„Það var erfitt að fela vonbrigðin“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2024 08:06 Anton Sveinn McKee missti af góðu tækifæri til að vinna verðlaun á Evrópumóti en lætur það ekki trufla sig í undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana í París. Getty/Michael Reaves Íslenski sundkappinn Anton Sveinn McKee missti af verðlaunapalli á Evrópumeistaramótinu í 50 metra laug á dögunum eftir að hafa synt á besta tímanum inn í úrslit. Síðan eru liðnar tvær vikur og Anton hefur verið á fullu við æfingar í Tyrklandi þar sem hann er að leggja lokahöndina á undirbúning sinn fyrir Ólympíuleikana í París. Hakan upp og bringan út Anton hefur nú fengið góðan tíma til að melta og fara yfir úrslitasundið þar sem hann endaði í fjórða sæti. Hann gerði upp sundið í pistli á samfélagsmiðlum sínum. Fjórða sætið á EM er frábær árangur fyrir íslenskan sundmann en um leið viss vonbrigði af því að hann hafi synt best allra í undanúrslitunum. „Hakan upp og bringan út,“ byrjar Anton pistil sinn og heldur áfram: „Það var erfitt að fela vonbrigðin eftir úrslitasundið í 200 bringu. Eftir að hafa náð yfirveguðum og vel útfærðum sundum í undanrásum og undanúrslitum þá brást mér bogalistin þegar það kom að úrslitasundinu,“ skrifaði Anton. Ætlaði sér stóra hluti í úrslitunum „Þrátt fyrir að hafa ekki mætt full hvíldur til leiks þá ætlaði ég mér stóra hluti í úrslitunum. Hvort það var of miklar væntingar og pressa sem ég setti á sjálfan mig eða bara ekki minn dagur, þá veit ég að ég átti miklu meira inni,“ skrifaði Anton. „Eftir að rykið settist þá fórum við teymið yfir sundið og það var augljóst að ég var ekki í “flæði”. Þetta var of þvingað sund sem leiddi til tæknimistaka þegar ég byrjaði að ýta á bensíngjöfina,“ skrifaði Anton. Anton Sveinn segist nú verða reynslunni ríkari um það sem hann hefði mátt gera betur á Evrópumeistaramótinu. Hann var að klára síðasta þunga æfingahringinn í æfingabúðum í Tyrklandi. Seinustu vikur og dagar smá rússíbani „Mér líður miklu betur í vatninu og er byrjaður að útfæra í æfingum eins og ég vill vera í París. Þrátt fyrir það hafa seinustu vikur og dagar verið smá rússíbani en það er partur af vegferðinni, ekki hægt að ætlast til neins annars. Það er í lagi að taka eitt skref afturbak ef maður svarar með tveimur áfram,“ skrifaði Anton. Anton segist vera þeim þakklátur sem standi með sér og lofar því að halda ótrauður áfram. Það má sjá færslu Antons hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Anton McKee OLY (@antonmckee) Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Sjá meira
Síðan eru liðnar tvær vikur og Anton hefur verið á fullu við æfingar í Tyrklandi þar sem hann er að leggja lokahöndina á undirbúning sinn fyrir Ólympíuleikana í París. Hakan upp og bringan út Anton hefur nú fengið góðan tíma til að melta og fara yfir úrslitasundið þar sem hann endaði í fjórða sæti. Hann gerði upp sundið í pistli á samfélagsmiðlum sínum. Fjórða sætið á EM er frábær árangur fyrir íslenskan sundmann en um leið viss vonbrigði af því að hann hafi synt best allra í undanúrslitunum. „Hakan upp og bringan út,“ byrjar Anton pistil sinn og heldur áfram: „Það var erfitt að fela vonbrigðin eftir úrslitasundið í 200 bringu. Eftir að hafa náð yfirveguðum og vel útfærðum sundum í undanrásum og undanúrslitum þá brást mér bogalistin þegar það kom að úrslitasundinu,“ skrifaði Anton. Ætlaði sér stóra hluti í úrslitunum „Þrátt fyrir að hafa ekki mætt full hvíldur til leiks þá ætlaði ég mér stóra hluti í úrslitunum. Hvort það var of miklar væntingar og pressa sem ég setti á sjálfan mig eða bara ekki minn dagur, þá veit ég að ég átti miklu meira inni,“ skrifaði Anton. „Eftir að rykið settist þá fórum við teymið yfir sundið og það var augljóst að ég var ekki í “flæði”. Þetta var of þvingað sund sem leiddi til tæknimistaka þegar ég byrjaði að ýta á bensíngjöfina,“ skrifaði Anton. Anton Sveinn segist nú verða reynslunni ríkari um það sem hann hefði mátt gera betur á Evrópumeistaramótinu. Hann var að klára síðasta þunga æfingahringinn í æfingabúðum í Tyrklandi. Seinustu vikur og dagar smá rússíbani „Mér líður miklu betur í vatninu og er byrjaður að útfæra í æfingum eins og ég vill vera í París. Þrátt fyrir það hafa seinustu vikur og dagar verið smá rússíbani en það er partur af vegferðinni, ekki hægt að ætlast til neins annars. Það er í lagi að taka eitt skref afturbak ef maður svarar með tveimur áfram,“ skrifaði Anton. Anton segist vera þeim þakklátur sem standi með sér og lofar því að halda ótrauður áfram. Það má sjá færslu Antons hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Anton McKee OLY (@antonmckee)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Sjá meira