Sauðfé fækkar og framtíðarhorfur óljósar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júlí 2024 12:00 Eyjólfur Ingvi Bjarnason. Vísir/Arnar Formaður sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands segir fækkun sauðfjár á milli ára vera viðvarandi þróun. Margir þættir skýri fækkunina, en framhaldið sé afar óljóst. Samkvæmt tölum Hagstofunnar fækkaði sauðfé um þrjú prósent hér á landi á síðasta ári, úr rúmlega 365 þúsund árið 2022 niður í tæplega 355 þúsund. Fullorðnum ám fækkaði um fjögur prósent. Formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands segi fækkunina afleiðingu af því þegar afurðaverð féll árið 2017. „Og verð til bænda lækkaði mikið. Það hefur hækkað frá þeim tíma en á sama tíma, ofan í verðlækkunina, kom samdráttur í neyslu vegna Covid og svo gríðarlegar verðhækkanir. Þannig að framleiðslukostnaður hefur hækkað á móti,“ segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður sauðfjárbænda hjá Bændasamtökunum. Þá hafi margir sauðfjárbændur dregið saman eða hætt starfsemi. „Og það eru ekki yngri aðilar að taka við, einfaldlega vegna þess að vaxtastigið er þannig í landinu að menn hafa ekki fjárhagslega burði til þess að taka við sauðfjárbúi í rekstri.“ Riðuveiki hafi einnig haft sitt að segja. „Það hafa verið skornar niður margar stórar hjarðir á undanförnum fimm árum. En það horfir nú til betri vegar með breyttri nálgun í baráttunni við riðuveiki á Íslandi.“ Eyjólfur segir erfitt að segja til um hvort þróuninni verði við snúið. „Eins og staðan er núna í dag, 1. júlí 2024, þá vitum við ekkert hver áhrifin af vonda veðrinu fyrstu vikuna í júní verða. Ég veit að það varð tjón á fé víða norðanlands og staðan er ekkert góð þar á sumum stöðum. Það verður eiginlega bara að koma í ljós í haust hvað verður,“ segir Eyjólfur. Dýr Landbúnaður Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Samkvæmt tölum Hagstofunnar fækkaði sauðfé um þrjú prósent hér á landi á síðasta ári, úr rúmlega 365 þúsund árið 2022 niður í tæplega 355 þúsund. Fullorðnum ám fækkaði um fjögur prósent. Formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands segi fækkunina afleiðingu af því þegar afurðaverð féll árið 2017. „Og verð til bænda lækkaði mikið. Það hefur hækkað frá þeim tíma en á sama tíma, ofan í verðlækkunina, kom samdráttur í neyslu vegna Covid og svo gríðarlegar verðhækkanir. Þannig að framleiðslukostnaður hefur hækkað á móti,“ segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður sauðfjárbænda hjá Bændasamtökunum. Þá hafi margir sauðfjárbændur dregið saman eða hætt starfsemi. „Og það eru ekki yngri aðilar að taka við, einfaldlega vegna þess að vaxtastigið er þannig í landinu að menn hafa ekki fjárhagslega burði til þess að taka við sauðfjárbúi í rekstri.“ Riðuveiki hafi einnig haft sitt að segja. „Það hafa verið skornar niður margar stórar hjarðir á undanförnum fimm árum. En það horfir nú til betri vegar með breyttri nálgun í baráttunni við riðuveiki á Íslandi.“ Eyjólfur segir erfitt að segja til um hvort þróuninni verði við snúið. „Eins og staðan er núna í dag, 1. júlí 2024, þá vitum við ekkert hver áhrifin af vonda veðrinu fyrstu vikuna í júní verða. Ég veit að það varð tjón á fé víða norðanlands og staðan er ekkert góð þar á sumum stöðum. Það verður eiginlega bara að koma í ljós í haust hvað verður,“ segir Eyjólfur.
Dýr Landbúnaður Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira