„Það var erfitt að fela vonbrigðin“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2024 08:06 Anton Sveinn McKee missti af góðu tækifæri til að vinna verðlaun á Evrópumóti en lætur það ekki trufla sig í undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana í París. Getty/Michael Reaves Íslenski sundkappinn Anton Sveinn McKee missti af verðlaunapalli á Evrópumeistaramótinu í 50 metra laug á dögunum eftir að hafa synt á besta tímanum inn í úrslit. Síðan eru liðnar tvær vikur og Anton hefur verið á fullu við æfingar í Tyrklandi þar sem hann er að leggja lokahöndina á undirbúning sinn fyrir Ólympíuleikana í París. Hakan upp og bringan út Anton hefur nú fengið góðan tíma til að melta og fara yfir úrslitasundið þar sem hann endaði í fjórða sæti. Hann gerði upp sundið í pistli á samfélagsmiðlum sínum. Fjórða sætið á EM er frábær árangur fyrir íslenskan sundmann en um leið viss vonbrigði af því að hann hafi synt best allra í undanúrslitunum. „Hakan upp og bringan út,“ byrjar Anton pistil sinn og heldur áfram: „Það var erfitt að fela vonbrigðin eftir úrslitasundið í 200 bringu. Eftir að hafa náð yfirveguðum og vel útfærðum sundum í undanrásum og undanúrslitum þá brást mér bogalistin þegar það kom að úrslitasundinu,“ skrifaði Anton. Ætlaði sér stóra hluti í úrslitunum „Þrátt fyrir að hafa ekki mætt full hvíldur til leiks þá ætlaði ég mér stóra hluti í úrslitunum. Hvort það var of miklar væntingar og pressa sem ég setti á sjálfan mig eða bara ekki minn dagur, þá veit ég að ég átti miklu meira inni,“ skrifaði Anton. „Eftir að rykið settist þá fórum við teymið yfir sundið og það var augljóst að ég var ekki í “flæði”. Þetta var of þvingað sund sem leiddi til tæknimistaka þegar ég byrjaði að ýta á bensíngjöfina,“ skrifaði Anton. Anton Sveinn segist nú verða reynslunni ríkari um það sem hann hefði mátt gera betur á Evrópumeistaramótinu. Hann var að klára síðasta þunga æfingahringinn í æfingabúðum í Tyrklandi. Seinustu vikur og dagar smá rússíbani „Mér líður miklu betur í vatninu og er byrjaður að útfæra í æfingum eins og ég vill vera í París. Þrátt fyrir það hafa seinustu vikur og dagar verið smá rússíbani en það er partur af vegferðinni, ekki hægt að ætlast til neins annars. Það er í lagi að taka eitt skref afturbak ef maður svarar með tveimur áfram,“ skrifaði Anton. Anton segist vera þeim þakklátur sem standi með sér og lofar því að halda ótrauður áfram. Það má sjá færslu Antons hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Anton McKee OLY (@antonmckee) Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Fleiri fréttir Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sjá meira
Síðan eru liðnar tvær vikur og Anton hefur verið á fullu við æfingar í Tyrklandi þar sem hann er að leggja lokahöndina á undirbúning sinn fyrir Ólympíuleikana í París. Hakan upp og bringan út Anton hefur nú fengið góðan tíma til að melta og fara yfir úrslitasundið þar sem hann endaði í fjórða sæti. Hann gerði upp sundið í pistli á samfélagsmiðlum sínum. Fjórða sætið á EM er frábær árangur fyrir íslenskan sundmann en um leið viss vonbrigði af því að hann hafi synt best allra í undanúrslitunum. „Hakan upp og bringan út,“ byrjar Anton pistil sinn og heldur áfram: „Það var erfitt að fela vonbrigðin eftir úrslitasundið í 200 bringu. Eftir að hafa náð yfirveguðum og vel útfærðum sundum í undanrásum og undanúrslitum þá brást mér bogalistin þegar það kom að úrslitasundinu,“ skrifaði Anton. Ætlaði sér stóra hluti í úrslitunum „Þrátt fyrir að hafa ekki mætt full hvíldur til leiks þá ætlaði ég mér stóra hluti í úrslitunum. Hvort það var of miklar væntingar og pressa sem ég setti á sjálfan mig eða bara ekki minn dagur, þá veit ég að ég átti miklu meira inni,“ skrifaði Anton. „Eftir að rykið settist þá fórum við teymið yfir sundið og það var augljóst að ég var ekki í “flæði”. Þetta var of þvingað sund sem leiddi til tæknimistaka þegar ég byrjaði að ýta á bensíngjöfina,“ skrifaði Anton. Anton Sveinn segist nú verða reynslunni ríkari um það sem hann hefði mátt gera betur á Evrópumeistaramótinu. Hann var að klára síðasta þunga æfingahringinn í æfingabúðum í Tyrklandi. Seinustu vikur og dagar smá rússíbani „Mér líður miklu betur í vatninu og er byrjaður að útfæra í æfingum eins og ég vill vera í París. Þrátt fyrir það hafa seinustu vikur og dagar verið smá rússíbani en það er partur af vegferðinni, ekki hægt að ætlast til neins annars. Það er í lagi að taka eitt skref afturbak ef maður svarar með tveimur áfram,“ skrifaði Anton. Anton segist vera þeim þakklátur sem standi með sér og lofar því að halda ótrauður áfram. Það má sjá færslu Antons hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Anton McKee OLY (@antonmckee)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Fleiri fréttir Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sjá meira