Spalletti skammaði sína menn eftir dramatíkina gegn Króatíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júní 2024 08:30 Luciano Spalletti á hliðarlínunni í leiknum gegn Króatíu. getty/Masashi Hara Þrátt fyrir að Ítalir hafi bjargað stigi gegn Króötum og þar með tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópumótsins skammaði Luciano Spalletti, þjálfari ítalska liðsins, sína menn eftir leikinn í gær. Þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í leiknum í Leipzig í gær skoraði Mattia Zaccagni jöfnunarmark Ítalíu með frábæru skoti. Ítalir tryggðu sér þar með 2. sætið í B-riðli og sæti í sextán liða úrslitum EM þar sem þeir mæta Svisslendingum. Spalletti var þó langt frá því að vera sáttur við liðið sitt eftir leikinn og fannst það ekki hafa sýnt sínar réttu hliðar. „Við vorum langt frá því að vera skynsamir. Ef við eigum í vandræðum með að spila út frá vörninni með einföldum sendingum verðum við í vandræðum sama hvaða uppstillingu og leikkerfi við notum,“ sagði Spalletti. „Í fyrri hálfleik töpuðum við boltanum á hátt sem við höfum ekki efni á að gera. Það var ekki skynsamt. Ef við spilum ekki vel, ef við framkvæmum bara grunnatriðin og ekkert meira lendum við í vandræðum. Þetta snerist ekki um leikkerfið. Við vorum of hikandi í fyrri hálfleik. Kerfið skipti ekki máli miðað við viðhorfið og gæðin sem við sýndum.“ Ítalir urðu Evrópumeistarar fyrir þremur árum en mistókst svo að komast á HM í Katar. Á ýmsu gekk í undankeppni EM en þeir tryggðu sér samt sæti á mótinu í Þýskalandi og eru enn með þar, þrátt fyrir allt. EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Mörkin: Ítölsk dramatík og fullt hús stiga hjá Spáni Keppni lauk í B-riðli á EM karla í fótbolta í kvöld og eins og svo oft áður á þessu móti var boðið upp á mikla dramatík og mark í uppbótartíma. 24. júní 2024 22:30 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Miklu meira af bakertíum á tækjunum í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Sjá meira
Þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í leiknum í Leipzig í gær skoraði Mattia Zaccagni jöfnunarmark Ítalíu með frábæru skoti. Ítalir tryggðu sér þar með 2. sætið í B-riðli og sæti í sextán liða úrslitum EM þar sem þeir mæta Svisslendingum. Spalletti var þó langt frá því að vera sáttur við liðið sitt eftir leikinn og fannst það ekki hafa sýnt sínar réttu hliðar. „Við vorum langt frá því að vera skynsamir. Ef við eigum í vandræðum með að spila út frá vörninni með einföldum sendingum verðum við í vandræðum sama hvaða uppstillingu og leikkerfi við notum,“ sagði Spalletti. „Í fyrri hálfleik töpuðum við boltanum á hátt sem við höfum ekki efni á að gera. Það var ekki skynsamt. Ef við spilum ekki vel, ef við framkvæmum bara grunnatriðin og ekkert meira lendum við í vandræðum. Þetta snerist ekki um leikkerfið. Við vorum of hikandi í fyrri hálfleik. Kerfið skipti ekki máli miðað við viðhorfið og gæðin sem við sýndum.“ Ítalir urðu Evrópumeistarar fyrir þremur árum en mistókst svo að komast á HM í Katar. Á ýmsu gekk í undankeppni EM en þeir tryggðu sér samt sæti á mótinu í Þýskalandi og eru enn með þar, þrátt fyrir allt.
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Mörkin: Ítölsk dramatík og fullt hús stiga hjá Spáni Keppni lauk í B-riðli á EM karla í fótbolta í kvöld og eins og svo oft áður á þessu móti var boðið upp á mikla dramatík og mark í uppbótartíma. 24. júní 2024 22:30 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Miklu meira af bakertíum á tækjunum í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Sjá meira
Mörkin: Ítölsk dramatík og fullt hús stiga hjá Spáni Keppni lauk í B-riðli á EM karla í fótbolta í kvöld og eins og svo oft áður á þessu móti var boðið upp á mikla dramatík og mark í uppbótartíma. 24. júní 2024 22:30