Simone Biles hoppaði upp í 3,6 metra hæð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2024 11:31 Simone Biles er á leið á sína þriðju Ólympíuleika en hún er 27 ára gömul. Getty/Jamie Squire Bandaríska fimleikakonan Simone Biles er kannski bara 142 sentímetrar á hæð en það kemur ekki veg fyrir að hún getur hoppað upp í svakalega hæðir í æfingum sínum. Þetta sýndi hún heldur betur á úrtökumótinu fyrir Ólympíuleikana í París. Biles tryggði sér sæti í Ólympíuliði Bandaríkjanna með sannfærandi frammistöðu á úrtökumóti bandaríska fimleikasambandsins. Biles fór að venju á kostum í gólfæfingunum sem hófust á lagi Taylor Swift sem heitir „Ready for It?“ Biles var svo sannarlega tilbúin og bauð upp á frábær tilþrif. Mælingar á stökkkrafti Biles í gólfæfingunum sýna að hún hoppaði upp í 3,6 metra hæð (tólf fet) sem er næstum því þreföld hæð hennar sjálfrar. Stökk hennar eru mikil háloftasýning eins og sést á þessum tölum. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Augun verða á Biles á leikunum í París alveg eins og á ÓL í Tókýó þegar hún hætti keppni á miðju móti eins og frægt var. Biles bar þar við andlegum þáttum en hún hefur nú komist í gegnum þann sálfræðilega múr. Biles hefur um leið vakið upp umræðu um mikilvægi andlega þáttarins hjá íþróttafólki. Nú fær hún tækifæri til að bæta við fern gullverðlaun sín frá leikunum í Ríó sumarið 2016. Á síðustu tólf mánuðum hefur hún tryggt sér sinn sjötta heimsmeistaratitil og sinn áttunda og níunda bandaríska meistaratitil. Það er met í báðum keppnum. Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Biles tryggði sér sæti í Ólympíuliði Bandaríkjanna með sannfærandi frammistöðu á úrtökumóti bandaríska fimleikasambandsins. Biles fór að venju á kostum í gólfæfingunum sem hófust á lagi Taylor Swift sem heitir „Ready for It?“ Biles var svo sannarlega tilbúin og bauð upp á frábær tilþrif. Mælingar á stökkkrafti Biles í gólfæfingunum sýna að hún hoppaði upp í 3,6 metra hæð (tólf fet) sem er næstum því þreföld hæð hennar sjálfrar. Stökk hennar eru mikil háloftasýning eins og sést á þessum tölum. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Augun verða á Biles á leikunum í París alveg eins og á ÓL í Tókýó þegar hún hætti keppni á miðju móti eins og frægt var. Biles bar þar við andlegum þáttum en hún hefur nú komist í gegnum þann sálfræðilega múr. Biles hefur um leið vakið upp umræðu um mikilvægi andlega þáttarins hjá íþróttafólki. Nú fær hún tækifæri til að bæta við fern gullverðlaun sín frá leikunum í Ríó sumarið 2016. Á síðustu tólf mánuðum hefur hún tryggt sér sinn sjötta heimsmeistaratitil og sinn áttunda og níunda bandaríska meistaratitil. Það er met í báðum keppnum.
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira