Aðgangur krakka að efni á íslensku versnar stöðugt Sverrir Norland skrifar 24. júní 2024 07:00 Dóttir mín (sjö ára) plægir sig orðið svo hratt í gegnum bækur að ég á í stökustu vandræðum með að finna nýtt íslenskt lesefni handa henni. Ekki er óalgengt að hún lesi þrjár til fjórar bækur á dag. Henni finnst sérstaklega gaman að lesa myndasögur en vílar ekki fyrir sér að lesa bækur án nokkurra myndskreytinga. Þetta hefur hún frá mömmu sinni sem byrjaði að lesa þriggja ára gömul! (Þegar ég var sjö ára kunni ég varla að skrifa nafnið mitt.) Dóttur minni finnst sömuleiðis gaman að horfa á bíó og teiknimyndir – hverjum finnst það ekki? En þar á ég líka í stökustu vandræðum með að finna handa henni efni á íslensku. Efnið á streymisveitum RÚV og Símans er heldur fátæklegt í samanburði við Netflix, Disney og frönsku veiturnar sem við notum líka. Oftast er sjónvarpsefnið því á frönsku (stúlkan er tvítyngd) og stundum á ensku (hún er reyndar eiginlega þrítyngd, fædd í Bandaríkjunum). Ég hef svolitlar áhyggjur af því hvað efni á íslensku er að verða vandfundið, einkum fyrir börn. Best væri auðvitað ef við ættum vinsæla YouTube-ara og sömuleiðis tölvuleiki á íslensku. Svoleiðis er það þó ekki og verður vísast aldrei. „Markaðurinn“ svokallaði er of lítill. Með öðrum orðum: við erum of fá. Best væri ef til væri streymisveita með öllu talsettu og textuðu íslensku efni sem komið hefur út fyrir börn – en eflaust standa margvísleg réttindamál því fyrir þrifum. Og á meðan fjarar tungumálakunnáttan út ... þangað til að þetta skiptir kannski ekki máli lengur. (Broskarl.) Maður finnur raunar sterkt fyrir því að neysla fólks á menningu og afþreyingarefni fer í síauknum mæli fram á ensku frekar en íslensku. Í matarboði sem ég sótti nýlega sagði vinkona mín: „Ég skil ekki helminginn af því sem vinir sonar míns segja! Þeir tala einhvers konar blöndu af íslensku og ensku sem kemur úr tölvuleikjum og af Youtube. Og ég bara skil þá ekki lengur!“ Í þessu ástandi hrökk ég illa í kút þegar Reykjavíkurborg gaf það út fyrir sumarið að það hygðist loka bókasöfnunum á víxl. Krakkarnir eru nýfarnir út í sumarið með skriflegar áskoranir frá kennurum sínum um að lesa daglega og hripa niður yfirlit um lesnar bækur – og á meðan skólasöfnin eru lokuð þá skellir höfuðborg landsins einnig í lás á almenningsbókasöfnunum! Borginni ber þó að reka þær góðu stofnanir lögum samkvæmt. Ekki setur þetta gott fordæmi fyrir önnur sveitarfélög sem leita sjálfsagt logandi ljósi að leiðum til að draga saman seglin og spara. Hagræða. Auka skilvirkni. (Eins og markmið mannlegs samfélags sé fyrst og síðast skilvirkni og hagræðing, en ekki að reyna að daðra við einhvers konar vott af siðmenningu.) Það er algjörlega fáránlegt að árið 2024, þegar velmegun og auður íslenskrar þjóðar hefur aldrei verið meiri (þó gæðunum sé ójafnt skipt), að við höfum „ekki efni á“ að halda bókasöfnunum okkar opnum yfir sumartímann. Við kvörtum og kveinum yfir því að fólk festist í skjánum og skerðum um leið opnunartíma sundlauganna og sömuleiðis bókasafnanna. Sama hefur verið uppi á teningnum um árabil t.d. á Englandi. Þar var reyndar um 800 bókasöfnum lokað á árunum 2010-2019. Almennt hefur samkomustöðum fyrir ungmenni fækkað – félagsmiðstöðvum og þess háttar. Um leið lengist skjátíminn, kvíði rýkur upp úr öllu valdi, lesskilningur þverr, námsárangur versnar. Frábær franskur höfundur, Virginie Despentes, skrifar í nýlegri skáldsögu eitthvað á þessa leið: „Hefurðu tekið eftir því hvernig staðir, þar sem fólk má vera án þess að þurfa að kaupa neitt, eru að hverfa?“ Við þurfum þessa staði til að geta talist samfélag. Bókasöfnin eru skýrustu dæmi um slíka staði og raunar algjörlega mögnuð fyrirbæri sem líkjast nær engu öðru í mannlegu samfélagi nútímans. Og þau eiga að vera opin allan ársins hring, annað er bara skammarlegt. Peningarnir sem sparast á því að hafa þau lokuð nokkrar vikur úr ári munu lítið gera til að rétta af fjárhag Reykjavíkurborgar, en lokanirnar senda hins vegar ömurleg skilaboð út til samfélagsins. Höfundur er rithöfundur og situr m.a. í stjórn Rithöfundasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Bókaútgáfa Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Dóttir mín (sjö ára) plægir sig orðið svo hratt í gegnum bækur að ég á í stökustu vandræðum með að finna nýtt íslenskt lesefni handa henni. Ekki er óalgengt að hún lesi þrjár til fjórar bækur á dag. Henni finnst sérstaklega gaman að lesa myndasögur en vílar ekki fyrir sér að lesa bækur án nokkurra myndskreytinga. Þetta hefur hún frá mömmu sinni sem byrjaði að lesa þriggja ára gömul! (Þegar ég var sjö ára kunni ég varla að skrifa nafnið mitt.) Dóttur minni finnst sömuleiðis gaman að horfa á bíó og teiknimyndir – hverjum finnst það ekki? En þar á ég líka í stökustu vandræðum með að finna handa henni efni á íslensku. Efnið á streymisveitum RÚV og Símans er heldur fátæklegt í samanburði við Netflix, Disney og frönsku veiturnar sem við notum líka. Oftast er sjónvarpsefnið því á frönsku (stúlkan er tvítyngd) og stundum á ensku (hún er reyndar eiginlega þrítyngd, fædd í Bandaríkjunum). Ég hef svolitlar áhyggjur af því hvað efni á íslensku er að verða vandfundið, einkum fyrir börn. Best væri auðvitað ef við ættum vinsæla YouTube-ara og sömuleiðis tölvuleiki á íslensku. Svoleiðis er það þó ekki og verður vísast aldrei. „Markaðurinn“ svokallaði er of lítill. Með öðrum orðum: við erum of fá. Best væri ef til væri streymisveita með öllu talsettu og textuðu íslensku efni sem komið hefur út fyrir börn – en eflaust standa margvísleg réttindamál því fyrir þrifum. Og á meðan fjarar tungumálakunnáttan út ... þangað til að þetta skiptir kannski ekki máli lengur. (Broskarl.) Maður finnur raunar sterkt fyrir því að neysla fólks á menningu og afþreyingarefni fer í síauknum mæli fram á ensku frekar en íslensku. Í matarboði sem ég sótti nýlega sagði vinkona mín: „Ég skil ekki helminginn af því sem vinir sonar míns segja! Þeir tala einhvers konar blöndu af íslensku og ensku sem kemur úr tölvuleikjum og af Youtube. Og ég bara skil þá ekki lengur!“ Í þessu ástandi hrökk ég illa í kút þegar Reykjavíkurborg gaf það út fyrir sumarið að það hygðist loka bókasöfnunum á víxl. Krakkarnir eru nýfarnir út í sumarið með skriflegar áskoranir frá kennurum sínum um að lesa daglega og hripa niður yfirlit um lesnar bækur – og á meðan skólasöfnin eru lokuð þá skellir höfuðborg landsins einnig í lás á almenningsbókasöfnunum! Borginni ber þó að reka þær góðu stofnanir lögum samkvæmt. Ekki setur þetta gott fordæmi fyrir önnur sveitarfélög sem leita sjálfsagt logandi ljósi að leiðum til að draga saman seglin og spara. Hagræða. Auka skilvirkni. (Eins og markmið mannlegs samfélags sé fyrst og síðast skilvirkni og hagræðing, en ekki að reyna að daðra við einhvers konar vott af siðmenningu.) Það er algjörlega fáránlegt að árið 2024, þegar velmegun og auður íslenskrar þjóðar hefur aldrei verið meiri (þó gæðunum sé ójafnt skipt), að við höfum „ekki efni á“ að halda bókasöfnunum okkar opnum yfir sumartímann. Við kvörtum og kveinum yfir því að fólk festist í skjánum og skerðum um leið opnunartíma sundlauganna og sömuleiðis bókasafnanna. Sama hefur verið uppi á teningnum um árabil t.d. á Englandi. Þar var reyndar um 800 bókasöfnum lokað á árunum 2010-2019. Almennt hefur samkomustöðum fyrir ungmenni fækkað – félagsmiðstöðvum og þess háttar. Um leið lengist skjátíminn, kvíði rýkur upp úr öllu valdi, lesskilningur þverr, námsárangur versnar. Frábær franskur höfundur, Virginie Despentes, skrifar í nýlegri skáldsögu eitthvað á þessa leið: „Hefurðu tekið eftir því hvernig staðir, þar sem fólk má vera án þess að þurfa að kaupa neitt, eru að hverfa?“ Við þurfum þessa staði til að geta talist samfélag. Bókasöfnin eru skýrustu dæmi um slíka staði og raunar algjörlega mögnuð fyrirbæri sem líkjast nær engu öðru í mannlegu samfélagi nútímans. Og þau eiga að vera opin allan ársins hring, annað er bara skammarlegt. Peningarnir sem sparast á því að hafa þau lokuð nokkrar vikur úr ári munu lítið gera til að rétta af fjárhag Reykjavíkurborgar, en lokanirnar senda hins vegar ömurleg skilaboð út til samfélagsins. Höfundur er rithöfundur og situr m.a. í stjórn Rithöfundasambands Íslands.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun