Úr samkeppni í einokun? Sigríður Margrét Oddsdóttir og Anna Hrefna Ingimundarsdóttir skrifa 29. júní 2024 14:31 Íslendingar reiða sig á trausta vöruflutninga um sjó umfram flest önnur ríki. Í krafti skilvirkra og hagkvæmra sjóflutninga búa landsmenn við breitt vöruúrval og virka verðsamkeppni. Skilvirkir flutningar eru einnig lífæð íslenskra útflytjenda sem skapa þær gjaldeyristekjur sem gera okkur kleift að stunda innflutning. Það er því óneitanlega mikið hagsmunamál fyrir íslenskt atvinnulíf, og ekki síður almenning, að virk samkeppni ríki í vöruflutningum og þeirri hafnarþjónustu sem þeim fylgir. Án samkeppni hækkar verð og þjónusta versnar. Það vakti því athygli að niðurstaða skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Drewry, sem unnin var fyrir Faxaflóahafnir um þróun Sundahafnar til framtíðar, fæli í sér að horfið yrði frá núverandi fyrirkomulagi samkeppni yfir í einokunarrekstur. Faxaflóahafnir, sem eru sameignarfélag í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar, hafa metnað til þess að þróa starfsemi sína með það að yfirlýstu markmiði að; hámarka samkeppnishæfni og framleiðni gámastarfsemi við Sundahöfn, besta nýtingu opinbers fjármagns og lands ásamt því að skapa virði fyrir samfélagið og haghafa Faxaflóahafna. Þetta eru verðug markmið. Kjósi stjórn og stjórnendur Faxaflóahafna að ráðast í breytingar á hafnarstarfseminni er mikilvægt að þær þjóni þessum markmiðum. Samkvæmt niðurstöðum skýrslu Portwise, sem unnin var fyrir Eimskip, myndi einokunarstarfsemi í hafnarþjónustu síst vera til þess fallin. Breytingar eiga aldrei að verða breytinganna vegna. Áður en ráðist er í umbyltingu á hafnarstarfsemi, sem leikur lykilhlutverk í íslensku samfélagi, þarf að vera hafið yfir allan vafa að breytingarnar þjóni tilgangi sínum og skili íslensku atvinnulífi og almenningi ávinningi í formi lægra verðs og betri þjónustu. Efast má verulega um að umbreyting starfseminnar úr samkeppni yfir í einokun skili slíkum ávinningi. Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsis og Anna Hrefna Ingimundarsdóttir er aðstoðarframkvæmdastjóri og forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Margrét Oddsdóttir Anna Hrefna Ingimundardóttir Samkeppnismál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Íslendingar reiða sig á trausta vöruflutninga um sjó umfram flest önnur ríki. Í krafti skilvirkra og hagkvæmra sjóflutninga búa landsmenn við breitt vöruúrval og virka verðsamkeppni. Skilvirkir flutningar eru einnig lífæð íslenskra útflytjenda sem skapa þær gjaldeyristekjur sem gera okkur kleift að stunda innflutning. Það er því óneitanlega mikið hagsmunamál fyrir íslenskt atvinnulíf, og ekki síður almenning, að virk samkeppni ríki í vöruflutningum og þeirri hafnarþjónustu sem þeim fylgir. Án samkeppni hækkar verð og þjónusta versnar. Það vakti því athygli að niðurstaða skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Drewry, sem unnin var fyrir Faxaflóahafnir um þróun Sundahafnar til framtíðar, fæli í sér að horfið yrði frá núverandi fyrirkomulagi samkeppni yfir í einokunarrekstur. Faxaflóahafnir, sem eru sameignarfélag í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar, hafa metnað til þess að þróa starfsemi sína með það að yfirlýstu markmiði að; hámarka samkeppnishæfni og framleiðni gámastarfsemi við Sundahöfn, besta nýtingu opinbers fjármagns og lands ásamt því að skapa virði fyrir samfélagið og haghafa Faxaflóahafna. Þetta eru verðug markmið. Kjósi stjórn og stjórnendur Faxaflóahafna að ráðast í breytingar á hafnarstarfseminni er mikilvægt að þær þjóni þessum markmiðum. Samkvæmt niðurstöðum skýrslu Portwise, sem unnin var fyrir Eimskip, myndi einokunarstarfsemi í hafnarþjónustu síst vera til þess fallin. Breytingar eiga aldrei að verða breytinganna vegna. Áður en ráðist er í umbyltingu á hafnarstarfsemi, sem leikur lykilhlutverk í íslensku samfélagi, þarf að vera hafið yfir allan vafa að breytingarnar þjóni tilgangi sínum og skili íslensku atvinnulífi og almenningi ávinningi í formi lægra verðs og betri þjónustu. Efast má verulega um að umbreyting starfseminnar úr samkeppni yfir í einokun skili slíkum ávinningi. Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsis og Anna Hrefna Ingimundarsdóttir er aðstoðarframkvæmdastjóri og forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun