Í umfjöllun BBC segir að viðbrögð Hamas hafi ekki verið gerð opinber en haft er eftir palestínskum embættismanni að samtökin séu ekki lengur að krefjast fulls vopnahlés. Þá er haft eftir hátt settum embættismanni frá Bandaríkjunum að Hamas hafi samþykkt „frekar stórvægilegar breytingar“ á stefnu sinni.
Hamas væri ekki lengur að krefjast fulls vopnahlés heldur legðu samtökin áherslu á að hermenn Ísraela færu frá ákveðnum svæðum á Gasa við landamæri Egyptalands, Rafah og Philadelphi. Hann sagði þetta tímamót í samningaviðræðunum en árétti þó að þetta þýddi ekki að þau myndu komast að samkomulagi á næstu dögum.
Biden og Netanyahu tala í síma
Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, og forsætisráðherra Ísrael, Netanyahu, töluðu saman í síma í gær og ræddu þá gíslatökuna og vopnahléssamningaviðræðurnar. Í tilkynningu frá ísraelsku ríkisstjórninni sem send var út eftir símtalið kom fram að Netanyahu hefði upplýst Biden um ákvörðun sína að senda samninganefnd til að halda viðræðum áfram. Þá ítrekaði hann þá skuldbindingu Ísraela að ljúka aðeins stríðinu þegar þau hafa náð öllum markmiðum sínum. Það er að fá alla gíslana heim, að útrýma Hamas og tryggja að Gasa sé ekki lengur ógn við Ísrael.

Á miðvikudag sagði leiðtogi Hamas að þau hefðu haft samband við sáttamiðlara frá Egyptalandi og Katar til að ræða hugmyndir sínar um hvernig væri hægt að komast að samkomulagi.
Hamas hefur hingað til sagði að til þess að það geti orðið vopnahlé verði stríðiinu að ljúka og allir hermenn Ísraleks að jörfa fá Gasa. Ísrael hefu á sama tíma sagt að þau samþykki bara tímabundið hlé á bardögum þar til þau verða búin að útrýma Hamas.
Þriggja fasa plan Biden
Friðarplan Biden var kynnt í lok maí og er í þremur fösum. Fyrsti fasi er sex vikna vopnahlé þar sem allir hermenn hörfa og öllum gíslum er sleppt úr haldi, þar á meðal þeim sem er haldið í Ísrael. Í öðrum fasa er öllum öðrum lifandi gíslum sleppt úr haldi og bundin endi á fjandskapinn á milli þjóðanna. Í þriðja fasa er svo fjallað um uppbyggingu Gasa og að öllum látnum gíslum sé skilað heim.
Fram kemur í umfjöllun BBC að Biden hafi verið ánægður með ákvörðun Netanyahu að senda samningamennina til að ræða við sáttamiðlarana frá Katar, Bandaríkjunum og Egyptalandi í þeirri von að hægt sé að komast að samkomulagi.
Um það bil 38 þúsund Palestínumenn hafa dáið í átökunum samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Palestínu. Auk þess eru um 87 þúsund særð. Því er stýrt af Hamas. Um er að ræða hermenn og almenna borgara. Stríðið hófst þegar Hamas réðst inn í Ísrael í október á síðasta ári og drap um 1.200 manns og tók 251 gísla til Gasa. Enn eru um 116 gíslar á Gasa, um það bil 42 eru taldir látnir. Átökin á milli Ísrael og Palestínu hafa varið í áratugi.