Óheppnasti leikmaður Evrópumótsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2024 11:51 Romelu Lukaku er örugglega ekki mikill aðdáandi myndbandsdómgæslu eftir tvo fyrstu leiki Belgíu á EM í fótbolta í Þýskalandi. Getty/ Stu Forster Það er ekki hægt annað en að vorkenna belgíska framherjanum Romelu Lukaku sem er enn að bíða eftir fyrsta löglega marki sínu á Evrópumótinu í Þýskalandi. Þrjú mörk hafa verið dæmd af Lukaku af myndbandsdómurum. Hann gæti því verið markahæsti leikmaður keppninnar en er þess í stað enn að bíða eftir marki númer eitt. Hann er án efa óheppnasti leikmaður Evrópumótsins til þessa. Það sem er kannski verst að Lukaku hefur fagnað öllum þessum þremur mörkum gríðarlega aðeins til þess að fá fréttirnar úr VAR-herberginu í kjölfarið. Tvö markanna voru dæmd af vegna rangstöðu og eitt vegna umdeildrar hendi í aðdragandanum. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Það munaði ekki mörgum millimetrum í rangstöðunni í markinu sem var dæmt af Lukaku á móti Rúmenum í gær. Hann fékk þá laglega stungusendingu frá Kevin De Bruyne og skoraði af mikill yfirvegum. Í ljós kom að hann var örlítið fyrir innan aftasta varnarmann þegar sendingin var gefin. Mörkin tvö sem voru dæmd af honum á móti Slóvökum voru markaskoraramörk en það seinna var einkar lagleg afgreiðsla. Seinna markið var fullkomlega gilt í augum allra og enginn mótmælti. Það fannst aftur á móti hendi í aðdragandanum og það var nóg til að markið var dæmt af. E-riðill er æsispennandi eftir að Belgar unnu Rúmeníu í dag. Romelu Lukaku hélt áfram að skora mörk sem telja ekki neitt 😞🇧🇪🇷🇴 pic.twitter.com/dSLoD26GHL— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 22, 2024 Belgar unnu leikinn á móti Rúmeníu í gær ólíkt því þegar þeir töpuðu fyrsta leiknum. Svekkelsi Lukaku var því ekki eins mikið í gær. Belgarnir eru í öðru sæti riðilsins og sigur á Úkraínu í lokaleiknum ætti að koma þeim í sextán liða úrslitin. Spennan í riðlinum er samt mikil því öll fjögur liðin geta tryggt sig áfram með sigri. Þau hafa nefnilega öll fjögur náð í þrjú stig í fyrstu tveimur leikjum sínum. Rúmenar töpuðu 2-0 í gær en eru samt í efsta sæti riðilsins þökk sé 3-0 sigurs þeirra á Úkraínu í fyrtsa leik. Lokaumferðin á miðvikudaginn verður því æsispennandi. Hver veit nema að Lukaku nái þá loksins að skora löglegt mark. Hann hlýtur að hætta að vera svona óheppinn. Markið og helstu atviku úr sigri Slóvakíu gegn Belgíu í dag. VAR stöðvaði Lukaku í tvígang 🇪🇺 pic.twitter.com/4jGPedg0RV— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 17, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Þrjú mörk hafa verið dæmd af Lukaku af myndbandsdómurum. Hann gæti því verið markahæsti leikmaður keppninnar en er þess í stað enn að bíða eftir marki númer eitt. Hann er án efa óheppnasti leikmaður Evrópumótsins til þessa. Það sem er kannski verst að Lukaku hefur fagnað öllum þessum þremur mörkum gríðarlega aðeins til þess að fá fréttirnar úr VAR-herberginu í kjölfarið. Tvö markanna voru dæmd af vegna rangstöðu og eitt vegna umdeildrar hendi í aðdragandanum. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Það munaði ekki mörgum millimetrum í rangstöðunni í markinu sem var dæmt af Lukaku á móti Rúmenum í gær. Hann fékk þá laglega stungusendingu frá Kevin De Bruyne og skoraði af mikill yfirvegum. Í ljós kom að hann var örlítið fyrir innan aftasta varnarmann þegar sendingin var gefin. Mörkin tvö sem voru dæmd af honum á móti Slóvökum voru markaskoraramörk en það seinna var einkar lagleg afgreiðsla. Seinna markið var fullkomlega gilt í augum allra og enginn mótmælti. Það fannst aftur á móti hendi í aðdragandanum og það var nóg til að markið var dæmt af. E-riðill er æsispennandi eftir að Belgar unnu Rúmeníu í dag. Romelu Lukaku hélt áfram að skora mörk sem telja ekki neitt 😞🇧🇪🇷🇴 pic.twitter.com/dSLoD26GHL— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 22, 2024 Belgar unnu leikinn á móti Rúmeníu í gær ólíkt því þegar þeir töpuðu fyrsta leiknum. Svekkelsi Lukaku var því ekki eins mikið í gær. Belgarnir eru í öðru sæti riðilsins og sigur á Úkraínu í lokaleiknum ætti að koma þeim í sextán liða úrslitin. Spennan í riðlinum er samt mikil því öll fjögur liðin geta tryggt sig áfram með sigri. Þau hafa nefnilega öll fjögur náð í þrjú stig í fyrstu tveimur leikjum sínum. Rúmenar töpuðu 2-0 í gær en eru samt í efsta sæti riðilsins þökk sé 3-0 sigurs þeirra á Úkraínu í fyrtsa leik. Lokaumferðin á miðvikudaginn verður því æsispennandi. Hver veit nema að Lukaku nái þá loksins að skora löglegt mark. Hann hlýtur að hætta að vera svona óheppinn. Markið og helstu atviku úr sigri Slóvakíu gegn Belgíu í dag. VAR stöðvaði Lukaku í tvígang 🇪🇺 pic.twitter.com/4jGPedg0RV— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 17, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira