Þúsundir ferðamanna á dag streyma til Ísafjarðar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. júlí 2024 13:21 Samstarf hafnarinnar og ferðaþjónustufyrirtækja gerir þeim kleift að bjóða hátt í sjö þúsund erlendum ferðamönnum í bæinn á dag. Vísir/Vilhelm Stöðugur straumur ferðamanna er til Ísafjarðar á hverjum degi með skemmtiferðaskipum. Í hverri viku yfir sumartímann koma þúsundir til bæjarins og á morgun er búist við því að sjö þúsund manns leggi land undir fót á eyrinni. Hilmar Kristjánsson Lyngmo, hafnarstjóri Ísafjarðarhafnar, segir verslanir og þjónustuaðila þó sleppa vel á morgun. Það hafi stefnt í að níu þúsund manns kæmu sem hefði svoleiðis kaffært bæinn sem um 3400 manns eiga heima í. „Við vorum hræddir við þennan níu þúsund manna dag af því að ferðaþjónarnir voru búnir að segja að þeir réðu ekkert við þetta. En þetta er bókað með þriggja ára fyrirvara og maður er búinn að vera að reyna síðan í desember að vinda ofan af þessu og fá einhverja til að færa sig og það gekk loksins upp,“ segir Hilmar. Annasamasta vika sumarsins fram undan Hann segir vikuna fram undan vera með annasömustu vikum sumarsins. Tæplega fimm þúsund manns hafi komið í höfn á laugardaginn. „Það var hérna á laugardaginn fjögur þúsund og fimm hundruð manns hérna. Maður varð var við fólk á göngu en það var ekkert kraðak eða neitt svoleiðis. Hellingur af þeim var í einhverjum ferðum en þetta eru þungir dagar sem maður veit að eru fyrirliggjandi,“ segir Hilmar en mörg fyrirtæki á svæðinu bjóða upp á dagsferðir á rútu eða báti. Hilmar Kristjánsson Lyngmo hefur verið hafnarstjóri á Ísafirði frá árinu 2022.Ísafjarðarbær Hilmar segir samráð milli hafnar og þjónustuaðila vera umfangsmikið og að það skipti sköpum. Bæjarstjórn í Ísafjarðarbæ hafi einnig nýlega sett á hámarksfjölda á daglegt magn ferðamanna með skemmtiferðaskipum og miðað verður við sjö þúsund manns á dag við bókanir næstu ár. „Það voru haldnir samráðsfundir í vor með höfninni og fyrirtækjum við höfnina og þessum ferðaþjónustuaðilum. Svo tökum við annan fund í haust þar sem við förum yfir sumarið og hvernig hefur gengið og hvað má betur fara. Ég held að það sé gott þannig að fólk tali saman og viti hvað er í gangi,“ segir Hilmar. Ferðaþjónustan ráði alveg við fjöldann Stígur Berg, eigandi og framkvæmdastjóri Sjóferða, er himinlifandi með farþegaflauminn og segir fjöldann ekki valda neinum vandræðum. „Bara ég og mitt fyrirtæki getum flutt hátt í þúsund manns á dag og við erum ekki einu sinni stærsta ferðaþjónustufyrirtækið. Rúturnar geta ábyggilega tekið þúsund manns og svo er fullt af öðrum afþreyingarfyrirtækjum hérna,“ segir hann. Stígur er eigandi Sjóferða og býður ferðamönnum upp á ferðir um Ísafjarðardjúp og Hornstrandir.Sjóferðir „Það er þetta sem veldur því að þjónustustigið hérna í bænum er hátt og við búum að betri skipakosti út af öllum bátunum,“ segir Stígur. Hann segist hafa orðið var við neikvæðnisraddir um magn ferðamanna en að sá hópur finni sér alltaf eitthvað til að rövla yfir. „Það er verið að halda vel utan um þetta og þeir eru búnir að setja reglur um fjöldatakmarkanir og þegar það eru stórir dagar eru þeir með vistgötu í bænum og svona. Ef fólk þolir ekki mikið af fólki fjóra daga á ári þá þarf fólk bara að búa á einhverju eyðibýli,“ segir Stígur. Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Hilmar Kristjánsson Lyngmo, hafnarstjóri Ísafjarðarhafnar, segir verslanir og þjónustuaðila þó sleppa vel á morgun. Það hafi stefnt í að níu þúsund manns kæmu sem hefði svoleiðis kaffært bæinn sem um 3400 manns eiga heima í. „Við vorum hræddir við þennan níu þúsund manna dag af því að ferðaþjónarnir voru búnir að segja að þeir réðu ekkert við þetta. En þetta er bókað með þriggja ára fyrirvara og maður er búinn að vera að reyna síðan í desember að vinda ofan af þessu og fá einhverja til að færa sig og það gekk loksins upp,“ segir Hilmar. Annasamasta vika sumarsins fram undan Hann segir vikuna fram undan vera með annasömustu vikum sumarsins. Tæplega fimm þúsund manns hafi komið í höfn á laugardaginn. „Það var hérna á laugardaginn fjögur þúsund og fimm hundruð manns hérna. Maður varð var við fólk á göngu en það var ekkert kraðak eða neitt svoleiðis. Hellingur af þeim var í einhverjum ferðum en þetta eru þungir dagar sem maður veit að eru fyrirliggjandi,“ segir Hilmar en mörg fyrirtæki á svæðinu bjóða upp á dagsferðir á rútu eða báti. Hilmar Kristjánsson Lyngmo hefur verið hafnarstjóri á Ísafirði frá árinu 2022.Ísafjarðarbær Hilmar segir samráð milli hafnar og þjónustuaðila vera umfangsmikið og að það skipti sköpum. Bæjarstjórn í Ísafjarðarbæ hafi einnig nýlega sett á hámarksfjölda á daglegt magn ferðamanna með skemmtiferðaskipum og miðað verður við sjö þúsund manns á dag við bókanir næstu ár. „Það voru haldnir samráðsfundir í vor með höfninni og fyrirtækjum við höfnina og þessum ferðaþjónustuaðilum. Svo tökum við annan fund í haust þar sem við förum yfir sumarið og hvernig hefur gengið og hvað má betur fara. Ég held að það sé gott þannig að fólk tali saman og viti hvað er í gangi,“ segir Hilmar. Ferðaþjónustan ráði alveg við fjöldann Stígur Berg, eigandi og framkvæmdastjóri Sjóferða, er himinlifandi með farþegaflauminn og segir fjöldann ekki valda neinum vandræðum. „Bara ég og mitt fyrirtæki getum flutt hátt í þúsund manns á dag og við erum ekki einu sinni stærsta ferðaþjónustufyrirtækið. Rúturnar geta ábyggilega tekið þúsund manns og svo er fullt af öðrum afþreyingarfyrirtækjum hérna,“ segir hann. Stígur er eigandi Sjóferða og býður ferðamönnum upp á ferðir um Ísafjarðardjúp og Hornstrandir.Sjóferðir „Það er þetta sem veldur því að þjónustustigið hérna í bænum er hátt og við búum að betri skipakosti út af öllum bátunum,“ segir Stígur. Hann segist hafa orðið var við neikvæðnisraddir um magn ferðamanna en að sá hópur finni sér alltaf eitthvað til að rövla yfir. „Það er verið að halda vel utan um þetta og þeir eru búnir að setja reglur um fjöldatakmarkanir og þegar það eru stórir dagar eru þeir með vistgötu í bænum og svona. Ef fólk þolir ekki mikið af fólki fjóra daga á ári þá þarf fólk bara að búa á einhverju eyðibýli,“ segir Stígur.
Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira