Eitt af bestu tímabilum íslenskrar knattspyrnukonu erlendis Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2024 10:31 FC Nordsjælland varð danskur meistari í fyrsta sinn og vann báða stóru titlaana í boði. Það var því mikið fagnað hjá Emilíu Kiær Ásgeirsdóttur og félögum. @fcnordsjaelland Emilía Kiær Ásgeirsdóttir kláraði á dögunum frábært tímabil sitt með danska félaginu Nordsjælland. Emilía Kiær valdi nýverið að spila með íslenska landsliðinu frekar en því danska og lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Austurríki á Laugardalsvellinum. Eftir að hafa klæðst íslensku landsliðstreyjunni í fyrsta sinn þá kórónaði hún síðan tímabilið með því að vinna bæði danska meistaratitilinn og danska bikarmeistaratitilinn með Nordsjælland. View this post on Instagram A post shared by Emilía Kiær Ásgeirsdóttir (@emiliakiaer) Báðir titlarnir komu í hús eftir æsispennandi Íslendingaslagi á móti Bröndby. Fyrst nægði Nordsjælland jafntefli á útivelli til að tryggja sér meistaratitilinn, sem tókst, og svo vann liðið 2-1 sigur á Bröndby í bikarúrslitaleiknum. Það sem gerir þetta tímabil hjá Emilíu Kiær að einu af þeim bestu tímabilum hjá íslenskri knattspyrnukonu erlendis er að hún ekki aðeins það að hún sé að vinna tvöfalt með sínu liði. Hún er að vinna tvöfalt þar sem hún er markahæst í dönsku deildinni með tíu mörk og hún skoraði síðan einnig fyrsta mark liðsins í bikarúrslitaleiknum. Markadrottning, meistari, bikarmeistari og hetja í bikarúrslitaleiknum. Það verður varla mikið betra en það. Emilía Kiær og liðfélagar hennar voru líka að brjóta blað í sögu félagsins. Þetta er í fyrsta sinn sem Nordsjælland liðið verður danskur meistari og að sjálfsögðu um leið í fyrsta sinn sem liðið vann tvöfalt. Bikarinn var liðið aftur á móti að vinna annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fimm árum. Nordsjælland hafði ekki heldur náð að enda í öðru sæti og besti árangurinn fyrir þetta tímabil var þriðja sætið í fyrsta og eina skiptið árið 2020. Nordsjælland endaði með þessu þriggja ára sigurgöngu HB Køge. Yngri lið félagsins voru líka mjög sigursæl á þessu tímabili og því er framtíðin líka björg. Emilía Kiær sjálf er auk þess bara nítján ára gömul og er því bara rétt að byrja. View this post on Instagram A post shared by FC Nordsjælland 🐯 (@fcnordsjaelland) Danski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Emilía Kiær valdi nýverið að spila með íslenska landsliðinu frekar en því danska og lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Austurríki á Laugardalsvellinum. Eftir að hafa klæðst íslensku landsliðstreyjunni í fyrsta sinn þá kórónaði hún síðan tímabilið með því að vinna bæði danska meistaratitilinn og danska bikarmeistaratitilinn með Nordsjælland. View this post on Instagram A post shared by Emilía Kiær Ásgeirsdóttir (@emiliakiaer) Báðir titlarnir komu í hús eftir æsispennandi Íslendingaslagi á móti Bröndby. Fyrst nægði Nordsjælland jafntefli á útivelli til að tryggja sér meistaratitilinn, sem tókst, og svo vann liðið 2-1 sigur á Bröndby í bikarúrslitaleiknum. Það sem gerir þetta tímabil hjá Emilíu Kiær að einu af þeim bestu tímabilum hjá íslenskri knattspyrnukonu erlendis er að hún ekki aðeins það að hún sé að vinna tvöfalt með sínu liði. Hún er að vinna tvöfalt þar sem hún er markahæst í dönsku deildinni með tíu mörk og hún skoraði síðan einnig fyrsta mark liðsins í bikarúrslitaleiknum. Markadrottning, meistari, bikarmeistari og hetja í bikarúrslitaleiknum. Það verður varla mikið betra en það. Emilía Kiær og liðfélagar hennar voru líka að brjóta blað í sögu félagsins. Þetta er í fyrsta sinn sem Nordsjælland liðið verður danskur meistari og að sjálfsögðu um leið í fyrsta sinn sem liðið vann tvöfalt. Bikarinn var liðið aftur á móti að vinna annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fimm árum. Nordsjælland hafði ekki heldur náð að enda í öðru sæti og besti árangurinn fyrir þetta tímabil var þriðja sætið í fyrsta og eina skiptið árið 2020. Nordsjælland endaði með þessu þriggja ára sigurgöngu HB Køge. Yngri lið félagsins voru líka mjög sigursæl á þessu tímabili og því er framtíðin líka björg. Emilía Kiær sjálf er auk þess bara nítján ára gömul og er því bara rétt að byrja. View this post on Instagram A post shared by FC Nordsjælland 🐯 (@fcnordsjaelland)
Danski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira