Er paprikan mín kvenkyns? Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. júlí 2024 21:00 Kynlífstækjaverslunareigandinn Gerður vill meina að kvenkyns paprikur séu safararíkastar en garðyrkjubóndinn Örn er á því að þær appelsínugulu séu bestar. Vísir/Sara Þegar fréttir bárust af kynjuðum skuldabréfum á dögunum veltu sumir fyrir sér hvað kæmi næst. Og hvað kom næst? Jú, kynjaðar paprikur. Eða hvað? Gerður Arinbjarnardóttir, betur þekkt sem Gerður í Blush, deildi uppskrift af girnilegu nautasalati á Instagram síðu sinni á dögunum. Uppskriftin vakti nokkra athygli, ekki síst fyrir þær sakir að Gerður tók sérstaklega fram að nota ætti rauða, kvenkyns papriku í salatið. Þær væru miklu safaríkari og sætari á bragðið. Athygli fréttamanns var vakin og ljóst að þarna var komið mál sem þarfnaðist rannsóknar. Við stutta leit á internetinu kom í ljós að fleiri höfðu velt upp spurningunni hvort paprikur væru yfirleitt kynjaðar og þá hvort munur væri á þeim. Fólk um allan heim hefur lengi velt fyrir sér stóru spurningunni um kyn eða kynhlutleysi paprikna.Vísir/Sara Sagan segir að karlkyns paprikur séu með þrjá hnúða en kvenkyns fjóra. Líkt og Gerður, halda einhverjir því fram að þær kvenkyns séu sætari og betri ferskar og í salat en karkyns henti betur í eldamennsku eða til að grilla. Mýtan kveðin i kút? Við ákváðum að fá sérfræðing til að útkljá málið, og engin var betur til þess fallinn en Óli Finnsson sem rekur garðyrkjustöðina Heiðmörk í Laugarási. Sölufélag garðyrkjumanna útnefndi Óla og Ingu Sigríði, konu hans, sem „ræktendur ársins“ 2023. Auk þess að rækta ýmsar tegundir af salati og grænmeti hafa þau sett fjölda nýjunga á markað eins og eldpipar, sætar paprikur og snakkpaprikur. Óli er þó hógværðin uppmáluð og kveðst ekki vera mesti sérfræðingur landsins um paprikur. „En eins og ég skil þetta og eins og fræðin segja eru paprikublómin tvíkynja,“ segir hann. „Semsagt, þau frjóvga sig sjálf. Þannig að aldinið sem myndast er bæði frá karli og konu á sömu plöntu. Þannig ég get ekki skilið hvernig ætti að vera til karlkyns eða kvenkyns paprika.“ Ein kenning er þannig að paprika með fjóra hnúða sé kvenkyns en karlkyns með þrjá.Vísir/Sigurjón Paprikur séu allskonar og hnúðarnir þýði ekkert sérstakt. Frekar ætti að velja papriku eftir litarafbrigðum. Óli mælir með appelsínugulum paprikum í sumarsalatið. „Eins mikið og Íslendingar vilja alltaf rauðar, þá eru þær ekki alltaf sætastar. Ef maður ætlaði að fara í sætustu, stóru, venjulegu paprikurnar þá væru það appelsínugular og svo rauðu. Gulu eru yfirleitt aðeins bragðminni. Svo eru þessar grænu sem eru náttúrulega bara óþroskaðar, ekki komnar með lit, þær væru þá þær sem þú notar í matseld eða á pizzuna og gefa aðeins beiskara bragð.“ Þrátt fyrir að Óli segist ekki vita allt um paprikur veit hann sennilega meira en flestir.Vísir/Sigurjón Þannig stutta svarið við spurningunni hvort paprikur geti verið karlkyns eða kvenkyns.. er nei? „Ég held ég geti sagt nei.“ Matur Samfélagsmiðlar Neytendur Grænmetisréttir Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Sjá meira
Gerður Arinbjarnardóttir, betur þekkt sem Gerður í Blush, deildi uppskrift af girnilegu nautasalati á Instagram síðu sinni á dögunum. Uppskriftin vakti nokkra athygli, ekki síst fyrir þær sakir að Gerður tók sérstaklega fram að nota ætti rauða, kvenkyns papriku í salatið. Þær væru miklu safaríkari og sætari á bragðið. Athygli fréttamanns var vakin og ljóst að þarna var komið mál sem þarfnaðist rannsóknar. Við stutta leit á internetinu kom í ljós að fleiri höfðu velt upp spurningunni hvort paprikur væru yfirleitt kynjaðar og þá hvort munur væri á þeim. Fólk um allan heim hefur lengi velt fyrir sér stóru spurningunni um kyn eða kynhlutleysi paprikna.Vísir/Sara Sagan segir að karlkyns paprikur séu með þrjá hnúða en kvenkyns fjóra. Líkt og Gerður, halda einhverjir því fram að þær kvenkyns séu sætari og betri ferskar og í salat en karkyns henti betur í eldamennsku eða til að grilla. Mýtan kveðin i kút? Við ákváðum að fá sérfræðing til að útkljá málið, og engin var betur til þess fallinn en Óli Finnsson sem rekur garðyrkjustöðina Heiðmörk í Laugarási. Sölufélag garðyrkjumanna útnefndi Óla og Ingu Sigríði, konu hans, sem „ræktendur ársins“ 2023. Auk þess að rækta ýmsar tegundir af salati og grænmeti hafa þau sett fjölda nýjunga á markað eins og eldpipar, sætar paprikur og snakkpaprikur. Óli er þó hógværðin uppmáluð og kveðst ekki vera mesti sérfræðingur landsins um paprikur. „En eins og ég skil þetta og eins og fræðin segja eru paprikublómin tvíkynja,“ segir hann. „Semsagt, þau frjóvga sig sjálf. Þannig að aldinið sem myndast er bæði frá karli og konu á sömu plöntu. Þannig ég get ekki skilið hvernig ætti að vera til karlkyns eða kvenkyns paprika.“ Ein kenning er þannig að paprika með fjóra hnúða sé kvenkyns en karlkyns með þrjá.Vísir/Sigurjón Paprikur séu allskonar og hnúðarnir þýði ekkert sérstakt. Frekar ætti að velja papriku eftir litarafbrigðum. Óli mælir með appelsínugulum paprikum í sumarsalatið. „Eins mikið og Íslendingar vilja alltaf rauðar, þá eru þær ekki alltaf sætastar. Ef maður ætlaði að fara í sætustu, stóru, venjulegu paprikurnar þá væru það appelsínugular og svo rauðu. Gulu eru yfirleitt aðeins bragðminni. Svo eru þessar grænu sem eru náttúrulega bara óþroskaðar, ekki komnar með lit, þær væru þá þær sem þú notar í matseld eða á pizzuna og gefa aðeins beiskara bragð.“ Þrátt fyrir að Óli segist ekki vita allt um paprikur veit hann sennilega meira en flestir.Vísir/Sigurjón Þannig stutta svarið við spurningunni hvort paprikur geti verið karlkyns eða kvenkyns.. er nei? „Ég held ég geti sagt nei.“
Matur Samfélagsmiðlar Neytendur Grænmetisréttir Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Sjá meira