Þarf heppni til að fæðingarorlof með fjölbura gangi upp? Margrét Finney Jónsdóttir skrifar 26. júní 2024 09:01 Eins og fæðingarorlof fyrir fjölburaforeldra er nú eru 12 mánuðir í fæðingarorlof og við það bætast 3 mánuðir fyrir hvert barn umfram eitt. Tvíburaforeldrar fá því samtals 15 mánuði til að skipta á milli sín og þríburaforeldrar 18 mánuði. Algengt er að fjölburar fæðist fyrir tímann og geta verið ýmsar ástæður fyrir því. Ef barn/börn dvelja á Vökudeild í meira en 7 daga bætist sá tími sem það dvelur þar aftan við fæðingarorlof. Ég og konan mín eignuðumst þríburastúlkur í apríl 2023 eftir rétt rúmlega 27 vikna meðgöngu eða 3 mánuðum fyrir tímann. Við vorum með stelpurnar okkar í 3 mánuði á Vökudeild og þær útskrifuðust allar heim með næringarsondu og ein þeirra að auki með súrefni. Þær voru því í raun ennþá innskrifaðar á Vökudeildinni en við komumst heim og sinntum þar sjálfar áfram sondugjöfum og súrefnismeðferð. Eins og flest vita er mikil vinna að eignast barn, eitt barn. Að eignast fjölbura er mikil hamingja en líka gríðarlegt álag. Við vorum undirmannaðar frá fyrsta degi heima, dæturnar þrjár en mömmurnar bara tvær. Að geta ekki huggað öll börnin í einu eða sýnt hverju og einu óskipta athygli tekur á. Það þarf að lágmarki 4 hendur til þess að sinna þremur ungabörnum en núverandi skipulag fæðingarorlofs býður ekki upp á það. Við vorum saman í fæðingarorlofi í 8 mánuði og kláraðist réttur okkar því ansi hratt. Eftir það tók við mikið púsluspil varðandi vinnu og dreifingu fæðingarorlofs til þess að geta verið heima þar til stelpurnar fengu dagvistun. Ég er heppin að starfa hjá Ríkinu og safnaði því sumarfríi þrátt fyrir að vera í fæðingarorlofi en konan mín var ekki svo heppin. Við erum heppnar að hafa risa bakland en fjölskylda og vinir hafa tekið vaktir heima hjá okkur frá því að við komum heim með stelpurnar. Við erum heppnar að hafa átt sparnað sem við tæmdum hratt og örugglega vegna þrefalds kostnaðar við að eignast þríbura. - Við erum heppnar að eiga fjárhagslega sterkt bakland sem hefur aðstoðað okkur við kaup á nauðsynlegum hlutum. Við erum heppnar að ein af dætrum okkar er með fötlun og við fáum umönnunargreiðslur mánaðarlega frá Tryggingastofnun. Ég var heppin að hafa lent í alvarlegum veikindum og gat því frestað fæðingarorlofi og tekið veikindaleyfi frá vinnu í staðinn. Við erum heppnar að hægt sé að dreifa fæðingarorlofi yfir lengri tíma og verða þannig fyrir verulegri tekjuskerðingu. Við erum heppnar að leikskólinn gat komið til móts við okkur og leyft stelpunum að byrja mánuði fyrir sumarfrí í staðinn fyrir í haust til að samræmi væri á milli leikskólans og vinnu hjá okkur. Er það heppni sem þarf til þess að fæðingarorlof okkar fjölburaforeldra gangi upp? Það er ýmislegt á þessum lista sem fæst myndu kalla heppni en þetta er raunveruleikinn okkar og það sem hefur gert það að verkum að þetta svokallaða fæðingarorlof okkar gekk upp. Það er engin sanngirni sem felst í því að fæðingarorlof fylgi fæðingu en ekki barni. Í raun fékk elsta dóttir okkar 12 mánuði og því fylgdu 12 greiðslur frá Fæðingarorlofssjóð, sú sem fæddist um 30 sekúndum á eftir henni fékk 3 mánuði og þar með bara 3 greiðslur. Yngsta dóttir okkar, fædd um 50 sekúndum á eftir þeirri elstu, fékk einnig bara 3 mánuði og 3 greiðslur. Þetta er reikningsdæmi sem gengur ekki upp. Af hverju eru neikvæðar afleiðingar af því að eignast þrjú börn á sömu mínútunni? Ef dætur okkar ættu hver sinn afmælisdaginn hefðu þetta verið 36 mánuðir í fæðingarorlof og 36 greiðslur. Við dvöldum saman með dætrum okkar á Vökudeild í 3 mánuði. Við fengum fæðingarorlofi framlengt um 3 mánuði samtals fyrir þann tíma. Þarna fylgir fæðingarorlofið hvorki börnunum né foreldrunum, þar sem við vorum tvær og börnin þrjú. Ef einstætt foreldri með eitt barn dvelur á Vökudeild í þennan tíma fær það einnig 3 mánuði, hvernig getur það staðist? Við fjölburaforeldrar erum ekki mörg en við verðum að hafa hátt, nýta og taka þátt í þeirri umræðu sem skapast hefur undanfarið í samfélaginu. Við verðum að koma á verulegum breytingum svo að fjölburaforeldrar framtíðarinnar geti notið þess að vera í fæðingarorlofi með börnunum sínum. Höfundur er þríburamóðir og hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Börn og uppeldi Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Eins og fæðingarorlof fyrir fjölburaforeldra er nú eru 12 mánuðir í fæðingarorlof og við það bætast 3 mánuðir fyrir hvert barn umfram eitt. Tvíburaforeldrar fá því samtals 15 mánuði til að skipta á milli sín og þríburaforeldrar 18 mánuði. Algengt er að fjölburar fæðist fyrir tímann og geta verið ýmsar ástæður fyrir því. Ef barn/börn dvelja á Vökudeild í meira en 7 daga bætist sá tími sem það dvelur þar aftan við fæðingarorlof. Ég og konan mín eignuðumst þríburastúlkur í apríl 2023 eftir rétt rúmlega 27 vikna meðgöngu eða 3 mánuðum fyrir tímann. Við vorum með stelpurnar okkar í 3 mánuði á Vökudeild og þær útskrifuðust allar heim með næringarsondu og ein þeirra að auki með súrefni. Þær voru því í raun ennþá innskrifaðar á Vökudeildinni en við komumst heim og sinntum þar sjálfar áfram sondugjöfum og súrefnismeðferð. Eins og flest vita er mikil vinna að eignast barn, eitt barn. Að eignast fjölbura er mikil hamingja en líka gríðarlegt álag. Við vorum undirmannaðar frá fyrsta degi heima, dæturnar þrjár en mömmurnar bara tvær. Að geta ekki huggað öll börnin í einu eða sýnt hverju og einu óskipta athygli tekur á. Það þarf að lágmarki 4 hendur til þess að sinna þremur ungabörnum en núverandi skipulag fæðingarorlofs býður ekki upp á það. Við vorum saman í fæðingarorlofi í 8 mánuði og kláraðist réttur okkar því ansi hratt. Eftir það tók við mikið púsluspil varðandi vinnu og dreifingu fæðingarorlofs til þess að geta verið heima þar til stelpurnar fengu dagvistun. Ég er heppin að starfa hjá Ríkinu og safnaði því sumarfríi þrátt fyrir að vera í fæðingarorlofi en konan mín var ekki svo heppin. Við erum heppnar að hafa risa bakland en fjölskylda og vinir hafa tekið vaktir heima hjá okkur frá því að við komum heim með stelpurnar. Við erum heppnar að hafa átt sparnað sem við tæmdum hratt og örugglega vegna þrefalds kostnaðar við að eignast þríbura. - Við erum heppnar að eiga fjárhagslega sterkt bakland sem hefur aðstoðað okkur við kaup á nauðsynlegum hlutum. Við erum heppnar að ein af dætrum okkar er með fötlun og við fáum umönnunargreiðslur mánaðarlega frá Tryggingastofnun. Ég var heppin að hafa lent í alvarlegum veikindum og gat því frestað fæðingarorlofi og tekið veikindaleyfi frá vinnu í staðinn. Við erum heppnar að hægt sé að dreifa fæðingarorlofi yfir lengri tíma og verða þannig fyrir verulegri tekjuskerðingu. Við erum heppnar að leikskólinn gat komið til móts við okkur og leyft stelpunum að byrja mánuði fyrir sumarfrí í staðinn fyrir í haust til að samræmi væri á milli leikskólans og vinnu hjá okkur. Er það heppni sem þarf til þess að fæðingarorlof okkar fjölburaforeldra gangi upp? Það er ýmislegt á þessum lista sem fæst myndu kalla heppni en þetta er raunveruleikinn okkar og það sem hefur gert það að verkum að þetta svokallaða fæðingarorlof okkar gekk upp. Það er engin sanngirni sem felst í því að fæðingarorlof fylgi fæðingu en ekki barni. Í raun fékk elsta dóttir okkar 12 mánuði og því fylgdu 12 greiðslur frá Fæðingarorlofssjóð, sú sem fæddist um 30 sekúndum á eftir henni fékk 3 mánuði og þar með bara 3 greiðslur. Yngsta dóttir okkar, fædd um 50 sekúndum á eftir þeirri elstu, fékk einnig bara 3 mánuði og 3 greiðslur. Þetta er reikningsdæmi sem gengur ekki upp. Af hverju eru neikvæðar afleiðingar af því að eignast þrjú börn á sömu mínútunni? Ef dætur okkar ættu hver sinn afmælisdaginn hefðu þetta verið 36 mánuðir í fæðingarorlof og 36 greiðslur. Við dvöldum saman með dætrum okkar á Vökudeild í 3 mánuði. Við fengum fæðingarorlofi framlengt um 3 mánuði samtals fyrir þann tíma. Þarna fylgir fæðingarorlofið hvorki börnunum né foreldrunum, þar sem við vorum tvær og börnin þrjú. Ef einstætt foreldri með eitt barn dvelur á Vökudeild í þennan tíma fær það einnig 3 mánuði, hvernig getur það staðist? Við fjölburaforeldrar erum ekki mörg en við verðum að hafa hátt, nýta og taka þátt í þeirri umræðu sem skapast hefur undanfarið í samfélaginu. Við verðum að koma á verulegum breytingum svo að fjölburaforeldrar framtíðarinnar geti notið þess að vera í fæðingarorlofi með börnunum sínum. Höfundur er þríburamóðir og hjúkrunarfræðingur.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun