Segir að markið hans Bellingham gæti breytt öllu fyrir enska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2024 07:31 Jude Bellingham skorar hér markið sitt á móti Slóvakíu og bjargar Englendingum á síðustu stundu. Getty/Shaun Botterill John Stones trúir því að mark liðsfélaga hans Jude Bellingham í sextán liða úrslitunum gæti verið vendipunktur fyrir enska landsliðið á þessu Evrópumóti. Englendingar voru á leiðinni út úr keppninni enda komið langt inn í uppbótatíma þegar Bellingham jafnaði með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Bellingham tryggði liðinu framlengingu og Harry Kane skoraði síðan sigurmarkið í upphafi hennar. Næst á dagskránni er leikur við Sviss í átta liða úrslitunum í Düsseldorf á morgun. „Ég tel að markið hans Bellingham sé vendipunktur fyrir okkur tilfinningalega af því að okkur tókst að nái þessu marki inn með alla þessu pressu á okkur á lokamínútum leiksins,“ sagði Manchester City maðurinn John Stones. Stones: Bellingham goal can transform England https://t.co/40iHKQv3Sv— Sports Schedule (@schedulesportz) July 4, 2024 „Ég trúi því að þetta muni breyta fullt af hlutum fyrir liðið með því að fara í gegnum þennan tilfinningapakka. Það er til frábær mynd af okkur fagna þessu marki þar sem allur bekkurinn er kominn með okkur, bæði leikmenn og starfsmenn. Það sýnir samheldnina í okkar liði,“ sagði Stones. „Þegar þú hefur náð að gera svona hluti þá trúir þú enn meira á það að geta klárað dæmið þegar hlutirnir verða erfiðir. Ég hef sagt það eftir síðustu leiki að við verðum að halda áfram að bæta okkar leik og reyna að spila fótboltann sem við erum vanir,“ sagði Stones. „Ég vil samt ekki gera lítið úr síðasta leik. Ég hélt að við værum á leiðinni heim eftir klukkutíma leik en það fylgir því mikill kraftur að hafa náð að breyta hugarfari okkar allra og viðhalda trúnni og trausti á okkur sjálfa,“ sagði Stones. „Skiljanlega voru stuðningsmennirnir ekki ánægðir með þessa frammistöðu. Við áttum okkur á því en við getum notað það sem eldsneyti til að sjá til þess að þessi sigur telji,“ sagði Stones. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Englendingar voru á leiðinni út úr keppninni enda komið langt inn í uppbótatíma þegar Bellingham jafnaði með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Bellingham tryggði liðinu framlengingu og Harry Kane skoraði síðan sigurmarkið í upphafi hennar. Næst á dagskránni er leikur við Sviss í átta liða úrslitunum í Düsseldorf á morgun. „Ég tel að markið hans Bellingham sé vendipunktur fyrir okkur tilfinningalega af því að okkur tókst að nái þessu marki inn með alla þessu pressu á okkur á lokamínútum leiksins,“ sagði Manchester City maðurinn John Stones. Stones: Bellingham goal can transform England https://t.co/40iHKQv3Sv— Sports Schedule (@schedulesportz) July 4, 2024 „Ég trúi því að þetta muni breyta fullt af hlutum fyrir liðið með því að fara í gegnum þennan tilfinningapakka. Það er til frábær mynd af okkur fagna þessu marki þar sem allur bekkurinn er kominn með okkur, bæði leikmenn og starfsmenn. Það sýnir samheldnina í okkar liði,“ sagði Stones. „Þegar þú hefur náð að gera svona hluti þá trúir þú enn meira á það að geta klárað dæmið þegar hlutirnir verða erfiðir. Ég hef sagt það eftir síðustu leiki að við verðum að halda áfram að bæta okkar leik og reyna að spila fótboltann sem við erum vanir,“ sagði Stones. „Ég vil samt ekki gera lítið úr síðasta leik. Ég hélt að við værum á leiðinni heim eftir klukkutíma leik en það fylgir því mikill kraftur að hafa náð að breyta hugarfari okkar allra og viðhalda trúnni og trausti á okkur sjálfa,“ sagði Stones. „Skiljanlega voru stuðningsmennirnir ekki ánægðir með þessa frammistöðu. Við áttum okkur á því en við getum notað það sem eldsneyti til að sjá til þess að þessi sigur telji,“ sagði Stones.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira