Skilur við Jamaíka í góðu og telur liðið á betri stað nú en þegar hann tók við Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2024 11:31 Heimir á hliðarlínunni. Omar Vega/Getty Images Heimir Hallgrímsson hefur látið af störfum sem þjálfari karlalandsliðs Jamaíka í knattspyrnu. Hann vill horfa á það jákvæða sem liðið hefur áorkað undir hans stjórn ásamt því að sjá liðið vaxa og dafna þegar fram líða stundir. Í löngu kveðjumyndbandi fer Heimir yfir víðan völl. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni en það er á ensku og ótextað. Þar fer hann yfir árangurinn sem liðið hefur náð, hvernig leikmannahópurinn hefur staðið saman og hversu fagmannlegt umhverfið er orðið. „Ég ætla að einblína á það jákvæða á þessari vegferð. Fyrst og fremst úrslitin, að ná í úrslit í Mexíkó og Kanada, brons í Þjóðadeildinni, undanúrslit í Gullbikarnum og að komast í Suður-Ameríkukeppnina. Mikið af jákvæðum úrslitum inn á vellinum,“ sagði Heimir og hélt áfram. „Að mínu mati er það jákvæðasta þó að leikmannahópurinn er mun heilbrigðari en hann hefur áður verið. Gæðastimpillinn er hærri, leikmenn taka meiri ábyrgð en áður, leikmenn hugsa frekar um liðið en sjálfa sig og fyrir það eiga þeir mikið hrós skilið.“ „Þegar ég tók við var mér sagt að það væri ekki samheldni í hópnum, að það væru tveir til þrír hópar í leikmannahópnum sem gætu ekki unnið saman. Í dag talar enginn um þetta. Leikmenn eiga allt hrós skilið fyrir hegðun sína í landsliðsverkefnum, það er heiður að hafa unnið með þeim.“ „Við erum mun ofar á heimslistanum og það mun hjálpa Jamaíka í framtíðinni. Við skiljum eftir mikið af gögnum svo næsti þjálfari þarf ekki að byrja frá grunni. Hvort hann vilji nota það er svo undir honum komið en ég hef gefið Knattspyrnusambandi Jamaíka (JFF) öll þau gögn sem við höfum sankað að okkur. Við skiljum eftir okkur mun jákvæðara umhverfi en þegar við tókum við.“ Í lokin segir Heimir að viðskilnaðurinn sé á jákvæðum og kristilegum nótum. „Við kveðjumst sem vinir, það eru engin illindi milli neins og þannig vil ég skilja við verkefnið. Þetta var mikilvægt verkefni fyrir mig, ég hef lagt mikinn tíma, ást og vinnu í þetta verkefni og ég myndi elska að sjá það vaxa og dafna.“ Heimir tók við Jamaíka árið 2022 en frá 2018 til 2021 þjálfaði hann Al Arabi í Katar. Þar áður gerði hann frábæra hluti með íslenska landsliðið. Fótbolti Copa América Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Sjá meira
Í löngu kveðjumyndbandi fer Heimir yfir víðan völl. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni en það er á ensku og ótextað. Þar fer hann yfir árangurinn sem liðið hefur náð, hvernig leikmannahópurinn hefur staðið saman og hversu fagmannlegt umhverfið er orðið. „Ég ætla að einblína á það jákvæða á þessari vegferð. Fyrst og fremst úrslitin, að ná í úrslit í Mexíkó og Kanada, brons í Þjóðadeildinni, undanúrslit í Gullbikarnum og að komast í Suður-Ameríkukeppnina. Mikið af jákvæðum úrslitum inn á vellinum,“ sagði Heimir og hélt áfram. „Að mínu mati er það jákvæðasta þó að leikmannahópurinn er mun heilbrigðari en hann hefur áður verið. Gæðastimpillinn er hærri, leikmenn taka meiri ábyrgð en áður, leikmenn hugsa frekar um liðið en sjálfa sig og fyrir það eiga þeir mikið hrós skilið.“ „Þegar ég tók við var mér sagt að það væri ekki samheldni í hópnum, að það væru tveir til þrír hópar í leikmannahópnum sem gætu ekki unnið saman. Í dag talar enginn um þetta. Leikmenn eiga allt hrós skilið fyrir hegðun sína í landsliðsverkefnum, það er heiður að hafa unnið með þeim.“ „Við erum mun ofar á heimslistanum og það mun hjálpa Jamaíka í framtíðinni. Við skiljum eftir mikið af gögnum svo næsti þjálfari þarf ekki að byrja frá grunni. Hvort hann vilji nota það er svo undir honum komið en ég hef gefið Knattspyrnusambandi Jamaíka (JFF) öll þau gögn sem við höfum sankað að okkur. Við skiljum eftir okkur mun jákvæðara umhverfi en þegar við tókum við.“ Í lokin segir Heimir að viðskilnaðurinn sé á jákvæðum og kristilegum nótum. „Við kveðjumst sem vinir, það eru engin illindi milli neins og þannig vil ég skilja við verkefnið. Þetta var mikilvægt verkefni fyrir mig, ég hef lagt mikinn tíma, ást og vinnu í þetta verkefni og ég myndi elska að sjá það vaxa og dafna.“ Heimir tók við Jamaíka árið 2022 en frá 2018 til 2021 þjálfaði hann Al Arabi í Katar. Þar áður gerði hann frábæra hluti með íslenska landsliðið.
Fótbolti Copa América Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki