Geðlæknar ósammála um ástand Dagbjartar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. júní 2024 13:22 Maðurinn lést í fjölbýlishúsi í Bátavogi í september á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Geðlæknir sem tók að sér að meta Dagbjörtu Rúnarsdóttur árið 2021 og geðlæknir sem sá um að meta Dagbjörtu vegna Bátavogsmálsins svokallaða eru í stórum dráttum ósammála um ástand og geðrænt mat hennar. Dagbjört er grunuð um að hafa orðið sextugum karlmanni að bana í september á síðasta ári á heimili þeirra í Bátavogi. Haraldur Erlendsson geðlæknir tók að sér að meta geðrænt ástand Dagbjartar árið 2021 eftir að æskuvinur hennar biðlaði til hans að taka hana að sér. Haraldur hitti hana sjö sinnum yfir árið og segir hana hafa verið óviðræðuhæfa, með ADHD á hæsta stigi og að minnsta kosti með væga greindarskerðingu. Þetta segir hann í skýrslutöku fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Grét bara vegna hundsins Tómas Zoëga geðlæknir gerði geðmat á Dagbjörtu eftir að hún var færð í hald lögreglu í september. Að mati Tómasar var Dagbjört róleg og viðræðugóð og sýndi ekki merki um greindarskerðingu. Dagbjört hafi sýnt einkenni áfallastreituröskunar en hún hafði áður verið í tveimur mjög erfiðum samböndum og misst íbúð sem henni þótti mjög vænt um fyrir nokkrum árum. Hundur Dagbjartar drapst tveimur dögum áður en maðurinn lést í Bátavogi. Hún sakaði manninn ítrekað um að hafa eitrað fyrir hundinum. Tómas tók fram fyrir héraðsdómi að hún hafi aldrei misst stjórn á sér í viðtölum fyrr en að minnst var á hundinn. Hann segir mögulegt að dauði hundsins hafi sett hana út af kortinu. „Hún hágrét í hvert skipti sem ég minntist á hundinn en annars ekki. Grét bara vegna hundsins,“ sagði Tómas. Veltir fyrir sér hvort hún geri þetta viljandi Í dag er síðasti dagur í aðalmeðferð málsins en líklegast mun dómur falla í málinu fyrir sumarlokun dómsins í lok júlí. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt mann margþættu ofbeldi á heimili hennar í Bátavogi í aðdraganda andláts hans. Spurður hvort að hann hafi einhverju skýringu á hve mismunandi mat þeirra var á Dagbjörtu segir Haraldur að hægt sé að velta því fyrir sér hvort að hún geri þetta viljandi. Hann veltir einnig upp hvort að þessi einkenni hennar brjótist út þegar hún er undir álagi eða er vansvefta eða taki breytingum eftir því hvernig félagslegum tengslum hún á í. Telur áfallastreituröskun ólíklega Haraldur telur jafnframt ólíklegt að hún þjáist af áfallastreituröskun en segist mjög viss um að hún sé með athyglisbrest á hæsta stigi og að hún hafi sýnt væg einhverfu einkenni. „Ég sá hana nokkru sinnum á þessu ári og það varð ekki mikil breyting. Hún róaðist nokkuð niður eftir að hún fór á ADHD-lyfin og var betur fyrir komin og hélt betur athygli í samtölunum,“ sagði Haraldur sem skrifaði upp á lyf vegna athyglisbrests fyrir hana árið 2021. Haldi ekki þræði og erfitt að marka hvað hún segir Tómas tók fram fyrir dóminum að hún hafi verið að nota Elvanse, sem er notað við athyglisbrest, í september á síðasta ári en Haraldur man ekki eftir því að hafa skrifað upp á það lyf fyrir hana en að hann hafi vissulega skrifað upp á annað lyf fyrir athyglisbrest. „Þessi kona hefur mikla skerðingu. Það er erfitt að fá áreiðanlega upplýsingar frá henni. Hún heldur ekki þræði og erfitt að marka hvað hún segir. Það hefur vissuleg áhrfif á niðurstöðuna. Niðurstaða mín var að hún væri sennilega talsvert greindarskert. Svolítið erfitt að meta það þegar hún er með mikið ADHD. Hún er að skora hámark í ADHD mælingum,“ sagði Haraldur. Átti við skapsveiflur að stríða Haraldur nefndi einnig að Dagbjört hafi fæðst þrjá mánuði fyrir settan tíma og að hún hafi í gegnum tíðina sýnt einkenni drómasýki. Dagbjört hafi sagt honum að hún hafi oft á tíðum átt við miklar skapsveiflur að stríða og að það hafi oft verið stutt í pirringinn hjá henni. Tómas sagði að grunnskólaganga hennar hafði gengið vel. Hann setti þann varnagla á að erfitt hafi verið að greina og meta ástand Dagbjartar á svona litlum tíma einn síns liðs. Best hafi verið að leggja hana inn á viðeigandi stofnun til lengri tíma þar sem viðunandi heildarmati hefði getað farið fram. Erfitt sé að meta hvort að um skammtímaástand hafi verið að ræða eða langvarandi veikindi. Hann vísar því þó á bug að hún hafi þjást af ranghugmyndum og tekur fram að hún hafi ekki lýst sérkennilegum skoðunum eða hugmyndum í viðtölum hjá honum. „Hún talaði frekar um staðreyndir en tilfinningar sínar. Hún átti erfitt með að ræða tilfinningar sínar.“ Lögreglumál Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Tengdar fréttir Heimsóttu Dagbjörtu fyrir handtökuna: „Ég vildi óska þess að ég hefði ekki farið“ Tveir menn komu á vettvang Bátavogsmálsins svokallaða áður en Dagbjört Rúnarsdóttir var handtekin en eftir að hinn látni hafði verið fluttur á brott með sjúkrabíl. Dagbjört er grunuð um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana á heimili sínu í Bátavogi í september í fyrra, 26. júní 2024 15:51 Sló hinn látna eftir að viðbragðsaðilar voru komnir Viðbragðsaðilar sem komu á vettvang Bátavogsmálsins svokallaða sögðu Dagbjörtu Rúnarsdóttur, sem er grunuð í málinu um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana á heimili sínu í Bátavogi í september síðastliðinu, hafa slegið manninn eftir að viðbragðsaðilar komu á vettvang. 26. júní 2024 15:07 Segir Dagbjörtu ekki hafa sýnt iðrun Rannsóknarlögreglumaður sem fór með rannsókna á Bátavogsmálinu svokallaða segist ekki hafa orðið var við að Dagbjört Rúnarsdóttir, sem er grunuð um að hafa orðið tæplega sextugum manni að bana í Bátavogi í september í fyrra, hafi sýnt iðrun eða samúð vegna andláts mannsins 26. júní 2024 14:11 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Haraldur Erlendsson geðlæknir tók að sér að meta geðrænt ástand Dagbjartar árið 2021 eftir að æskuvinur hennar biðlaði til hans að taka hana að sér. Haraldur hitti hana sjö sinnum yfir árið og segir hana hafa verið óviðræðuhæfa, með ADHD á hæsta stigi og að minnsta kosti með væga greindarskerðingu. Þetta segir hann í skýrslutöku fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Grét bara vegna hundsins Tómas Zoëga geðlæknir gerði geðmat á Dagbjörtu eftir að hún var færð í hald lögreglu í september. Að mati Tómasar var Dagbjört róleg og viðræðugóð og sýndi ekki merki um greindarskerðingu. Dagbjört hafi sýnt einkenni áfallastreituröskunar en hún hafði áður verið í tveimur mjög erfiðum samböndum og misst íbúð sem henni þótti mjög vænt um fyrir nokkrum árum. Hundur Dagbjartar drapst tveimur dögum áður en maðurinn lést í Bátavogi. Hún sakaði manninn ítrekað um að hafa eitrað fyrir hundinum. Tómas tók fram fyrir héraðsdómi að hún hafi aldrei misst stjórn á sér í viðtölum fyrr en að minnst var á hundinn. Hann segir mögulegt að dauði hundsins hafi sett hana út af kortinu. „Hún hágrét í hvert skipti sem ég minntist á hundinn en annars ekki. Grét bara vegna hundsins,“ sagði Tómas. Veltir fyrir sér hvort hún geri þetta viljandi Í dag er síðasti dagur í aðalmeðferð málsins en líklegast mun dómur falla í málinu fyrir sumarlokun dómsins í lok júlí. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt mann margþættu ofbeldi á heimili hennar í Bátavogi í aðdraganda andláts hans. Spurður hvort að hann hafi einhverju skýringu á hve mismunandi mat þeirra var á Dagbjörtu segir Haraldur að hægt sé að velta því fyrir sér hvort að hún geri þetta viljandi. Hann veltir einnig upp hvort að þessi einkenni hennar brjótist út þegar hún er undir álagi eða er vansvefta eða taki breytingum eftir því hvernig félagslegum tengslum hún á í. Telur áfallastreituröskun ólíklega Haraldur telur jafnframt ólíklegt að hún þjáist af áfallastreituröskun en segist mjög viss um að hún sé með athyglisbrest á hæsta stigi og að hún hafi sýnt væg einhverfu einkenni. „Ég sá hana nokkru sinnum á þessu ári og það varð ekki mikil breyting. Hún róaðist nokkuð niður eftir að hún fór á ADHD-lyfin og var betur fyrir komin og hélt betur athygli í samtölunum,“ sagði Haraldur sem skrifaði upp á lyf vegna athyglisbrests fyrir hana árið 2021. Haldi ekki þræði og erfitt að marka hvað hún segir Tómas tók fram fyrir dóminum að hún hafi verið að nota Elvanse, sem er notað við athyglisbrest, í september á síðasta ári en Haraldur man ekki eftir því að hafa skrifað upp á það lyf fyrir hana en að hann hafi vissulega skrifað upp á annað lyf fyrir athyglisbrest. „Þessi kona hefur mikla skerðingu. Það er erfitt að fá áreiðanlega upplýsingar frá henni. Hún heldur ekki þræði og erfitt að marka hvað hún segir. Það hefur vissuleg áhrfif á niðurstöðuna. Niðurstaða mín var að hún væri sennilega talsvert greindarskert. Svolítið erfitt að meta það þegar hún er með mikið ADHD. Hún er að skora hámark í ADHD mælingum,“ sagði Haraldur. Átti við skapsveiflur að stríða Haraldur nefndi einnig að Dagbjört hafi fæðst þrjá mánuði fyrir settan tíma og að hún hafi í gegnum tíðina sýnt einkenni drómasýki. Dagbjört hafi sagt honum að hún hafi oft á tíðum átt við miklar skapsveiflur að stríða og að það hafi oft verið stutt í pirringinn hjá henni. Tómas sagði að grunnskólaganga hennar hafði gengið vel. Hann setti þann varnagla á að erfitt hafi verið að greina og meta ástand Dagbjartar á svona litlum tíma einn síns liðs. Best hafi verið að leggja hana inn á viðeigandi stofnun til lengri tíma þar sem viðunandi heildarmati hefði getað farið fram. Erfitt sé að meta hvort að um skammtímaástand hafi verið að ræða eða langvarandi veikindi. Hann vísar því þó á bug að hún hafi þjást af ranghugmyndum og tekur fram að hún hafi ekki lýst sérkennilegum skoðunum eða hugmyndum í viðtölum hjá honum. „Hún talaði frekar um staðreyndir en tilfinningar sínar. Hún átti erfitt með að ræða tilfinningar sínar.“
Lögreglumál Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Tengdar fréttir Heimsóttu Dagbjörtu fyrir handtökuna: „Ég vildi óska þess að ég hefði ekki farið“ Tveir menn komu á vettvang Bátavogsmálsins svokallaða áður en Dagbjört Rúnarsdóttir var handtekin en eftir að hinn látni hafði verið fluttur á brott með sjúkrabíl. Dagbjört er grunuð um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana á heimili sínu í Bátavogi í september í fyrra, 26. júní 2024 15:51 Sló hinn látna eftir að viðbragðsaðilar voru komnir Viðbragðsaðilar sem komu á vettvang Bátavogsmálsins svokallaða sögðu Dagbjörtu Rúnarsdóttur, sem er grunuð í málinu um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana á heimili sínu í Bátavogi í september síðastliðinu, hafa slegið manninn eftir að viðbragðsaðilar komu á vettvang. 26. júní 2024 15:07 Segir Dagbjörtu ekki hafa sýnt iðrun Rannsóknarlögreglumaður sem fór með rannsókna á Bátavogsmálinu svokallaða segist ekki hafa orðið var við að Dagbjört Rúnarsdóttir, sem er grunuð um að hafa orðið tæplega sextugum manni að bana í Bátavogi í september í fyrra, hafi sýnt iðrun eða samúð vegna andláts mannsins 26. júní 2024 14:11 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Heimsóttu Dagbjörtu fyrir handtökuna: „Ég vildi óska þess að ég hefði ekki farið“ Tveir menn komu á vettvang Bátavogsmálsins svokallaða áður en Dagbjört Rúnarsdóttir var handtekin en eftir að hinn látni hafði verið fluttur á brott með sjúkrabíl. Dagbjört er grunuð um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana á heimili sínu í Bátavogi í september í fyrra, 26. júní 2024 15:51
Sló hinn látna eftir að viðbragðsaðilar voru komnir Viðbragðsaðilar sem komu á vettvang Bátavogsmálsins svokallaða sögðu Dagbjörtu Rúnarsdóttur, sem er grunuð í málinu um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana á heimili sínu í Bátavogi í september síðastliðinu, hafa slegið manninn eftir að viðbragðsaðilar komu á vettvang. 26. júní 2024 15:07
Segir Dagbjörtu ekki hafa sýnt iðrun Rannsóknarlögreglumaður sem fór með rannsókna á Bátavogsmálinu svokallaða segist ekki hafa orðið var við að Dagbjört Rúnarsdóttir, sem er grunuð um að hafa orðið tæplega sextugum manni að bana í Bátavogi í september í fyrra, hafi sýnt iðrun eða samúð vegna andláts mannsins 26. júní 2024 14:11