Segir gagnrýni á enska landsliðið langt yfir velsæmismörkum Aron Guðmundsson skrifar 28. júní 2024 11:01 Þessi mynd af stuðningsmanni enska landsliðsins er mjög lýsandi fyrir skoðun Englendinga á spilamennsku liðsins á yfirstandandi Evrópumóti. Vísir/Getty Fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta, Chris Sutton, sem er dálkahöfundur fyrir BBC á meðan á Evrópumótinu í knattspyrnu stendur, segir gagnrýnina í garð enska landsliðsins vegna spilamennsku liðsins á mótinu til þessa vera langt yfir velsæmismörk. Englendingar unnu einn leik í C-riðli riðlakeppninnar og gerði tvö jafntefli. Það nægði liðinu til þess að tryggja sér efsta sæti riðilsins og farmiða í sextán liða úrslit mótsins þar sem að framundan er leikur gegn Slóvakíu á sunnudaginn kemur. Spilamennska enska landsliðsins undir stjórn landsliðsþjálfarans Gareth Southgate í riðlakeppninni hefur verið harðlega gagnrýnd. Gagnrýni sem Sutton segir að sé langt yfir velsæmismörk. „Það er búið að kveða upp dóm varðandi dræma spilamennsku liðsins strax þrátt fyrir að enska landsliðið hafi endað á toppi síns riðils,“ skrifar Sutton í pistli sem birtist á vef BBC. „Frammistaða liðsins hefur ekki náð þeim hæðum sem við gerðum okkur vonir um en það að enda á toppi riðilsins var fyrsta markmiðið fyrir þetta Evrópumót. Því markmiði hefur verið náð.“ Enska landsliðinu hefur ekki tekist að heilla á EMVísir/Getty Óhætt er að segja að það að enda á toppi C-riðils hafi komið Englendingum í vænlegri hluta sextán liða úrslitanna. Liðið mætir Slóvakíu þar og getur ekki mætt liðum á borð við Frakkland, Þýskaland, Spán eða Portúgal nema ef liðið kemst alla leið í úrslitaleikinn. „Ef ég væri leikmaður í enska landsliðinu núna myndi ég hugsa með mér að við getum enn bætt okkur, við höfum ekki náð þeim hæðum sem við ætlumst af okkur en það er tækifæri til þess.“ Og vill Sutton að Englendingar horfi til Evrópumótsins árið 2016 sem vekur upp góðar minningar hjá okkur Íslendingum. Það ár stóð Portúgal uppi sem Evrópumeistari þrátt fyrir að hafa gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni gegn Íslandi, Ungverjalandi og Austurríki. „Það er ekki alltaf liðið sem byrjar mótið best sem stendur uppi sem Evrópumeistari...Við vitum öll að enska landsliðið getur gert betur. Leikurinn á sunnudaginn er leikur sem liðið á að vinna.“ England og Slóvakía mætast í 16-liða úrslitum EM á sunnudaginn kemur klukkan fjögur í Gelsenkirchen en Slóvakarnir enduðu í þriðja sæti E-riðils en komst áfram sem eitt þeirra liða í þriðja sæti riðlanna sem var með besta árangurinn í riðlakeppninni en öll lið E-riðils enduðu með fjögur stig. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Englendingar unnu einn leik í C-riðli riðlakeppninnar og gerði tvö jafntefli. Það nægði liðinu til þess að tryggja sér efsta sæti riðilsins og farmiða í sextán liða úrslit mótsins þar sem að framundan er leikur gegn Slóvakíu á sunnudaginn kemur. Spilamennska enska landsliðsins undir stjórn landsliðsþjálfarans Gareth Southgate í riðlakeppninni hefur verið harðlega gagnrýnd. Gagnrýni sem Sutton segir að sé langt yfir velsæmismörk. „Það er búið að kveða upp dóm varðandi dræma spilamennsku liðsins strax þrátt fyrir að enska landsliðið hafi endað á toppi síns riðils,“ skrifar Sutton í pistli sem birtist á vef BBC. „Frammistaða liðsins hefur ekki náð þeim hæðum sem við gerðum okkur vonir um en það að enda á toppi riðilsins var fyrsta markmiðið fyrir þetta Evrópumót. Því markmiði hefur verið náð.“ Enska landsliðinu hefur ekki tekist að heilla á EMVísir/Getty Óhætt er að segja að það að enda á toppi C-riðils hafi komið Englendingum í vænlegri hluta sextán liða úrslitanna. Liðið mætir Slóvakíu þar og getur ekki mætt liðum á borð við Frakkland, Þýskaland, Spán eða Portúgal nema ef liðið kemst alla leið í úrslitaleikinn. „Ef ég væri leikmaður í enska landsliðinu núna myndi ég hugsa með mér að við getum enn bætt okkur, við höfum ekki náð þeim hæðum sem við ætlumst af okkur en það er tækifæri til þess.“ Og vill Sutton að Englendingar horfi til Evrópumótsins árið 2016 sem vekur upp góðar minningar hjá okkur Íslendingum. Það ár stóð Portúgal uppi sem Evrópumeistari þrátt fyrir að hafa gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni gegn Íslandi, Ungverjalandi og Austurríki. „Það er ekki alltaf liðið sem byrjar mótið best sem stendur uppi sem Evrópumeistari...Við vitum öll að enska landsliðið getur gert betur. Leikurinn á sunnudaginn er leikur sem liðið á að vinna.“ England og Slóvakía mætast í 16-liða úrslitum EM á sunnudaginn kemur klukkan fjögur í Gelsenkirchen en Slóvakarnir enduðu í þriðja sæti E-riðils en komst áfram sem eitt þeirra liða í þriðja sæti riðlanna sem var með besta árangurinn í riðlakeppninni en öll lið E-riðils enduðu með fjögur stig.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira