Mygla og spilliefni hafi flækt framkvæmdirnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. júní 2024 22:30 Kjartan Smári Höskuldsson framkvæmdastjóri Íslandssjóða áætlar að niðurrifinu við Íslandsbanka ljúki eftir nokkrar vikur. Vísir/Bjarni Fokdýrum framkvæmdum við niðurrif gamla frystihússins á Kirkjusandi fer senn að ljúka og stefnt á að hefja uppbyggingu yfir tvöhundruð íbúða á svæðinu í haust. Árum saman hefur húsið staðið tómt síðan rakaskemmdir komu í ljós. Það er ekki mikið eftir af byggingunni hér á Kirkjusandi. Niðurrifsverkefnið er flókið, einkum í ljósi þess að í húsinu var mygla og önnur spilliefni, svo allt þurfti að flokka og efninu að farga eftir kúnstarinnar reglum. „Hér er verið að rífa gamla frystihúsið á Kirkjusandi, og Íslandsbankahúsið eins og flestir þekkja það. Þetta er ofsalega gleðilegt að þessum kafla í sögu svæðisins er loksins að ljúka,“ segir Kjartan Smári Höskuldsson framkvæmdastjóri Íslandssjóða. Húsið hefur staðið tómt síðan 2017 þegar í ljós komu rakaskemmdir, en niðurrifið sjálft hófst ekki fyrr en fyrir um þremur mánuðum. „Þetta var flókið verkefni. Útaf þessum skemmdum þá þurfti að tæma húsið að innan, skræla allt lífrænt efni, hreinsa það, flokka það og koma því á réttu staðina. Þannig að núna er kannski einfaldi hlutinn eftir en jafnframt sá dramatískasti sem er auðvitað að rífa sjálfa bygginguna,“ segir Kjartan. Áætlað er að verkinu verði lokið eftir nokkrar vikur. „Það er mikið af stáli í þessu, steypustirktarjárni þannig að hér eru öflugar græjur að verki og þetta mun taka nokkrar vikur í viðbót en meiningin er að svæðið verði tilbúið til uppbyggingar næsta haust.“ Til stendur að reisa 220 fjölbreyttar íbúðir á svæðinu. „Þetta er rándýrt. En þetta mun borga sig á endanum. Markmiðið var alltaf hér að byggja upp flott, gott borgarhverfi og það er alveg morgunljóst í mínum huga að það er að takast,“ segir Kjartan. Íslandsbanki Reykjavík Mygla Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Það er ekki mikið eftir af byggingunni hér á Kirkjusandi. Niðurrifsverkefnið er flókið, einkum í ljósi þess að í húsinu var mygla og önnur spilliefni, svo allt þurfti að flokka og efninu að farga eftir kúnstarinnar reglum. „Hér er verið að rífa gamla frystihúsið á Kirkjusandi, og Íslandsbankahúsið eins og flestir þekkja það. Þetta er ofsalega gleðilegt að þessum kafla í sögu svæðisins er loksins að ljúka,“ segir Kjartan Smári Höskuldsson framkvæmdastjóri Íslandssjóða. Húsið hefur staðið tómt síðan 2017 þegar í ljós komu rakaskemmdir, en niðurrifið sjálft hófst ekki fyrr en fyrir um þremur mánuðum. „Þetta var flókið verkefni. Útaf þessum skemmdum þá þurfti að tæma húsið að innan, skræla allt lífrænt efni, hreinsa það, flokka það og koma því á réttu staðina. Þannig að núna er kannski einfaldi hlutinn eftir en jafnframt sá dramatískasti sem er auðvitað að rífa sjálfa bygginguna,“ segir Kjartan. Áætlað er að verkinu verði lokið eftir nokkrar vikur. „Það er mikið af stáli í þessu, steypustirktarjárni þannig að hér eru öflugar græjur að verki og þetta mun taka nokkrar vikur í viðbót en meiningin er að svæðið verði tilbúið til uppbyggingar næsta haust.“ Til stendur að reisa 220 fjölbreyttar íbúðir á svæðinu. „Þetta er rándýrt. En þetta mun borga sig á endanum. Markmiðið var alltaf hér að byggja upp flott, gott borgarhverfi og það er alveg morgunljóst í mínum huga að það er að takast,“ segir Kjartan.
Íslandsbanki Reykjavík Mygla Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira