vantar Viktori bara sjö mörk til að jafna það. ÍA á fjórtán leiki eftir á Íslandsmótinu. „Styrkleiki hans er fyrir mér að fá fyrirgjafir. Hann er ofboðslega sterkur í loftinu og inn í teignum. Mér finnst eins og Jón Þór [Hauksson, þjálfari ÍA] hreinlega bara setji leikina upp þannig,“ sagði Guðmundur. Fær góða þjónustu „Johannes Vall veit af þessu, Jón Gísli [Gíslason] veit af þessu. Það vita þetta allir í liðinu að hann er sterkastur þarna og það er verið að fæða hann,“ sagði Guðmundur. Það má sjá alla umræðuna um Viktor hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan ræðir heitasta sóknarmann Bestu deildarinnar
Besta deild karla Stúkan ÍA Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira