Áskorun ÖBÍ og Þroskahjálpar til ráðherra og þingmanna Alma Ýr Ingólfsdóttir og Unnur Helga Óttarsdóttir skrifa 28. júní 2024 16:31 Við, Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka, og Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálp, höfum sent öllum ráðherrum og þingmönnum áskorun vegna niðurstöðu úrskurðar um brottflutning Yazans M. K. Aburajabtamimi, ellefu ára drengs með Duchenne vöðvarýrnun. Í bréfinu skorum við fyrir hönd samtakanna á ráðherra og þingmenn að láta málið sig varða og stuðla að því að fallið verði frá brottflutningnum. Bréfið í heild fylgir hér að neðan: Áskorun til ráðherra og þingmanna Efni: Áhyggjur ÖBÍ réttindasamtaka og Landssamtakanna Þroskahjálpar vegna niðurstöðu úrskurðar um flutning 11 ára drengs með Duchenne vöðvarýrnun úr landi. Undirritaðar fyrir hönd ÖBÍ réttindasamtaka og Landssamtakanna Þroskahjálpar hafa verið upplýstar um úrskurð kærunefndar útlendingamála nr. 645/2024, dags. 14. júní 2024. Úrskurðurinn felur í sér að 11 ára drengur að nafni Yazan M. K. Aburajabtamimi sem er greindur með Duchenne vöðvarýrnunarjúkdóminn fær umsókn sína um alþjóðlega vernd ekki tekna til meðferðar á ný og að fyrir liggur endanleg niðurstaða á stjórnsýslustigi um að senda hann til Spánar ásamt fjölskyldu sinni. Samtökin eru á meðal fjölmargra hagsmuna- og mannúðarsamtaka sem hafa opinberlega tjáð sig um mál Yazan og lýst sig mótfallin flutningi hans úr landi.[1] Byggir sú afstaða á þekkingu samtakanna á einkennum sjúkdómsins og því hve alvarlegur hann getur reynst börnum. Einnig á afdráttarlausu mati lækna og annarra meðferðaraðila á þeirri hættu sem getur falist í flutningi Yazan úr landi í ljósi fötlunar hans. Jafnframt á þörf Yazan fyrir þá sérhæfðu aðstoð sem honum er nauðsynleg og hann fær hér á landi og þeirri óvissu sem ríkt hefur um stöðu hans á Spáni og ríkir enn. Í fyrri úrskurði kærunefndar útlendingamála, dags. 21. mars 2024, lagði nefndin til grundvallar að Yazan væri ekki búinn að vera undir sérstöku eftirliti eða í meðferð vegna sjúkdóms hans hér á landi og að ekkert benti til þess að frekari gögn um heilsufar gætu haft áhrif á niðurstöðu málsins. Eftir uppkvaðningu úrskurðarins lagði nýr lögmaður fjölskyldunnar fram fjölda heilsufarsgagna sem tóku af allan vafa um hið gagnstæða. Í hinum nýja úrskurði dags. 14. júní 2024 segir að það sé mat kærunefndar að hin nýju framlögðu heilsufarsgögn hafi aðeins að geyma nýrri og ítarlegri upplýsingar um aðstæður og líðan drengsins og foreldra hans hér á landi og væru aðeins til fyllingar þeim upplýsingum sem lágu fyrir við meðferð máls kæranda hjá nefndinni. Samtökin furða sig á þeim orðum kærunefndarinnar. Meðal þess sem lögmaður fjölskyldunnar lagði fram með endurtekinni umsókn voru læknisvottorð þar sem fram kemur að Yazan hafði verið í umfangsmiklum meðferðum hjá nokkrum sérhæfðum meðferðaraðilum. Má þá þegar telja ljóst að rangar eða ónógar upplýsingar um stöðu Yazan hvað varðar fötlun hans, sjúkdóm og meðferðir hafi legið til grundvallar úrskurðinum, dags. 21. mars 2024. Enn fremur komu fram í nýjum læknisvottorðum lækna sem ekki höfðu áður skilað vottorðum í málinu afdráttarlaus möt á þeirri hættu sem gæti falist í flutningi Yazan úr landi. Í læknisvottorði kom m.a. fram að rof á þeirri þjónustu sem hann þegar njóti geti verið honum lífshættuleg. Í úrskurðinum, dags. 14. júní s.l., er vísað með almennum hætti til heimilda um aðgengilega heilbrigðisþjónustu á Spáni. Einnig er vísað til þess að upplýsingum um heilsufar umsækjenda um alþjóðlega vernd skuli miðlað til yfirvalda í viðtökuríki fyrir flutning. Samtökin benda á að aðeins er um að ræða almennar tilvísanir en í þeim felst engin trygging fyrir því að í tilviki Yazan verði öryggi hans tryggt. Þá er bent á að samkvæmt rannsókn kærunefndar útlendingamála sjálfrar kemur fram að spænsk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að tryggja ekki nógu snemma í umsóknarferli alþjóðlegrar verndar greiningu á því hvort einstaklingar séu í viðkvæmri stöðu og hafi sérþarfir af þeim sökum og að þau úrræði sem séu í boði fyrir umræddan hóp séu almenn og nái ekki að fullu utan um sérþarfir þeirra sem séu hvað viðkvæmastir. Þá sé þörf á úrbótum, einkum hvað varðar sérhæfða heilbrigðisþjónustu þegar kemur að umsækjendum um alþjóðlega vernd. Enn fremur telja samtökin það vel þekkt að algengt er að umsækjendur um alþjóðlega vernd innan Schengen svæðisins þurfi að bíða til langs tíma, jafnvel í marga mánuði, eftir að fá aðgang að viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Samtökin minna stjórnvöld á ríka skyldu sína til að tryggja sérstök réttindi fatlaðs fólks, þ.m.t. barna, og yfirstandandi áform ríkisstjórnarinnar um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Einnig landsáætlun ríkisstjórnarinnar í málefnum fatlaðs fólks sem er liður í lögfestingu samningsins. Samkvæmt upplýsingum og reynslu samtakanna er mál Yazan á meðal þeirra alvarlegustu sem komið hafa fram og varðar brottflutning fatlaðs einstaklings, n.t.t. barns, frá landinu. Sem fyrr segir eru þau gögn sem liggja fyrir í málinu 3 afdráttarlaus um þá hættu sem getur falist í rofi á meðferðum. Þrátt fyrir það hefur niðurstaða íslenskra stjórnvalda í málinu hingað til verið að falla ekki frá flutningi Yazan úr landi. Samtökin hafa miklar áhyggjur af því að stjórnvöld taki ekki fullnægjandi tillit til réttinda og aðstæðna fatlaðs fólks við meðferð mála á sviði alþjóðlegrar verndar. Samtökin skora á ráðherra og þingmenn að láta þetta mál sig varða og stuðla að því að fallið verði frá flutningi Yazan úr landi og tryggja með fullnægjandi hætti öryggi hans. Reykjavík 27. júní 2024 F.h. ÖBÍ réttindasamtaka Alma Ýr Ingólfsdóttir F.h. Landssamtakanna Þroskahjálp Unnur Helga Óttarsdóttir Höfundar eru formenn Landssamtakanna Þroskahjálpar og ÖBÍ réttindasamtaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Sjá meira
Við, Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka, og Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálp, höfum sent öllum ráðherrum og þingmönnum áskorun vegna niðurstöðu úrskurðar um brottflutning Yazans M. K. Aburajabtamimi, ellefu ára drengs með Duchenne vöðvarýrnun. Í bréfinu skorum við fyrir hönd samtakanna á ráðherra og þingmenn að láta málið sig varða og stuðla að því að fallið verði frá brottflutningnum. Bréfið í heild fylgir hér að neðan: Áskorun til ráðherra og þingmanna Efni: Áhyggjur ÖBÍ réttindasamtaka og Landssamtakanna Þroskahjálpar vegna niðurstöðu úrskurðar um flutning 11 ára drengs með Duchenne vöðvarýrnun úr landi. Undirritaðar fyrir hönd ÖBÍ réttindasamtaka og Landssamtakanna Þroskahjálpar hafa verið upplýstar um úrskurð kærunefndar útlendingamála nr. 645/2024, dags. 14. júní 2024. Úrskurðurinn felur í sér að 11 ára drengur að nafni Yazan M. K. Aburajabtamimi sem er greindur með Duchenne vöðvarýrnunarjúkdóminn fær umsókn sína um alþjóðlega vernd ekki tekna til meðferðar á ný og að fyrir liggur endanleg niðurstaða á stjórnsýslustigi um að senda hann til Spánar ásamt fjölskyldu sinni. Samtökin eru á meðal fjölmargra hagsmuna- og mannúðarsamtaka sem hafa opinberlega tjáð sig um mál Yazan og lýst sig mótfallin flutningi hans úr landi.[1] Byggir sú afstaða á þekkingu samtakanna á einkennum sjúkdómsins og því hve alvarlegur hann getur reynst börnum. Einnig á afdráttarlausu mati lækna og annarra meðferðaraðila á þeirri hættu sem getur falist í flutningi Yazan úr landi í ljósi fötlunar hans. Jafnframt á þörf Yazan fyrir þá sérhæfðu aðstoð sem honum er nauðsynleg og hann fær hér á landi og þeirri óvissu sem ríkt hefur um stöðu hans á Spáni og ríkir enn. Í fyrri úrskurði kærunefndar útlendingamála, dags. 21. mars 2024, lagði nefndin til grundvallar að Yazan væri ekki búinn að vera undir sérstöku eftirliti eða í meðferð vegna sjúkdóms hans hér á landi og að ekkert benti til þess að frekari gögn um heilsufar gætu haft áhrif á niðurstöðu málsins. Eftir uppkvaðningu úrskurðarins lagði nýr lögmaður fjölskyldunnar fram fjölda heilsufarsgagna sem tóku af allan vafa um hið gagnstæða. Í hinum nýja úrskurði dags. 14. júní 2024 segir að það sé mat kærunefndar að hin nýju framlögðu heilsufarsgögn hafi aðeins að geyma nýrri og ítarlegri upplýsingar um aðstæður og líðan drengsins og foreldra hans hér á landi og væru aðeins til fyllingar þeim upplýsingum sem lágu fyrir við meðferð máls kæranda hjá nefndinni. Samtökin furða sig á þeim orðum kærunefndarinnar. Meðal þess sem lögmaður fjölskyldunnar lagði fram með endurtekinni umsókn voru læknisvottorð þar sem fram kemur að Yazan hafði verið í umfangsmiklum meðferðum hjá nokkrum sérhæfðum meðferðaraðilum. Má þá þegar telja ljóst að rangar eða ónógar upplýsingar um stöðu Yazan hvað varðar fötlun hans, sjúkdóm og meðferðir hafi legið til grundvallar úrskurðinum, dags. 21. mars 2024. Enn fremur komu fram í nýjum læknisvottorðum lækna sem ekki höfðu áður skilað vottorðum í málinu afdráttarlaus möt á þeirri hættu sem gæti falist í flutningi Yazan úr landi. Í læknisvottorði kom m.a. fram að rof á þeirri þjónustu sem hann þegar njóti geti verið honum lífshættuleg. Í úrskurðinum, dags. 14. júní s.l., er vísað með almennum hætti til heimilda um aðgengilega heilbrigðisþjónustu á Spáni. Einnig er vísað til þess að upplýsingum um heilsufar umsækjenda um alþjóðlega vernd skuli miðlað til yfirvalda í viðtökuríki fyrir flutning. Samtökin benda á að aðeins er um að ræða almennar tilvísanir en í þeim felst engin trygging fyrir því að í tilviki Yazan verði öryggi hans tryggt. Þá er bent á að samkvæmt rannsókn kærunefndar útlendingamála sjálfrar kemur fram að spænsk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að tryggja ekki nógu snemma í umsóknarferli alþjóðlegrar verndar greiningu á því hvort einstaklingar séu í viðkvæmri stöðu og hafi sérþarfir af þeim sökum og að þau úrræði sem séu í boði fyrir umræddan hóp séu almenn og nái ekki að fullu utan um sérþarfir þeirra sem séu hvað viðkvæmastir. Þá sé þörf á úrbótum, einkum hvað varðar sérhæfða heilbrigðisþjónustu þegar kemur að umsækjendum um alþjóðlega vernd. Enn fremur telja samtökin það vel þekkt að algengt er að umsækjendur um alþjóðlega vernd innan Schengen svæðisins þurfi að bíða til langs tíma, jafnvel í marga mánuði, eftir að fá aðgang að viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Samtökin minna stjórnvöld á ríka skyldu sína til að tryggja sérstök réttindi fatlaðs fólks, þ.m.t. barna, og yfirstandandi áform ríkisstjórnarinnar um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Einnig landsáætlun ríkisstjórnarinnar í málefnum fatlaðs fólks sem er liður í lögfestingu samningsins. Samkvæmt upplýsingum og reynslu samtakanna er mál Yazan á meðal þeirra alvarlegustu sem komið hafa fram og varðar brottflutning fatlaðs einstaklings, n.t.t. barns, frá landinu. Sem fyrr segir eru þau gögn sem liggja fyrir í málinu 3 afdráttarlaus um þá hættu sem getur falist í rofi á meðferðum. Þrátt fyrir það hefur niðurstaða íslenskra stjórnvalda í málinu hingað til verið að falla ekki frá flutningi Yazan úr landi. Samtökin hafa miklar áhyggjur af því að stjórnvöld taki ekki fullnægjandi tillit til réttinda og aðstæðna fatlaðs fólks við meðferð mála á sviði alþjóðlegrar verndar. Samtökin skora á ráðherra og þingmenn að láta þetta mál sig varða og stuðla að því að fallið verði frá flutningi Yazan úr landi og tryggja með fullnægjandi hætti öryggi hans. Reykjavík 27. júní 2024 F.h. ÖBÍ réttindasamtaka Alma Ýr Ingólfsdóttir F.h. Landssamtakanna Þroskahjálp Unnur Helga Óttarsdóttir Höfundar eru formenn Landssamtakanna Þroskahjálpar og ÖBÍ réttindasamtaka
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun