Rabarabarahátíð í gamla bænum á Blönduósi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. júní 2024 12:15 Hátíðin fer fram í gamla bænum á Blönuósi þar sem allir eru velkomnir til að taka þátt í dagskrá dagsins. Eitthvað verður fyrir alla, allt frá gömlum útileikjum sem er yngstu kynslóðunum framandi upp í vinnusmiðjur um jurtalitun með rabarbara. Ýmislegt ljúffengt úr rabarbara verður kynnt, þá verður uppskriftakeppni, söguganga, sultugerð, draugaganga, fróðleikur um sögu og nýtingu rabarabara, listasmiðja, listasýning og margt fleira. Mynd úr safni Rabarabarahátíð fer fram í gamla bænum á Blönduósi í dag þar sem rabbabarinn verður í aðalhlutverk. Þá verður draugaganga líka í boði, sem endar við kirkjuna í kvöld, auk fuglaskoðunar svo eitthvað sé nefnt. Það eru nokkrar bæjarhátíðir um helgina og ein þeirra er á Blönduósi, rabarbarahátíðin 2024, sem fjórir vaskir einstaklingar á staðnum eiga heiðurinn af. Björk Bjarnadóttir, umhverfisþjóðfræðingur, er ein af skipuleggjendum dagsins. „Hátíðin byrjaði núna klukkan 12:00 í Krúttinu í gamla bænum. Þá gat fólk farið að koma inn með rétti til að taka þátt í uppskriftarkeppni og þá biðjum við fólk að koma með dásemd í dós eða krukki eða flösku eða diski og svo dularfulla dásemd. Og allar eiga þessar dásemdir að innihalda rabarbara á einn eða annan hátt,“ segir Björk. Elfa Þöll Grétarsdóttir, til vinstri og Björk Bjarnadóttir, sem eru klárar í daginn.Aðsend Björk segir ótrúlega mikið um rabbabaragarða í gamla bænum á Blönduósi og því tilvalið að halda rabarbarahátíð. Þó er þó margt annað í gangi í dag í bæjarfélaginu eins og listasmiðja fyrir börn, söguganga, fuglaskoðun og Draugaganga með Björk í kvöld. En aftur að rabarbaranum. Björk segir ótrúlega mikið um rabbabaragarða í gamla bænum á Blönduósi og því tilvalið að halda rabarbarahátíð.Aðsend „Við erum mjög heilluð af rabarbaranum en þeir sem ekki vita þá nam hann land hér sirka 1850 til 1880 á Íslandi, en hann kemur fyrst til Íslands í gegnum Nesstofu, þá sem lækningajurt en þá var það rótin og hann var einn af dýrustu lækningajurtum í heimi,“ segir Björk. Og þetta sagði Björk að lokum. „Ég vil bara segja, allir velkomnir, bæði börn og fullorðnir á hátíðina, það er eitthvað fyrir alla og síðan er hægt að fræðast svo ótrúlega mikið um forna og nýja þekkingu um rabarbarann, þannig að við bjóðum alla velkomna að koma“. Hér má sjá upplýsingar um hátíð dagsins.Aðsend Facebooksíða hátíðarinnar Húnabyggð Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira
Það eru nokkrar bæjarhátíðir um helgina og ein þeirra er á Blönduósi, rabarbarahátíðin 2024, sem fjórir vaskir einstaklingar á staðnum eiga heiðurinn af. Björk Bjarnadóttir, umhverfisþjóðfræðingur, er ein af skipuleggjendum dagsins. „Hátíðin byrjaði núna klukkan 12:00 í Krúttinu í gamla bænum. Þá gat fólk farið að koma inn með rétti til að taka þátt í uppskriftarkeppni og þá biðjum við fólk að koma með dásemd í dós eða krukki eða flösku eða diski og svo dularfulla dásemd. Og allar eiga þessar dásemdir að innihalda rabarbara á einn eða annan hátt,“ segir Björk. Elfa Þöll Grétarsdóttir, til vinstri og Björk Bjarnadóttir, sem eru klárar í daginn.Aðsend Björk segir ótrúlega mikið um rabbabaragarða í gamla bænum á Blönduósi og því tilvalið að halda rabarbarahátíð. Þó er þó margt annað í gangi í dag í bæjarfélaginu eins og listasmiðja fyrir börn, söguganga, fuglaskoðun og Draugaganga með Björk í kvöld. En aftur að rabarbaranum. Björk segir ótrúlega mikið um rabbabaragarða í gamla bænum á Blönduósi og því tilvalið að halda rabarbarahátíð.Aðsend „Við erum mjög heilluð af rabarbaranum en þeir sem ekki vita þá nam hann land hér sirka 1850 til 1880 á Íslandi, en hann kemur fyrst til Íslands í gegnum Nesstofu, þá sem lækningajurt en þá var það rótin og hann var einn af dýrustu lækningajurtum í heimi,“ segir Björk. Og þetta sagði Björk að lokum. „Ég vil bara segja, allir velkomnir, bæði börn og fullorðnir á hátíðina, það er eitthvað fyrir alla og síðan er hægt að fræðast svo ótrúlega mikið um forna og nýja þekkingu um rabarbarann, þannig að við bjóðum alla velkomna að koma“. Hér má sjá upplýsingar um hátíð dagsins.Aðsend Facebooksíða hátíðarinnar
Húnabyggð Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira