Snoop er einn frægasti rappari samtímans eftir að hafa gefið út hvern smellinn á fætur öðrum á sínum tíma. Á mánudag fór fram undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Eugene í Oregon. Snoop var mættur til að fylgjast með og fjalla um fyrir NBC.

Klæddur í íþróttagalla í litum bandaríska fánans og með mynd af Kobe Bryant heitnum ákvað Snoop að taka 200 metra á hlaupabrautinni. Hann var ekki einn en hlaupararnir fyrrverandi Ato Boldon og Wallace Spearmon hlupu með rapparanum.
Þrátt fyrir að koma langsíðastur af þremenningunum í mark var Snoop gríðarlega sáttur með tímann. Hljóp hann á 34,44 sekúndum.
This wknd was fun 😅😆 much respect to all tha world class athletes @NBCOlympics @NBCSports see yall in Paris!! 👊🏿💭📺 🇺🇸 🇫🇷 pic.twitter.com/rIxMFeUYrK
— Snoop Dogg (@SnoopDogg) June 24, 2024
Ólympíuleikarnir í París fara fram frá 26. júlí til 11. ágúst. NBC hefur sagt lýsingar kappans rafmagnaðar og verður forvitnilegt að sjá hvernig honum tekst til í sumar.