Íbúum í Árborg fjölgar um 600 til 700 á ári Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. júlí 2024 13:07 Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg, sem hefur meira en nóg að gera með sínu fólki að taka á móti nýjum íbúum sveitarfélagsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg heldur áfram að fjölga og fjölga en nú er íbúatalan komin yfir tólf þúsund. Að sögn bæjarstjóra er nýjum íbúum að fjölga um sex til sjö hundruð á ári. Það er ekkert láta á fjölgun íbúa í Árborg enda byggt og byggt í sveitarfélaginu, ekki síst á Selfossi þar sem ný hverfi rísa út um allt á ógnarhraða. Bragi Bjarnason er bæjarstjóri í Árborg. „Já, það heldur áfram að aukast hjá okkur. Uppbygging gengur vel, bæði í atvinnustarfsemi í miðbæ Selfoss og fyrir utan það, við finnum aukin áhuga þar og líka íbúðaruppbyggingin. Þetta heldur svona jafnt og stöðugt áfram,” segir Bragi og bætir við. „Við erum í góðu samstarfi við framkvæmdaraðilana hjá okkur þannig að menn viti hvað þeir geta byggt á hverju ári í rauninni þannig að við ráðum við þann fjölda sem er að koma.” Bragi segir að nú sé íbúar í Árborg rétt rúmlega 12 þúsund, þar af rúmlega 11 þúsund á Selfossi. Þær ánægjulegu fréttir voru að berast að töluvert af heitu vatni var að finnast á Selfossi eftir heitavatnsboranir en eitt af brýnustu málunum er þó að fá nýja brú yfir Ölfusá því þar myndast oft miklar stíflur og mikið álag er á brúnni alla daga. Margir heimamenn eru farnir að bregða á það ráð að keyra þrengslin heim úr höfuðborginni í stað þess að eiga á hættu að þurfa að bíða og bíða eftir að komast yfir Ölfusárbrú til að komast heim til sín, þá séu þrengslin alltaf betri kostur. Heimamenn á Selfossi og íbúar austar eru farnir að aka þrengslin til að sleppa við langar biðraðir við Ölfusárbrú.Magnús Hlynur Hreiðarsson En bæjarstjórinn í Árborg er ánægður með hversu margir vilja flytja í sveitarfélagið. „Já, mér finnst það ótrúlega spennandi að fólk vilji koma og búa hérna hjá okkur. Þau eru auðvitað allir velkomnir en við viljum líka búa vel að því að þeir íbúar, sem eru bæði fyrir og þeir, sem eru að koma fái þjónustu og líði vel hérna hjá okkur, þannig að þetta þarf allt að spila saman,” segir Bragi. Árborg Mannfjöldi Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
Það er ekkert láta á fjölgun íbúa í Árborg enda byggt og byggt í sveitarfélaginu, ekki síst á Selfossi þar sem ný hverfi rísa út um allt á ógnarhraða. Bragi Bjarnason er bæjarstjóri í Árborg. „Já, það heldur áfram að aukast hjá okkur. Uppbygging gengur vel, bæði í atvinnustarfsemi í miðbæ Selfoss og fyrir utan það, við finnum aukin áhuga þar og líka íbúðaruppbyggingin. Þetta heldur svona jafnt og stöðugt áfram,” segir Bragi og bætir við. „Við erum í góðu samstarfi við framkvæmdaraðilana hjá okkur þannig að menn viti hvað þeir geta byggt á hverju ári í rauninni þannig að við ráðum við þann fjölda sem er að koma.” Bragi segir að nú sé íbúar í Árborg rétt rúmlega 12 þúsund, þar af rúmlega 11 þúsund á Selfossi. Þær ánægjulegu fréttir voru að berast að töluvert af heitu vatni var að finnast á Selfossi eftir heitavatnsboranir en eitt af brýnustu málunum er þó að fá nýja brú yfir Ölfusá því þar myndast oft miklar stíflur og mikið álag er á brúnni alla daga. Margir heimamenn eru farnir að bregða á það ráð að keyra þrengslin heim úr höfuðborginni í stað þess að eiga á hættu að þurfa að bíða og bíða eftir að komast yfir Ölfusárbrú til að komast heim til sín, þá séu þrengslin alltaf betri kostur. Heimamenn á Selfossi og íbúar austar eru farnir að aka þrengslin til að sleppa við langar biðraðir við Ölfusárbrú.Magnús Hlynur Hreiðarsson En bæjarstjórinn í Árborg er ánægður með hversu margir vilja flytja í sveitarfélagið. „Já, mér finnst það ótrúlega spennandi að fólk vilji koma og búa hérna hjá okkur. Þau eru auðvitað allir velkomnir en við viljum líka búa vel að því að þeir íbúar, sem eru bæði fyrir og þeir, sem eru að koma fái þjónustu og líði vel hérna hjá okkur, þannig að þetta þarf allt að spila saman,” segir Bragi.
Árborg Mannfjöldi Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira