Agnes segist niðurlægð og vill leita til dómstóla Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2024 11:07 Agnes segist ósátt, hún hafi verið niðurlægð og þar er um að kenna sterkum öflum innan kirkjuþings sem vilja gera embættisfærslur hennar ómerkar. vísir/vilhelm Agnes M. Sigurðardóttir biskup segist ekki hafa átt sæla daga í embætti. Hún segist hafa verið beitt órétti, hún hafi fengið að finna fyrir því að vera fyrsta konan í embætti biskups og það hafi verið logið miskunnarlaust uppá hana í fjölmiðlum. Allt þetta kemur fram í viðtali við Agnesi sem birtist í Heimildinni í dag. Þar er farið vítt og breytt yfir sviðið, meðal annars er komið inn á vandræðagang vegna skipunartíma hennar, að hann hafi runnið út 30. júní 2022. Áhöld um skipunartímann Eftir það gerði framkvæmdastjóri Biskupsstofu ráðningarsaming við Agnesi sem gildir til 31. október á þessu ár. Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunar komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að hún hafi átt að hætta fyrr og embættisverk hennar eftir þann tíma markleysan ein. Þar er vísað til þess að heimild til biskupskjörs hafi verið samþykkt af kirkjuþinginu 2022 en engin kosning farið fram. Agnes telur að kirkjuþing hefði átt að greiða úr málinu og eyða óvissu um stöðu hennar. Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands og tekur við af Agnesi. Nú er að sjá hvort hún lendir í hakkavél afturhaldssamra karla innan prestastéttarinnar.vísir/vilhelm „Raunar hefur Agnes sagt að þetta snúist ekki um stöðu hennar sem persónu heldur stöðu biskups, og hún þurfi að vera skýr. Hún hefur því íhugað að vísa málinu til dómstóla, sem er eina leiðin sem fær er eftir að úrskurðarnefnd hefur kveðið upp úrskurð sinn, sem er endanlegur og bindandi innan þjóðkirkjunnar. Allt vegna þess að hún er kona Þessu tengist sú ákvörðun Agnesar að framlengja leyfi séra Gunnars Sigurjónssonar sem settur hafði verið af í Digranes- ogh Hjallaprestakalli í september 2022 vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Úrskurðarnefndin hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að Agnes hefði ekki haft umboð til þess. Að sögn Agnesar hafa ýmsir sagt við hana, löglærðir og ekki, að þeim þyki sá úrskurður einkennilegur. En nýlegar breytingar innan þjóðkirkjunnar hafa falist í því að áfrýjunarnefnd hafi verið lögð niður. „Nú er ekkert hægt að gera annað en að fara með þetta fyrir dómstóla,“ segir Agnes. Hún telur að hér sé við kirkjuþing að sakast. Og það sem meira er: „Þetta gerist vegna þess að ég er kona. Það er ein ástæðan. Þetta myndi aldrei hafa gerst ef ég væri karl, held ég.“ Agnes segist vilja skila skömminni til kirkjuþings. Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Dómstólar Trúmál Tengdar fréttir Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00 Vilja Agnesi áfram sem biskup yfir Íslandi Framsögumenn ályktunar sem gengur út á að Agnes M. Sigurðardóttir verði eftir sem áður biskup yfir Íslandi eru Bryndís Malla Elídóttir og Kristrún Heimisdóttir. 26. október 2023 16:42 Ef Agnes vígði prest sem gaf fólk saman, er hjónabandið löglegt? Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður segir að ef gengið sé út frá því að niðurstaða úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar um embættishæfi Agnesar M. Sigurðardóttur sé réttur sé enginn biskup yfir Íslandi. 20. október 2023 07:03 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Sjá meira
Allt þetta kemur fram í viðtali við Agnesi sem birtist í Heimildinni í dag. Þar er farið vítt og breytt yfir sviðið, meðal annars er komið inn á vandræðagang vegna skipunartíma hennar, að hann hafi runnið út 30. júní 2022. Áhöld um skipunartímann Eftir það gerði framkvæmdastjóri Biskupsstofu ráðningarsaming við Agnesi sem gildir til 31. október á þessu ár. Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunar komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að hún hafi átt að hætta fyrr og embættisverk hennar eftir þann tíma markleysan ein. Þar er vísað til þess að heimild til biskupskjörs hafi verið samþykkt af kirkjuþinginu 2022 en engin kosning farið fram. Agnes telur að kirkjuþing hefði átt að greiða úr málinu og eyða óvissu um stöðu hennar. Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands og tekur við af Agnesi. Nú er að sjá hvort hún lendir í hakkavél afturhaldssamra karla innan prestastéttarinnar.vísir/vilhelm „Raunar hefur Agnes sagt að þetta snúist ekki um stöðu hennar sem persónu heldur stöðu biskups, og hún þurfi að vera skýr. Hún hefur því íhugað að vísa málinu til dómstóla, sem er eina leiðin sem fær er eftir að úrskurðarnefnd hefur kveðið upp úrskurð sinn, sem er endanlegur og bindandi innan þjóðkirkjunnar. Allt vegna þess að hún er kona Þessu tengist sú ákvörðun Agnesar að framlengja leyfi séra Gunnars Sigurjónssonar sem settur hafði verið af í Digranes- ogh Hjallaprestakalli í september 2022 vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Úrskurðarnefndin hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að Agnes hefði ekki haft umboð til þess. Að sögn Agnesar hafa ýmsir sagt við hana, löglærðir og ekki, að þeim þyki sá úrskurður einkennilegur. En nýlegar breytingar innan þjóðkirkjunnar hafa falist í því að áfrýjunarnefnd hafi verið lögð niður. „Nú er ekkert hægt að gera annað en að fara með þetta fyrir dómstóla,“ segir Agnes. Hún telur að hér sé við kirkjuþing að sakast. Og það sem meira er: „Þetta gerist vegna þess að ég er kona. Það er ein ástæðan. Þetta myndi aldrei hafa gerst ef ég væri karl, held ég.“ Agnes segist vilja skila skömminni til kirkjuþings.
Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Dómstólar Trúmál Tengdar fréttir Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00 Vilja Agnesi áfram sem biskup yfir Íslandi Framsögumenn ályktunar sem gengur út á að Agnes M. Sigurðardóttir verði eftir sem áður biskup yfir Íslandi eru Bryndís Malla Elídóttir og Kristrún Heimisdóttir. 26. október 2023 16:42 Ef Agnes vígði prest sem gaf fólk saman, er hjónabandið löglegt? Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður segir að ef gengið sé út frá því að niðurstaða úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar um embættishæfi Agnesar M. Sigurðardóttur sé réttur sé enginn biskup yfir Íslandi. 20. október 2023 07:03 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Sjá meira
Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00
Vilja Agnesi áfram sem biskup yfir Íslandi Framsögumenn ályktunar sem gengur út á að Agnes M. Sigurðardóttir verði eftir sem áður biskup yfir Íslandi eru Bryndís Malla Elídóttir og Kristrún Heimisdóttir. 26. október 2023 16:42
Ef Agnes vígði prest sem gaf fólk saman, er hjónabandið löglegt? Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður segir að ef gengið sé út frá því að niðurstaða úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar um embættishæfi Agnesar M. Sigurðardóttur sé réttur sé enginn biskup yfir Íslandi. 20. október 2023 07:03