Hundsbitum fari fjölgandi Bjarki Sigurðsson skrifar 30. júní 2024 21:01 Þorkell Heiðarsson er deildarstjóri Dýraþjónustu Reykjavíkur. Vísir/Ívar Fannar Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir málum þar sem hundar bíta fólk og önnur dýr fara fjölgandi. Hann hefur áhyggjur af því hversu margir trassa að skrá hunda hjá sveitarfélögum. Á síðustu vikum hafa tvö mál vakið mikla athygli þar sem hundar hafa ráðist á fólk og önnur dýr. Í öðru þeirra eru veiðihundar taldir hafa banað ketti og í hinu réðst hundur á tvo einstaklinga í fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Í báðum málum voru dýrin færð í vörslu Dýraþjónustu Reykjavíkur. Kemur í bylgjum Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Dýraþjónustunnar, segir svona atvikum fjölga yfir sumartímann. Þá rati alls ekki öll mál í fjölmiðla. „Okkur finnst þau svona hægt og bítandi vera að aukast, fjöldi þeirra. Ekki í neinum svona sköflum en þetta kemur samt sem áður í bylgjum,“ segir Þorkell. Mismunandi ástæður eru fyrir því að hundar gerist svona árásargjarnir. „Varðandi bit á fólki, þá erum við að sjá mál sem eru annars vegar þannig að maður hefur kannski ákveðinn skilning á aðstæðum, það eru aðstæður sem koma upp sem eru þannig að hundurinn missir stjórn á sér. Eða er undir miklu áreiti, álagi eða slíku. Við höfum séð slík mál. En svo auðvitað koma upp mál þar sem, að því er virðist, eru tilefnislaus bit á fólki. Það eru kannski þau mál sem við höfum mestar áhyggjur af og lítum alvarlegustu augum,“ segir Þorkell. Of fáir skrá hundana sína Hann hefur áhyggjur af því hversu fáir skrá hundinn sinn hjá sveitarfélögunum. Valdi skráður hundur tjóni eru eigendurnir tryggðir en ekki sé hann óskráður. Tæplega þrjú þúsund hundar eru skráðir í Reykjavík en raunverulegur fjöldi er talinn um tíu þúsund. „Við vitum að fólk er mjög oft duglegt að kaupa tryggingar fyrir hundana sína, það er að segja sjúkdómatryggingar og annað slíkt. En það eru ekki tryggingar sem tryggja almenning gagnvart mögulegu tjóni af hundi. Þetta lítum við á sem hefðbundið almannaheillamál sem sé mjög mikilvægt að taka föstum tökum,“ segir Þorkell. Hundar Gæludýr Reykjavík Dýr Tryggingar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Á síðustu vikum hafa tvö mál vakið mikla athygli þar sem hundar hafa ráðist á fólk og önnur dýr. Í öðru þeirra eru veiðihundar taldir hafa banað ketti og í hinu réðst hundur á tvo einstaklinga í fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Í báðum málum voru dýrin færð í vörslu Dýraþjónustu Reykjavíkur. Kemur í bylgjum Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Dýraþjónustunnar, segir svona atvikum fjölga yfir sumartímann. Þá rati alls ekki öll mál í fjölmiðla. „Okkur finnst þau svona hægt og bítandi vera að aukast, fjöldi þeirra. Ekki í neinum svona sköflum en þetta kemur samt sem áður í bylgjum,“ segir Þorkell. Mismunandi ástæður eru fyrir því að hundar gerist svona árásargjarnir. „Varðandi bit á fólki, þá erum við að sjá mál sem eru annars vegar þannig að maður hefur kannski ákveðinn skilning á aðstæðum, það eru aðstæður sem koma upp sem eru þannig að hundurinn missir stjórn á sér. Eða er undir miklu áreiti, álagi eða slíku. Við höfum séð slík mál. En svo auðvitað koma upp mál þar sem, að því er virðist, eru tilefnislaus bit á fólki. Það eru kannski þau mál sem við höfum mestar áhyggjur af og lítum alvarlegustu augum,“ segir Þorkell. Of fáir skrá hundana sína Hann hefur áhyggjur af því hversu fáir skrá hundinn sinn hjá sveitarfélögunum. Valdi skráður hundur tjóni eru eigendurnir tryggðir en ekki sé hann óskráður. Tæplega þrjú þúsund hundar eru skráðir í Reykjavík en raunverulegur fjöldi er talinn um tíu þúsund. „Við vitum að fólk er mjög oft duglegt að kaupa tryggingar fyrir hundana sína, það er að segja sjúkdómatryggingar og annað slíkt. En það eru ekki tryggingar sem tryggja almenning gagnvart mögulegu tjóni af hundi. Þetta lítum við á sem hefðbundið almannaheillamál sem sé mjög mikilvægt að taka föstum tökum,“ segir Þorkell.
Hundar Gæludýr Reykjavík Dýr Tryggingar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira