Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat. Í þetta skiptið eru það grillaðar lambakótelettur með kartöflusalati og hrásalati. Þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir neðan
Lambakótelettur 2 kg
Marinering:
- 2 msk Carolina reaper
- 100 gr olía
- 1 msk dijon sinnep
- 1 msk paprika
- 1 msk Insaporitori frá Olifa
- salt og pipar

Klassískt kartöflusalat
- 1 kg soðnar kartöflur afhýddar
- 2 msk sýrður rjómi
- 4 msk mayo
- 1 tsk aromat
- salt og pipar
- 1 skalottulaukur
- 8 soðin egg
- 10 gr graslaukur
- 10 gr steinselja
- 4 stk súrar gúrkur
Grillsósa Helvítis:
- 1 msk Helvítis eldpiparsulta - Surtsey og ananas
- 1 msk sýrður rjómi
- 1 msk Hellmans mayones
- kóríander
- steinselja
- Salt og pipar

Hrásalat
- 100 gr hvítkál
- 100 gr rauðkál
- ½ epli
- 2 msk ananassafi
- 50 gr dole ananas
- Kóriander
- Dill
- Safi úr ¼ af appelsínu
- salt
- Pipar
Marinering og kjöt
Blandið olíu, Helvítis eldpiparsultu Carolina Reaper og Bláberjum, Dijon sinnepi, paprikudufti og Insaporitori, saman og veltið kótelettum upp úr marineringunni og látið standa í um 1 klst við stofuhita. Grillið í 3 mín á hvorri hlið og kryddi með salti og pipar.
Kartöflusalat
Sjóðið kartöflur, kælið og skerið í bita. Saxið graslauk, shallot, súrar gúrkur, steinselju og egg. Blandið saman mayones, sýrðum rjóma, salti, pipar og aromati í skál. Blandið öllu saman í stórri skál og smakkið til með salti og pipar.
Hrásalat
Rífið niður hvítkál, rauðkál og epli með mandolíni og setjið í skál. Saltið og piprið blönduna. Hellið ananas og appelsínusafa yfir. Saxið ananas og kryddjurtir út í og blandið öllu vel saman
Helvítis grillsósan
Blandið saman Helvítis eldpiparsultu Surtsey og ananas, Hellmans mayonesi og sýrðum rjóma. Saxið kryddjurtir útí og blandið. Smakkið til með salti og pipar.
Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.