Vísir fjallaði um nýja könnun Maskínu fyrir Evrópuhreyfinguna í vikunni. Þá kom fram að tæplega þrír fjórðu landsmanna væri hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu.
Í framsetningu sinni til fréttastofu tók Evrópuhreyfingin aðeins með í reikninginn þá sem tóku ákveðna afstöðu til spurninganna en ekki þá sem svöruðu: hvorki hlynntur né andvígur aðild; að hagur heimilanna yrði eins við aðild; að það væri í meðallagi mikilvægt eða lítilvægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna.
Réttara hefði verið að birta einnig tölurnar í heild sinni og er það gert hér.
- Hlynnt aðild voru 42,4%, hvorki né 21,9% og andvíg 35,7%.
- Hag heimilanna töldu 50,4% verða betri við aðild, 24,5% verða eins og 25,1% verri.
- Þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna töldu 55,3% vera mikilvægt, 25,5% í meðallagi mikilvægt en 19,2% lítilvægt.