Öryggisvörður tæklaði Morata eftir leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júlí 2024 22:15 Álvaro Morata heldur um hnéð eftir tæklingu öryggisvarðarins. getty/Alex Grimm Þrátt fyrir að Spánverjar séu komnir í úrslit EM hefur Álvaro Morata, fyrirliði þeirra, ekki átt sjö dagana sæla í Þýskalandi. Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með 2-1 sigri á Frakklandi á Allianz Arena í München í kvöld. Þegar Spánverjar fögnuðu sigrinum eftir leikinn reyndi áhorfandi að komast í átt að leikmönnunum. Öryggisverðir stukku til og reyndu að stöðva manninn. Einn þeirra rann reyndar á grasinu og á Morata. Spænski fyrirliðinn hélt um hnéið eftir þessa óvæntu tæklingu. Vonandi fyrir Morata og Spánverja eru meiðslin ekki alvarleg því framundan er úrslitaleikur á EM á sunnudaginn. Öryggisvörðurinn tæklar Morata.getty/Alex Grimm Morata hefur verið ósáttur við gagnrýnina sem hann hefur fengið á mótinu og gefið í skyn að hann gæti hætt í landsliðinu eftir EM. Þá sagði hann að honum hafi liðið betur þegar hann lék ekki á Spáni en Morata er leikmaður Atlético Madrid. Morata fékk á baukinn fyrir þessi ummæli í grein í El Confidencial. Hann var meðal annars sagður hálfgerður vælukjói og afleitur sendiherra Spánar. Eiginkona Moratas, Alice Campello, tók til varna fyrir sinn mann og sagði gagnrýnina á hann fáránlega. Morata skoraði fyrsta mark Spánverja á EM, eftir 29 mínútur í 3-0 sigrinum á Króötum en hefur ekki skorað síðan. Hann er þó langmarkahæstur í spænska hópnum en hann hefur gert 36 mörk í 79 landsleikjum. EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Rabiot sagði að Yamal þyrfti að gera meira en fékk það í andlitið Lamine Yamal skoraði stórglæsilegt mark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með sigri á Frakklandi, 2-1, á Allianz Arena í kvöld. Maðurinn sem reyndi að dekka Yamal í markinu hans skaut á strákinn fyrir leik en fékk það heldur betur í bakið. 9. júlí 2024 21:15 Yamal setti met með stórkostlegu marki Spænska ungstirnið Lamine Yamal heldur áfram að skrifa nafn sitt í sögubækurnar. 9. júlí 2024 19:43 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með 2-1 sigri á Frakklandi á Allianz Arena í München í kvöld. Þegar Spánverjar fögnuðu sigrinum eftir leikinn reyndi áhorfandi að komast í átt að leikmönnunum. Öryggisverðir stukku til og reyndu að stöðva manninn. Einn þeirra rann reyndar á grasinu og á Morata. Spænski fyrirliðinn hélt um hnéið eftir þessa óvæntu tæklingu. Vonandi fyrir Morata og Spánverja eru meiðslin ekki alvarleg því framundan er úrslitaleikur á EM á sunnudaginn. Öryggisvörðurinn tæklar Morata.getty/Alex Grimm Morata hefur verið ósáttur við gagnrýnina sem hann hefur fengið á mótinu og gefið í skyn að hann gæti hætt í landsliðinu eftir EM. Þá sagði hann að honum hafi liðið betur þegar hann lék ekki á Spáni en Morata er leikmaður Atlético Madrid. Morata fékk á baukinn fyrir þessi ummæli í grein í El Confidencial. Hann var meðal annars sagður hálfgerður vælukjói og afleitur sendiherra Spánar. Eiginkona Moratas, Alice Campello, tók til varna fyrir sinn mann og sagði gagnrýnina á hann fáránlega. Morata skoraði fyrsta mark Spánverja á EM, eftir 29 mínútur í 3-0 sigrinum á Króötum en hefur ekki skorað síðan. Hann er þó langmarkahæstur í spænska hópnum en hann hefur gert 36 mörk í 79 landsleikjum.
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Rabiot sagði að Yamal þyrfti að gera meira en fékk það í andlitið Lamine Yamal skoraði stórglæsilegt mark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með sigri á Frakklandi, 2-1, á Allianz Arena í kvöld. Maðurinn sem reyndi að dekka Yamal í markinu hans skaut á strákinn fyrir leik en fékk það heldur betur í bakið. 9. júlí 2024 21:15 Yamal setti met með stórkostlegu marki Spænska ungstirnið Lamine Yamal heldur áfram að skrifa nafn sitt í sögubækurnar. 9. júlí 2024 19:43 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Rabiot sagði að Yamal þyrfti að gera meira en fékk það í andlitið Lamine Yamal skoraði stórglæsilegt mark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með sigri á Frakklandi, 2-1, á Allianz Arena í kvöld. Maðurinn sem reyndi að dekka Yamal í markinu hans skaut á strákinn fyrir leik en fékk það heldur betur í bakið. 9. júlí 2024 21:15
Yamal setti met með stórkostlegu marki Spænska ungstirnið Lamine Yamal heldur áfram að skrifa nafn sitt í sögubækurnar. 9. júlí 2024 19:43