Egill syrgir brottvísun vina sinna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. júlí 2024 15:25 Egill segir það óréttlátt að hann fái að ferðast um heiminn að vild fyrir þá tilviljun að hafa fæðst á Íslandi. Vísir/Vilhelm Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segist hryggja það að vinum hans, þau Tomasso og Analis, verði vísað brott og þau send aftur til Venesúela. Það sé sárt og óréttlátt að svo góðu fólki sé hrakið af landinu en hann fái, með sitt íslenska vegabréf, að ferðast um heiminn án vandræða. Egill skrifar í færslu á síðu sinni á Facebook að Tomasso og Analis hafi þráð að fá atvinnuleyfi en að þeim séu allar bjargir bannaðar. Á morgun verði þau send aftur til heimalandsins þar sem allt er „í rjúkandi rúst.“ Hafi orðið eins og fjölskylda „Glæpahópar, her og lögregla vaða uppi með ofbeldi og kúgun en stjórnarherrar hafa engan áhuga á öðru en að skara eld að eigin köku. Mér hrýs hugur við tilhugsuninni um hvað svona góðu og mildu fólki reiðir af á slíkum stað,“ skrifar hann. Egill segir Tomasso og Analis vera hjálpsöm, óeigingjörn og harðdugleg og að þau hafi hjálpað þeim hjónum mikið án þess að vilja fá neitt í staðinn. „Þau hafa eiginlega orðið fjölskylda okkar, hafa búið í íbúðinni okkar þegar við förum burt - og alltaf komum við að henni fallegri og betri en áður. Við vorum í vandræðum með ljós í stofunni - við brugðum okkur af bæ og þegar við komum aftur voru þau búin að hanna sérlega glæsileg stofuljós. Vildu koma okkur á óvart,“ skrifar Egill. Þyngra en tárum tekur „Ég skrifa þetta á grískri eyju. Ég er lukkunnar pamfíll, get ferðast um allan heim á mínu íslenska vegabréfi. Ég hef ekki unnið neitt sérstakt til þess. Þetta er bara tilviljun. Tomasso og Analis eru ekki eins gæfusöm. Við fjölskyldan vonum þó að þau eigi afturkvæmt til Íslands með einhverjum hætti,“ skrifar hann. Egill segir Tomasso og analis hafa fest ást á Íslandi og ferðast um landið. „Nei, þetta er þyngra en tárum tekur. En við vonum að þetta bjargist hjá þeim - og þau komi aftur. Við eigum eftir að sakna góðmennsku þeirra og glaðværðar,“ skrifar Egill. Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Egill skrifar í færslu á síðu sinni á Facebook að Tomasso og Analis hafi þráð að fá atvinnuleyfi en að þeim séu allar bjargir bannaðar. Á morgun verði þau send aftur til heimalandsins þar sem allt er „í rjúkandi rúst.“ Hafi orðið eins og fjölskylda „Glæpahópar, her og lögregla vaða uppi með ofbeldi og kúgun en stjórnarherrar hafa engan áhuga á öðru en að skara eld að eigin köku. Mér hrýs hugur við tilhugsuninni um hvað svona góðu og mildu fólki reiðir af á slíkum stað,“ skrifar hann. Egill segir Tomasso og Analis vera hjálpsöm, óeigingjörn og harðdugleg og að þau hafi hjálpað þeim hjónum mikið án þess að vilja fá neitt í staðinn. „Þau hafa eiginlega orðið fjölskylda okkar, hafa búið í íbúðinni okkar þegar við förum burt - og alltaf komum við að henni fallegri og betri en áður. Við vorum í vandræðum með ljós í stofunni - við brugðum okkur af bæ og þegar við komum aftur voru þau búin að hanna sérlega glæsileg stofuljós. Vildu koma okkur á óvart,“ skrifar Egill. Þyngra en tárum tekur „Ég skrifa þetta á grískri eyju. Ég er lukkunnar pamfíll, get ferðast um allan heim á mínu íslenska vegabréfi. Ég hef ekki unnið neitt sérstakt til þess. Þetta er bara tilviljun. Tomasso og Analis eru ekki eins gæfusöm. Við fjölskyldan vonum þó að þau eigi afturkvæmt til Íslands með einhverjum hætti,“ skrifar hann. Egill segir Tomasso og analis hafa fest ást á Íslandi og ferðast um landið. „Nei, þetta er þyngra en tárum tekur. En við vonum að þetta bjargist hjá þeim - og þau komi aftur. Við eigum eftir að sakna góðmennsku þeirra og glaðværðar,“ skrifar Egill.
Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira