Segir að markið hans Bellingham gæti breytt öllu fyrir enska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2024 07:31 Jude Bellingham skorar hér markið sitt á móti Slóvakíu og bjargar Englendingum á síðustu stundu. Getty/Shaun Botterill John Stones trúir því að mark liðsfélaga hans Jude Bellingham í sextán liða úrslitunum gæti verið vendipunktur fyrir enska landsliðið á þessu Evrópumóti. Englendingar voru á leiðinni út úr keppninni enda komið langt inn í uppbótatíma þegar Bellingham jafnaði með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Bellingham tryggði liðinu framlengingu og Harry Kane skoraði síðan sigurmarkið í upphafi hennar. Næst á dagskránni er leikur við Sviss í átta liða úrslitunum í Düsseldorf á morgun. „Ég tel að markið hans Bellingham sé vendipunktur fyrir okkur tilfinningalega af því að okkur tókst að nái þessu marki inn með alla þessu pressu á okkur á lokamínútum leiksins,“ sagði Manchester City maðurinn John Stones. Stones: Bellingham goal can transform England https://t.co/40iHKQv3Sv— Sports Schedule (@schedulesportz) July 4, 2024 „Ég trúi því að þetta muni breyta fullt af hlutum fyrir liðið með því að fara í gegnum þennan tilfinningapakka. Það er til frábær mynd af okkur fagna þessu marki þar sem allur bekkurinn er kominn með okkur, bæði leikmenn og starfsmenn. Það sýnir samheldnina í okkar liði,“ sagði Stones. „Þegar þú hefur náð að gera svona hluti þá trúir þú enn meira á það að geta klárað dæmið þegar hlutirnir verða erfiðir. Ég hef sagt það eftir síðustu leiki að við verðum að halda áfram að bæta okkar leik og reyna að spila fótboltann sem við erum vanir,“ sagði Stones. „Ég vil samt ekki gera lítið úr síðasta leik. Ég hélt að við værum á leiðinni heim eftir klukkutíma leik en það fylgir því mikill kraftur að hafa náð að breyta hugarfari okkar allra og viðhalda trúnni og trausti á okkur sjálfa,“ sagði Stones. „Skiljanlega voru stuðningsmennirnir ekki ánægðir með þessa frammistöðu. Við áttum okkur á því en við getum notað það sem eldsneyti til að sjá til þess að þessi sigur telji,“ sagði Stones. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Sjá meira
Englendingar voru á leiðinni út úr keppninni enda komið langt inn í uppbótatíma þegar Bellingham jafnaði með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Bellingham tryggði liðinu framlengingu og Harry Kane skoraði síðan sigurmarkið í upphafi hennar. Næst á dagskránni er leikur við Sviss í átta liða úrslitunum í Düsseldorf á morgun. „Ég tel að markið hans Bellingham sé vendipunktur fyrir okkur tilfinningalega af því að okkur tókst að nái þessu marki inn með alla þessu pressu á okkur á lokamínútum leiksins,“ sagði Manchester City maðurinn John Stones. Stones: Bellingham goal can transform England https://t.co/40iHKQv3Sv— Sports Schedule (@schedulesportz) July 4, 2024 „Ég trúi því að þetta muni breyta fullt af hlutum fyrir liðið með því að fara í gegnum þennan tilfinningapakka. Það er til frábær mynd af okkur fagna þessu marki þar sem allur bekkurinn er kominn með okkur, bæði leikmenn og starfsmenn. Það sýnir samheldnina í okkar liði,“ sagði Stones. „Þegar þú hefur náð að gera svona hluti þá trúir þú enn meira á það að geta klárað dæmið þegar hlutirnir verða erfiðir. Ég hef sagt það eftir síðustu leiki að við verðum að halda áfram að bæta okkar leik og reyna að spila fótboltann sem við erum vanir,“ sagði Stones. „Ég vil samt ekki gera lítið úr síðasta leik. Ég hélt að við værum á leiðinni heim eftir klukkutíma leik en það fylgir því mikill kraftur að hafa náð að breyta hugarfari okkar allra og viðhalda trúnni og trausti á okkur sjálfa,“ sagði Stones. „Skiljanlega voru stuðningsmennirnir ekki ánægðir með þessa frammistöðu. Við áttum okkur á því en við getum notað það sem eldsneyti til að sjá til þess að þessi sigur telji,“ sagði Stones.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Sjá meira