Af málathöfnum Gauti Kristmannsson skrifar 28. júní 2024 07:01 Orð eru til alls fyrst segir máltækið, en þau eru ekki bara orð heldur fela í sér tiltekna athöfn eða gjörð málnotandans hverju sinni. Málathafnakenningar (e. speech act theory), líka kallaðar talgjörðakenningar, fela í sér að við reynum að skilja hvað fólk vill í raun og veru þegar það talar eða skrifar. Dæmi: Þegar einhver kemur inn í herbergi þar sem er opinn gluggi og segir „voðalega er kalt hérna“, þá er viðkomandi ekki að miðla upplýsingum um hitastigið í herberginu, heldur að heimta að fjandans glugganum verði lokað. Þannig beitum við tungumálinu í margs konar tilgangi í okkar daglega lífi, við segjum hluti til að fá fram einhver áhrif eða afleiðingar. Mér varð hugsað til þessara kenninga við að fylgjast með fjargviðrinu í kringum svokallað „kynhlutlaust“ mál þar sem margir riddarar hafa stigið fram til bjargar íslenskri tungu eina ferðina enn. Ég hef satt að segja verið gáttaður á ýmsu sem fram hefur komið í umræðunni sem mér sýnist ekki standa neina skoðun. Mér fannst þó steininn taka úr þegar ég las um kæru Kristjáns Hreinssonar til menntamálaráðherra á hendur „fjölmörgum starfsmönnum“ RÚV þar sem hann vill meina að þeir brjóti lög „um að leggja rækt við íslenskuna og viðhafa lýtalaust málfar“. Hvers konar krafa er þetta „að viðhafa lýtalaust málfar“? Mér finnst þetta orðalag bara alls ekki lýtalaust, máttlaus tilraun til kansellístíls. Skáldið bætir síðan gráu ofan á svart í viðtali á Bylgjunni með því að tala um „hvorugkynssýki“ og að íslenskan sé „dauðadæmd“ hennar vegna, hvorki meira né minna. Og hver eiga viðurlögin að vera ef kæran er tekin til greina? Á menntamálaráðherra að reka fólk úr starfi sem segir „verið öll velkomin“ frekar en „verið allir velkomnir“? Hvað þá um þau sem eru „þágufallssjúk“? Þau sem nota nýju þolmyndina? Eða sletta ensku? Eða útlendingar sem ekki hafa íslensku að móðurmáli, á bara ekki að heyrast í þeim? Er RÚV og opinber umræða yfirleitt aðeins fyrir þau sem hafa „lýtalausa“ íslensku að móðurmáli? Og hver er þá málathöfnin í þessum málatilbúnaði Kristjáns? Enginn vafi leikur á að hér sé um málathöfn að ræða, kæra er krafa um að eitthvað verði gert í tilteknu máli. Fyrir hver eru málnotendur að nota hvorugkyn í almennri merkingu í stað karlkyns og segja öll og sum en ekki allir og sumir? Jú, það er verið að forðast karlkynið í þessari almennu merkingu til að taka tillit til kvenna og kynsegin fólks. Við því er amast af ofsa og ákefð sem gengur svo langt að kæra er send til menntamálaráðherra á hendur fólki sem ætti að hafa fullt málfrelsi til að beita fyllilega eðlilegri íslensku eftir eigin höfði. Getur verið að ofsinn í þessum umræðum felist í því til hverra tillit er tekið frekar en ógurleg ást á íslenskri tungu? Höfundur er prófessor í þýðingafræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Íslensk tunga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Orð eru til alls fyrst segir máltækið, en þau eru ekki bara orð heldur fela í sér tiltekna athöfn eða gjörð málnotandans hverju sinni. Málathafnakenningar (e. speech act theory), líka kallaðar talgjörðakenningar, fela í sér að við reynum að skilja hvað fólk vill í raun og veru þegar það talar eða skrifar. Dæmi: Þegar einhver kemur inn í herbergi þar sem er opinn gluggi og segir „voðalega er kalt hérna“, þá er viðkomandi ekki að miðla upplýsingum um hitastigið í herberginu, heldur að heimta að fjandans glugganum verði lokað. Þannig beitum við tungumálinu í margs konar tilgangi í okkar daglega lífi, við segjum hluti til að fá fram einhver áhrif eða afleiðingar. Mér varð hugsað til þessara kenninga við að fylgjast með fjargviðrinu í kringum svokallað „kynhlutlaust“ mál þar sem margir riddarar hafa stigið fram til bjargar íslenskri tungu eina ferðina enn. Ég hef satt að segja verið gáttaður á ýmsu sem fram hefur komið í umræðunni sem mér sýnist ekki standa neina skoðun. Mér fannst þó steininn taka úr þegar ég las um kæru Kristjáns Hreinssonar til menntamálaráðherra á hendur „fjölmörgum starfsmönnum“ RÚV þar sem hann vill meina að þeir brjóti lög „um að leggja rækt við íslenskuna og viðhafa lýtalaust málfar“. Hvers konar krafa er þetta „að viðhafa lýtalaust málfar“? Mér finnst þetta orðalag bara alls ekki lýtalaust, máttlaus tilraun til kansellístíls. Skáldið bætir síðan gráu ofan á svart í viðtali á Bylgjunni með því að tala um „hvorugkynssýki“ og að íslenskan sé „dauðadæmd“ hennar vegna, hvorki meira né minna. Og hver eiga viðurlögin að vera ef kæran er tekin til greina? Á menntamálaráðherra að reka fólk úr starfi sem segir „verið öll velkomin“ frekar en „verið allir velkomnir“? Hvað þá um þau sem eru „þágufallssjúk“? Þau sem nota nýju þolmyndina? Eða sletta ensku? Eða útlendingar sem ekki hafa íslensku að móðurmáli, á bara ekki að heyrast í þeim? Er RÚV og opinber umræða yfirleitt aðeins fyrir þau sem hafa „lýtalausa“ íslensku að móðurmáli? Og hver er þá málathöfnin í þessum málatilbúnaði Kristjáns? Enginn vafi leikur á að hér sé um málathöfn að ræða, kæra er krafa um að eitthvað verði gert í tilteknu máli. Fyrir hver eru málnotendur að nota hvorugkyn í almennri merkingu í stað karlkyns og segja öll og sum en ekki allir og sumir? Jú, það er verið að forðast karlkynið í þessari almennu merkingu til að taka tillit til kvenna og kynsegin fólks. Við því er amast af ofsa og ákefð sem gengur svo langt að kæra er send til menntamálaráðherra á hendur fólki sem ætti að hafa fullt málfrelsi til að beita fyllilega eðlilegri íslensku eftir eigin höfði. Getur verið að ofsinn í þessum umræðum felist í því til hverra tillit er tekið frekar en ógurleg ást á íslenskri tungu? Höfundur er prófessor í þýðingafræði
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun