Mbappé nefbrotnaði í fyrsta leiknum á EM sem var á móti Austurríki. Óvissa var með þátttöku hans í framhaldinu en nú lítur út fyrir að hann sé orðinn leikfær.
Hann spilaði æfingarleikinn með nýju grímuna í gær og skoraði tvö mörk auk þess að leggja upp önnur tvö til viðbótar.
Leiknum var skipt niður í tvo þrjátíu mínútna hálfleiki og var hann spilaður á móti 21 árs liði Paderborn.
Leikurinn fór fram fyrir luktum dyrum en fréttir láku út eftir flotta frammistöðu Mbappé.
Frakkar mæta næst Póllandi á þriðjudaginn í lokaleik sínum í riðlinum. Frakkar eru með fjögur stig en Pólverjar eru stigalausir og úr leik.
Hollendingar eru líka með fjögur stig en Austurríkismenn eru með þrjú stig.
Frakkar eru því í góðri stöðu en ekki þó öruggir áfram.
Pour la première fois depuis sa blessure au nez, Kylian Mbappé a participé à une opposition, dont il a disputé l'intégralité, samedi face à des jeunes du SC Paderborn. Sans être encore persuadé de jouer mardi contre la Pologne. https://t.co/bgqn8JQYFS pic.twitter.com/VOEvACd4zI
— L'ÉQUIPE (@lequipe) June 22, 2024