Mossack og Fonseca heitinn sýknaðir Árni Sæberg skrifar 29. júní 2024 09:19 Jurgen Mossack getur enn um frjálst höfuð strokið. Það getur félagi hans Ramon Fonseca hins vegar ekki gert, hann er dáinn. EPA/ALEJANDRO BOLIVAR Allir 28 sakborningar í peningaþvættismáli sem tengist Panamaskjölunum hafa verið sýknaðir. Þeirra á meðal eru þeir Jurgen Mossack og Ramón Fonseca Mora, eigendur lögmannstofunnar alræmdu Mossack Fonseca. Fonseca lést í maí síðastliðnum. Réttarhöld hófust í málinu fyrir dómi í Panama í apríl síðastliðnum, átta árum eftir að um ellefu milljónir skjala með fjárhagsupplýsingum ríkra og valdamikilla einstaklinga víðs vegar að úr heiminum vörpuðu ljósi á hvernig þeir komu eignum undan yfirvöldum heima fyrir í aflandsfélögum í skattaparadísum eins og Panama og Jómfrúareyjum. Skjölin voru upprunin á lögmannstofu þeirra Mossacks og Fonseca. Málið olli talsverðum usla víða um heim, allra síst hér á landi. Ríkisstjórn Íslands féll eftir að í ljós kom að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, og kona hans hefðu átt alflandsfélagið Wintris á eyjunni Tortóla á Bresku Jómfrúareyjum, sem Mossack Fonseca útvegaði. Viðtal sem Sigmundur Davíð gekk út úr eftir að hann var spurður út í félagið fór víða. Neitaði sök fram í rauðan dauðann Í frétt breska ríkisútvarpsins um málið segir að þeir Mossack og Fonseca hafi neitað sök í málinu. Þeim hafi verið gefið að sök að hafa, ásamt 26 fulltrúum, lögmönnum og starfsmönnum lögmannsstofunnar, stofnað skúffufyrirtæki í Panama sem þvættuðu fjármuni úr gríðarlegu umfangsmiklu spillingarmáli í Brasilíu sem hefur verið kennt við bílaþvott og skekið þarlend stjórnmál um árabil. Ákæruvaldið í Panama fór fram á tólf ára fangelsisdóm yfir sakborningunum. Fonseca hélt því staðfastlega fram að lögmannstofan hafi ekki haft neitt um það að segja hvernig skjólstæðingar hennar notuðu aflandsfélögin sem hún stofnaði fyrir þá. Þeir Mossack voru sýknaðir í öðru skyldu peningaþvættismáli árið 2022. Fonseca entist ekki aldur til þess að verða sýknaður en hann lést á sjúkrahúsi í Panama í maí síðastliðnum. Sönnunargagna ekki aflað með réttum hætti Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að dómari í réttarhöldunum, sem hafi tekið 85 klukkustundir í það heila, hafi metið það svo að sönnunargagna í málinu hafi ekki verið aflað í samræmi við panamísk réttarfarslög. Því voru allir sakborningar málsins sýknaðir. Panama-skjölin Panama Skattar og tollar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Réttarhöld hófust í málinu fyrir dómi í Panama í apríl síðastliðnum, átta árum eftir að um ellefu milljónir skjala með fjárhagsupplýsingum ríkra og valdamikilla einstaklinga víðs vegar að úr heiminum vörpuðu ljósi á hvernig þeir komu eignum undan yfirvöldum heima fyrir í aflandsfélögum í skattaparadísum eins og Panama og Jómfrúareyjum. Skjölin voru upprunin á lögmannstofu þeirra Mossacks og Fonseca. Málið olli talsverðum usla víða um heim, allra síst hér á landi. Ríkisstjórn Íslands féll eftir að í ljós kom að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, og kona hans hefðu átt alflandsfélagið Wintris á eyjunni Tortóla á Bresku Jómfrúareyjum, sem Mossack Fonseca útvegaði. Viðtal sem Sigmundur Davíð gekk út úr eftir að hann var spurður út í félagið fór víða. Neitaði sök fram í rauðan dauðann Í frétt breska ríkisútvarpsins um málið segir að þeir Mossack og Fonseca hafi neitað sök í málinu. Þeim hafi verið gefið að sök að hafa, ásamt 26 fulltrúum, lögmönnum og starfsmönnum lögmannsstofunnar, stofnað skúffufyrirtæki í Panama sem þvættuðu fjármuni úr gríðarlegu umfangsmiklu spillingarmáli í Brasilíu sem hefur verið kennt við bílaþvott og skekið þarlend stjórnmál um árabil. Ákæruvaldið í Panama fór fram á tólf ára fangelsisdóm yfir sakborningunum. Fonseca hélt því staðfastlega fram að lögmannstofan hafi ekki haft neitt um það að segja hvernig skjólstæðingar hennar notuðu aflandsfélögin sem hún stofnaði fyrir þá. Þeir Mossack voru sýknaðir í öðru skyldu peningaþvættismáli árið 2022. Fonseca entist ekki aldur til þess að verða sýknaður en hann lést á sjúkrahúsi í Panama í maí síðastliðnum. Sönnunargagna ekki aflað með réttum hætti Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að dómari í réttarhöldunum, sem hafi tekið 85 klukkustundir í það heila, hafi metið það svo að sönnunargagna í málinu hafi ekki verið aflað í samræmi við panamísk réttarfarslög. Því voru allir sakborningar málsins sýknaðir.
Panama-skjölin Panama Skattar og tollar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira