Sextíu þúsund manns vilja ekki missa De Ligt til Man United Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júlí 2024 11:30 Fjöldi stuðningsmanna Bayern München vill ekki missa Matthijs de Ligt frá liðinu. Marco Canoniero/LightRocket via Getty Images Tæplega sextíu þúsund stuðningsmenn þýska stórveldisins hafa sett nöfn sín á undirskriftalista til að reyna að koma í veg fyrir að félagið selji varnarmanninn Matthijs de Ligt til Manchester United. De Ligt hefur verið sterklega orðaður við United í sumarglugganum og er Hollendingurinn sagður vilja komast frá þýska félaginu Bayern München. Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að United hafi hafið viðræður við De Ligt um möguleg vistaskipti hans til félagsins. De Ligt hefur verið í herbúðum Bayern Münchern frá árinu 2022, en hefur ekki átt sjö dagana sæla og er nú orðaður frá félaginu þrátt fyrir að spila þrjátíu leiki í þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. De Ligt vann sig þó betur og betur inn í byrjunarlið Bayern á síðasta tímabili, en yfirmenn hjá félaginu sögðu frá því að hann mætti yfirgefa herbúðir Bayern ef rétt tilboð myndi berast. Bayern hefur nú þegar fengið japanska miðvörðinn Hiroki Ito til liðs við sig í sumar og félagið er einnig langt komið með að næla í þýska miðvörðinn Jonathan Tah frá Þýskalandsmeisturum Bayer Leverkusen. Því gæti verið lítið pláss fyrir Matthijs de Ligt í liðinu. 🚨🔴 Hiroki Itō to Bayern, here we go! Agreement in place with the player on five year contract, next step medical tests.Bayern trigger €30m release clause from Stuttgart for 25 year old Japanese defender.Bayern also remain in talks for Jonathan Tah. pic.twitter.com/yFps2k2GEj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 12, 2024 Stuðningsmenn Bayern eru hins vegar margir hverjir ekki hrifnir af því að missa De Ligt úr herbúðum liðsins. Sky Sports í Þýskalandi greinir nú frá því að rétt tæplega sextíu þúsund manns hafi ritað nafn sitt á undirskriftalista sem kallar eftir því að Hollendingurinn fari ekki fet. Á undiskriftalistanum segir að Matthijs de Ligt, sem enn er aðeins 24 ára gamall, sé „heimsklassa varnarmaður, líklega sá besti í liðinu“ og að hann „eigi langan og farsælan feril frammi fyrir sér“. Þá er de Ligt einnig hrósað fyrir „aðdáunarverðan þroska og hugarfar“. Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sjá meira
De Ligt hefur verið sterklega orðaður við United í sumarglugganum og er Hollendingurinn sagður vilja komast frá þýska félaginu Bayern München. Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að United hafi hafið viðræður við De Ligt um möguleg vistaskipti hans til félagsins. De Ligt hefur verið í herbúðum Bayern Münchern frá árinu 2022, en hefur ekki átt sjö dagana sæla og er nú orðaður frá félaginu þrátt fyrir að spila þrjátíu leiki í þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. De Ligt vann sig þó betur og betur inn í byrjunarlið Bayern á síðasta tímabili, en yfirmenn hjá félaginu sögðu frá því að hann mætti yfirgefa herbúðir Bayern ef rétt tilboð myndi berast. Bayern hefur nú þegar fengið japanska miðvörðinn Hiroki Ito til liðs við sig í sumar og félagið er einnig langt komið með að næla í þýska miðvörðinn Jonathan Tah frá Þýskalandsmeisturum Bayer Leverkusen. Því gæti verið lítið pláss fyrir Matthijs de Ligt í liðinu. 🚨🔴 Hiroki Itō to Bayern, here we go! Agreement in place with the player on five year contract, next step medical tests.Bayern trigger €30m release clause from Stuttgart for 25 year old Japanese defender.Bayern also remain in talks for Jonathan Tah. pic.twitter.com/yFps2k2GEj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 12, 2024 Stuðningsmenn Bayern eru hins vegar margir hverjir ekki hrifnir af því að missa De Ligt úr herbúðum liðsins. Sky Sports í Þýskalandi greinir nú frá því að rétt tæplega sextíu þúsund manns hafi ritað nafn sitt á undirskriftalista sem kallar eftir því að Hollendingurinn fari ekki fet. Á undiskriftalistanum segir að Matthijs de Ligt, sem enn er aðeins 24 ára gamall, sé „heimsklassa varnarmaður, líklega sá besti í liðinu“ og að hann „eigi langan og farsælan feril frammi fyrir sér“. Þá er de Ligt einnig hrósað fyrir „aðdáunarverðan þroska og hugarfar“.
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sjá meira