Ekki alltaf hægt að endurheimta öll gögn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júní 2024 21:39 Jóhanna Vigdís brýnir til fyrirtækja og stofnanna að leita að öryggisveikleikum með forvirkum hætti. Vísir/Samsett Vefur Morgunblaðsins, mbl.is, lá niðri í dag í um þrjá klukkutíma í kjölfar stórfelldrar netárásar á tækniinnviði Árvakurs. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, stjórnandi viðskiptaþróunar og meðstofnandi Defend Iceland, fyrirtækis sem sérhæfir sig í forvirku netöryggi, segir blasa við að árásin hafi verið háalvarleg og að það sé ekki alltaf hægt að endurheimta töpuð gögn. Árásin var það umfangsmikil að óvíst er hvort Morgunblað morgundagsins verði gefið út. Finna veikleika og brjótast inn Jóhanna Vigdís segir að svo virðist sem að netárásarhópur sambærilegur þeim sem gerði árás á Háskólann í Reykjavík fyrr á árinu hafi staðið að baki árásinni. Hún segir aðferðir allra slíkra hópa sambærilegar. „Allir þessir hópar fara sömu leið. Þeir nota öryggisveikleika sem eru í kerfum tiltekinna fyrirtækja og stofnanna. Þeir leita að öryggisveikleikum, finna þá og nota þá til að brjótast inn,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Dæmi um slíka öryggisveikleika sé skortur á tvíþátta auðkenningu, léleg lykilorð starfsmanna auk fleira. Heimildir Vísis herma að árásin á Árvakur hafi verið svokölluð gagnagíslatökuárás sem útsettist á ensku sem ransomware attack. Árásarhópar brjótist þá inn í miðlæg tölvukerfi fyrirtækja, taki afrit af gögnum og loki á aðgang fyrirtækisins að þeim. Getur reynst kostnaðarsamt „Gagnagíslataka þýðir að fyrirtækið hefur ekki lengur aðgang að sínum gögnum. Það skiptir engu máli hvaða fyrirtæki það er í dag eru gögn verðmætasta eign allra fyrirtækja. Ef að þitt fyrirtæki hefur ekki aðgang að gögnum fyrirtækisins þá er það gríðarlega alvarlegt,“ segir Jóhanna Vigdís. „Ég held að fólk geti alveg ímyndað sér hvað það þýði fyrir stór fyrirtæki að lenda í svona netárás,“ segir Jóhanna og bætir við að það geti einnig reynst fyrirtækjum gríðarlega kostnaðarsamt. Netárásarhópar, eins og hinn rússneski Akira sem stóð að baki árásinni á Háskólann í Reykjavík og hefur verið að gera árásir á íslensk fyrirtæki og stofnanir, noti gíslatöku gagnanna til að fjárkúga fyrirtækin. „En það er auðvitað eitthvað sem á alls ekki að gera. Þá náttúrlega virkar þetta,“ segir Jóhanna. Ekki alltaf hægt að endurheimta gögnin Til séu viðbragðshópar sem koma fyrirtækjum sem lenda í slíkum árásum til aðstoðar en ekki er alltaf hægt að endurheimta öll gögn þegar svona árásir eru gerðar. „Það er hægt að reyna og svo er allur gangur á því hvernig það gengur,“ segir Jóhanna. „Ég held að það sé ekki hægt að leggja nógu mikla áherslu á það að það eru öryggisveikleikar hjá öllum og það geta allir lent í þessu. Það er akkúrat það sem Defend Iceland leggur áherslu á, að fyrirtæki og stofnanir leiti með forvirkum hætti að öryggisveikleikum svo þau lendi ekki í svona löguðu,“ segir hún. Netöryggi Fjölmiðlar Netglæpir Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Árásin var það umfangsmikil að óvíst er hvort Morgunblað morgundagsins verði gefið út. Finna veikleika og brjótast inn Jóhanna Vigdís segir að svo virðist sem að netárásarhópur sambærilegur þeim sem gerði árás á Háskólann í Reykjavík fyrr á árinu hafi staðið að baki árásinni. Hún segir aðferðir allra slíkra hópa sambærilegar. „Allir þessir hópar fara sömu leið. Þeir nota öryggisveikleika sem eru í kerfum tiltekinna fyrirtækja og stofnanna. Þeir leita að öryggisveikleikum, finna þá og nota þá til að brjótast inn,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Dæmi um slíka öryggisveikleika sé skortur á tvíþátta auðkenningu, léleg lykilorð starfsmanna auk fleira. Heimildir Vísis herma að árásin á Árvakur hafi verið svokölluð gagnagíslatökuárás sem útsettist á ensku sem ransomware attack. Árásarhópar brjótist þá inn í miðlæg tölvukerfi fyrirtækja, taki afrit af gögnum og loki á aðgang fyrirtækisins að þeim. Getur reynst kostnaðarsamt „Gagnagíslataka þýðir að fyrirtækið hefur ekki lengur aðgang að sínum gögnum. Það skiptir engu máli hvaða fyrirtæki það er í dag eru gögn verðmætasta eign allra fyrirtækja. Ef að þitt fyrirtæki hefur ekki aðgang að gögnum fyrirtækisins þá er það gríðarlega alvarlegt,“ segir Jóhanna Vigdís. „Ég held að fólk geti alveg ímyndað sér hvað það þýði fyrir stór fyrirtæki að lenda í svona netárás,“ segir Jóhanna og bætir við að það geti einnig reynst fyrirtækjum gríðarlega kostnaðarsamt. Netárásarhópar, eins og hinn rússneski Akira sem stóð að baki árásinni á Háskólann í Reykjavík og hefur verið að gera árásir á íslensk fyrirtæki og stofnanir, noti gíslatöku gagnanna til að fjárkúga fyrirtækin. „En það er auðvitað eitthvað sem á alls ekki að gera. Þá náttúrlega virkar þetta,“ segir Jóhanna. Ekki alltaf hægt að endurheimta gögnin Til séu viðbragðshópar sem koma fyrirtækjum sem lenda í slíkum árásum til aðstoðar en ekki er alltaf hægt að endurheimta öll gögn þegar svona árásir eru gerðar. „Það er hægt að reyna og svo er allur gangur á því hvernig það gengur,“ segir Jóhanna. „Ég held að það sé ekki hægt að leggja nógu mikla áherslu á það að það eru öryggisveikleikar hjá öllum og það geta allir lent í þessu. Það er akkúrat það sem Defend Iceland leggur áherslu á, að fyrirtæki og stofnanir leiti með forvirkum hætti að öryggisveikleikum svo þau lendi ekki í svona löguðu,“ segir hún.
Netöryggi Fjölmiðlar Netglæpir Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira