Gugga í Gatsby kveður: „Margar konur búnar að skæla hérna inni“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. júní 2024 07:01 Gugga hefur í sex ár selt allskyns Gatsby tengdan varning. Guðbjörg Jóhannesdóttir betur þekkt sem Gugga í Gatsby mun í vikunni loka dyrum Gatsby fataverslunarinnar í Hafnarfirði fyrir fullt og allt. Hún segir eftirspurn eftir fötum í þessum stíl gríðarlega mikla og er hrærð yfir viðbrögðum viðskiptavina sinna á lokametrum verslunarinnar sem áfram verður rekin í einhverri mynd á netinu. „Síðasti dagurinn okkar verður á fimmtudag og viðtökurnar hafa verið ótrúlegar. Það eru margar konur búnar að skæla hérna inni, við erum búin að skæla, höfum fengið blóm og ég veit ekki hvað ég er búin að knúsa marga. Mér líður bara eins og ég sé að gera eitthvað af mér með því að loka,“ segir Gugga í samtali við Vísi. Verslun hennar hefur verið rekin í sex ár á Strandgötu í Hafnarfirði og er um að ræða sannkallað sérverslun með fatnaði frá þriðja og fjórða áratug síðustu aldar, fatnaði sem oft er kenndur við skáldsöguna The Great Gatsby eftir F. Scott Fitzgerald frá árinu 1925. Gugga tilkynnti viðskiptavinum um lokun verslunarinnar á samfélagsmiðlum þann 7. júní síðastliðinn. Í fyrstu hugðist hún hafa opið út júlí en síðar áttað sig á að lagerinn myndi klárast löngu fyrir það. Síðasti dagur opnunar verður því á fimmtudaginn 27. júní. Lét drauminn rætast Gugga segir að ástæða þess að hún loki séu fyrst og fremst af persónulegum toga. Reksturinn hafi tekið á, hafi verið orðið þungur undanfarin ár en hafi fyrst og fremst verið farinn að taka toll af Guggu sem staðið hafi í ströngu. Gugga rak augun í verslunarrýmið árið 2018. „Ég hringdi bara í eiginmanninn og sagði honum að annað hvort yrði ég gömul geðvond kelling sem fékk ekki að láta drauminn rætast eða að við myndum gera eitthvað í þessu. Við opnuðum verslunina mánuði seinna,“ segir Gugga hlæjandi. Hún lýsir síðustu sex árum sem heljarinnar ævintýri. Viðtökurnar hafi verið stórkostlegar frá degi eitt og hún kynnst mörgum viðskiptavinum þessi ár. „Það er eitthvað attitjúd í þessum kjólum og þessum stíl,“ segir Gugga sem haldið hefur í anda þessa ára með því að spila eingöngu tónlist þessa tíma í versluninni. „Við vitum orðið svo margt um margar, hvar þær eru staddar í lífinu. Við erum búin að taka þátt í gleði og sorg hjá svo mörgum á einn eða annan hátt og eins og ég segi, mér líður bara eins og ég sé að gera eitthvað af mér,“ segir Gugga og viðurkennir að það séu blendnar tilfinningar í spilunum. „Við mættum hérna hjónin saman í morgun. Það er allt að verða tómt og það er nú ekki oft sem ég sé manninn minn svona hálf partinn beygja af. Þetta er mjög skrýtið, þetta er mjög ljúfsárt.“ Verslun Hafnarfjörður Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
„Síðasti dagurinn okkar verður á fimmtudag og viðtökurnar hafa verið ótrúlegar. Það eru margar konur búnar að skæla hérna inni, við erum búin að skæla, höfum fengið blóm og ég veit ekki hvað ég er búin að knúsa marga. Mér líður bara eins og ég sé að gera eitthvað af mér með því að loka,“ segir Gugga í samtali við Vísi. Verslun hennar hefur verið rekin í sex ár á Strandgötu í Hafnarfirði og er um að ræða sannkallað sérverslun með fatnaði frá þriðja og fjórða áratug síðustu aldar, fatnaði sem oft er kenndur við skáldsöguna The Great Gatsby eftir F. Scott Fitzgerald frá árinu 1925. Gugga tilkynnti viðskiptavinum um lokun verslunarinnar á samfélagsmiðlum þann 7. júní síðastliðinn. Í fyrstu hugðist hún hafa opið út júlí en síðar áttað sig á að lagerinn myndi klárast löngu fyrir það. Síðasti dagur opnunar verður því á fimmtudaginn 27. júní. Lét drauminn rætast Gugga segir að ástæða þess að hún loki séu fyrst og fremst af persónulegum toga. Reksturinn hafi tekið á, hafi verið orðið þungur undanfarin ár en hafi fyrst og fremst verið farinn að taka toll af Guggu sem staðið hafi í ströngu. Gugga rak augun í verslunarrýmið árið 2018. „Ég hringdi bara í eiginmanninn og sagði honum að annað hvort yrði ég gömul geðvond kelling sem fékk ekki að láta drauminn rætast eða að við myndum gera eitthvað í þessu. Við opnuðum verslunina mánuði seinna,“ segir Gugga hlæjandi. Hún lýsir síðustu sex árum sem heljarinnar ævintýri. Viðtökurnar hafi verið stórkostlegar frá degi eitt og hún kynnst mörgum viðskiptavinum þessi ár. „Það er eitthvað attitjúd í þessum kjólum og þessum stíl,“ segir Gugga sem haldið hefur í anda þessa ára með því að spila eingöngu tónlist þessa tíma í versluninni. „Við vitum orðið svo margt um margar, hvar þær eru staddar í lífinu. Við erum búin að taka þátt í gleði og sorg hjá svo mörgum á einn eða annan hátt og eins og ég segi, mér líður bara eins og ég sé að gera eitthvað af mér,“ segir Gugga og viðurkennir að það séu blendnar tilfinningar í spilunum. „Við mættum hérna hjónin saman í morgun. Það er allt að verða tómt og það er nú ekki oft sem ég sé manninn minn svona hálf partinn beygja af. Þetta er mjög skrýtið, þetta er mjög ljúfsárt.“
Verslun Hafnarfjörður Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent