Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Heimir Már Pétursson skrifar 8. júlí 2024 19:20 Lloyd Austin varnarmálaráðherra Bandaríkjanna tekur á móti Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóra NATO við Pentagon í dag. Þriggja daga hátíðarfundur í tilefni 75 ára afmælis NATO hefst í Washington á morgun. AP/Kevin Wolf Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. Þess verður minnst á þriggja daga leiðtogafundi NATO sem hefst í Washington í Bandaríkjunum annað kvöld að 75 ár eru liðin frá stofnun bandalagsins. Íslendingar voru meðal tólf stofnríkja NATO en nú eru aðildarríkin þrjátíu og tvö. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sækir leiðtogafundinn ásamt Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra. Hún segir fundinn sannarlega vera tímamót í sögu bandalagsins. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt að leiðtogafundurinn í Washington sendi frá sér skýr skilaboð, meðal annars um framtíðarstuðning við Úkraínu.Stöð 2/Einar „En fundurinn er haldinn í skugga þess sem er að gerast. Við erum einifaldlega að horfa upp á meiriháttar breytingar á alþjóðakerfinu og meiri spennu en við höfum séð í mjög marga áratugi,“ segir Þórdís Kolbrún. Auk stríðsátaka væru pólitískar væringar víða. Því skipti miklu máli að niðurstaða fundarins verði skýr. „Um einingu bandalagsins, um getu bandalagsins gagnvart fælingarmætti, fjárfestingu. Það sé algerlega skýrt og traust að bandalagið geti varið þau ríki sem tilheyra bandalaginu. Okkur þar á meðal,“ segir utanríkisráðherra. Fundurinn verði líka mikilvægur vegna gagnrýni Úkraínumanna og fleiri um seinagang og hik í stuðningi aðildarríkjanna við Úkraínu eftir innrás Rússa. „Við leggjum um með að svara þessum áhyggjum með ákvörðunum inni á fundinum. Bæði hvað varðar hlutverk Atlantshafsbandalagsins í þessari skipulaginu, skuldbindingu þegar kemur að langtíma stuðningi, sem verður þá hluti af niðurstöðu fundarins,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. NATO Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Tengdar fréttir Rutte næsti framkvæmdastjóri NATO Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það varð ljóst í dag þegar eini andstæður Rutte, Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, dró framboð sitt til framkvæmdastjóra NATO til baka. 20. júní 2024 18:43 Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. 15. júní 2024 08:07 Vopnakaup samræmist stefnu þrátt fyrir gagnrýni varaformannsins Fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd Alþingis segir það í takt við stefnu flokksins að Ísland styðji óbeint hergagnakaup fyrir Úkraínu. Varaformaður flokksins lýsti yfir afdráttarlausri andstöðu við vopnakaup í viðtali í síðustu viku. 10. júní 2024 10:39 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Þess verður minnst á þriggja daga leiðtogafundi NATO sem hefst í Washington í Bandaríkjunum annað kvöld að 75 ár eru liðin frá stofnun bandalagsins. Íslendingar voru meðal tólf stofnríkja NATO en nú eru aðildarríkin þrjátíu og tvö. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sækir leiðtogafundinn ásamt Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra. Hún segir fundinn sannarlega vera tímamót í sögu bandalagsins. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt að leiðtogafundurinn í Washington sendi frá sér skýr skilaboð, meðal annars um framtíðarstuðning við Úkraínu.Stöð 2/Einar „En fundurinn er haldinn í skugga þess sem er að gerast. Við erum einifaldlega að horfa upp á meiriháttar breytingar á alþjóðakerfinu og meiri spennu en við höfum séð í mjög marga áratugi,“ segir Þórdís Kolbrún. Auk stríðsátaka væru pólitískar væringar víða. Því skipti miklu máli að niðurstaða fundarins verði skýr. „Um einingu bandalagsins, um getu bandalagsins gagnvart fælingarmætti, fjárfestingu. Það sé algerlega skýrt og traust að bandalagið geti varið þau ríki sem tilheyra bandalaginu. Okkur þar á meðal,“ segir utanríkisráðherra. Fundurinn verði líka mikilvægur vegna gagnrýni Úkraínumanna og fleiri um seinagang og hik í stuðningi aðildarríkjanna við Úkraínu eftir innrás Rússa. „Við leggjum um með að svara þessum áhyggjum með ákvörðunum inni á fundinum. Bæði hvað varðar hlutverk Atlantshafsbandalagsins í þessari skipulaginu, skuldbindingu þegar kemur að langtíma stuðningi, sem verður þá hluti af niðurstöðu fundarins,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.
NATO Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Tengdar fréttir Rutte næsti framkvæmdastjóri NATO Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það varð ljóst í dag þegar eini andstæður Rutte, Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, dró framboð sitt til framkvæmdastjóra NATO til baka. 20. júní 2024 18:43 Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. 15. júní 2024 08:07 Vopnakaup samræmist stefnu þrátt fyrir gagnrýni varaformannsins Fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd Alþingis segir það í takt við stefnu flokksins að Ísland styðji óbeint hergagnakaup fyrir Úkraínu. Varaformaður flokksins lýsti yfir afdráttarlausri andstöðu við vopnakaup í viðtali í síðustu viku. 10. júní 2024 10:39 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Rutte næsti framkvæmdastjóri NATO Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það varð ljóst í dag þegar eini andstæður Rutte, Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, dró framboð sitt til framkvæmdastjóra NATO til baka. 20. júní 2024 18:43
Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. 15. júní 2024 08:07
Vopnakaup samræmist stefnu þrátt fyrir gagnrýni varaformannsins Fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd Alþingis segir það í takt við stefnu flokksins að Ísland styðji óbeint hergagnakaup fyrir Úkraínu. Varaformaður flokksins lýsti yfir afdráttarlausri andstöðu við vopnakaup í viðtali í síðustu viku. 10. júní 2024 10:39