Lögreglustjórar og dómarar mótmæla launafrumvarpi Bjarna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júní 2024 06:51 Páley Borgþórsdóttir er formaður Lögreglustjórafélagsins. Lögreglustjórafélag Íslands og Dómstólasýslan mótmæla harðlega frumvarpi forsætisráðherra um laun æðstu embættismanna landsins og segja ótækt að sömu reglur gildi um lögreglustjóra og dómara og gilda um kjörna fulltrúa. Þetta kemur fram í umsögnum um frumvarpið, sem Bjarni Benediktsson mælti fyrir í vikunni. Þar er gert ráð fyrir að laun þeirra embættismanna sem lögin ná til hækki um 66 þúsund krónur, eða um 3,5 prósent að meðaltali yfir hópinn. Bjarni sagði í Facebook-færslu að ellegar hefðu launin hækkað um 8 prósent. Laun lægri tekjuhópa hefðu hækkað mikið síðustu misseri, sem skýrði hækkun launavísitölunnar. „Þær hækkanir geta í mínum huga ekki orðið ástæða þess að ríkið hækki laun æðstu embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa með svo ríflegum hætti. Heildarhagsmunirnir eru einfaldlega of miklir til að við getum látið það gerast,“ segir Bjarni. Það ætti ekki að verða regla að löggjafinn gripi inn í launaþróun með þessum hætti en mestu máli skipti að ná tökum á verðbólgunni og stuðla að því að kaupmættur gæti haldið áfram að vaxa. „Við þetta fyrirkomulag verður ekki lengur unað“ Lögreglustjórafélagið lýsir vonbrigðum með frumvarpið í umsögn sinni og skorar á Alþingi „að standa vörð um sjálfstæði ákæruvaldsins í landinu og fara að gildandi lögum“. „Þá er mikilvægt að greina á milli þjóðkjörinna fulltrúa og annarra embættismanna sem taka laun samkvæmt lögum. Lögreglustjórafélag Íslands leggur til þá breytingu á frumvarpinu að það taki ekki til þeirra sem þiggja laun samkvæmt lögum um meðferð sakamála. Lögreglustjórafélag Ísland lýsir sig mótfallið frumvarpinu er varðar aðra en þjóðkjörna fulltrúa,“ segir í umsögninni. Lögreglustjórar hafi sætt ýmsum skerðingum og álagið sé gríðarlegt. Þá hækki undirmenn lögreglustjóra allir í launum í samræmi við kjarasamninga og nú sé svo komið að þeir séu á nánast sömu launum og yfirmenn sínir. „Þessi inngrip þingsins í launaþróun lögreglustjóra er þannig að skaða eðlilega launasetningu innan embættanna. Í umsögn Dómstólasýslunnar segir meðal annars að ítrekaðar íhlutanir annarra valdastoða ríkisvaldsins í launakjör dómara fari gegn markmiðum sem sé ætlað að tryggja sjálfstæði dómara og að draga megi í efa að þær samræmist kröfum þar að lútandi. „Í ljósi reynslunnar er að mati dómstólasýslunnar afar brýnt að endurskoða það fyrirkomulag sem komið var á með lögum nr. 79/2019 þar sem ákvörðunum um laun dómara og ákærenda sem lúta sambærilegum sjónarmiðum um sjálfstæði er spyrt saman við ákvarðanir um laun þjóðkjörinna fulltrúa sem lúta alls ólíkum sjónarmiðum. Við þetta fyrirkomulag verður ekki lengur unað.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Dómstólar Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögnum um frumvarpið, sem Bjarni Benediktsson mælti fyrir í vikunni. Þar er gert ráð fyrir að laun þeirra embættismanna sem lögin ná til hækki um 66 þúsund krónur, eða um 3,5 prósent að meðaltali yfir hópinn. Bjarni sagði í Facebook-færslu að ellegar hefðu launin hækkað um 8 prósent. Laun lægri tekjuhópa hefðu hækkað mikið síðustu misseri, sem skýrði hækkun launavísitölunnar. „Þær hækkanir geta í mínum huga ekki orðið ástæða þess að ríkið hækki laun æðstu embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa með svo ríflegum hætti. Heildarhagsmunirnir eru einfaldlega of miklir til að við getum látið það gerast,“ segir Bjarni. Það ætti ekki að verða regla að löggjafinn gripi inn í launaþróun með þessum hætti en mestu máli skipti að ná tökum á verðbólgunni og stuðla að því að kaupmættur gæti haldið áfram að vaxa. „Við þetta fyrirkomulag verður ekki lengur unað“ Lögreglustjórafélagið lýsir vonbrigðum með frumvarpið í umsögn sinni og skorar á Alþingi „að standa vörð um sjálfstæði ákæruvaldsins í landinu og fara að gildandi lögum“. „Þá er mikilvægt að greina á milli þjóðkjörinna fulltrúa og annarra embættismanna sem taka laun samkvæmt lögum. Lögreglustjórafélag Íslands leggur til þá breytingu á frumvarpinu að það taki ekki til þeirra sem þiggja laun samkvæmt lögum um meðferð sakamála. Lögreglustjórafélag Ísland lýsir sig mótfallið frumvarpinu er varðar aðra en þjóðkjörna fulltrúa,“ segir í umsögninni. Lögreglustjórar hafi sætt ýmsum skerðingum og álagið sé gríðarlegt. Þá hækki undirmenn lögreglustjóra allir í launum í samræmi við kjarasamninga og nú sé svo komið að þeir séu á nánast sömu launum og yfirmenn sínir. „Þessi inngrip þingsins í launaþróun lögreglustjóra er þannig að skaða eðlilega launasetningu innan embættanna. Í umsögn Dómstólasýslunnar segir meðal annars að ítrekaðar íhlutanir annarra valdastoða ríkisvaldsins í launakjör dómara fari gegn markmiðum sem sé ætlað að tryggja sjálfstæði dómara og að draga megi í efa að þær samræmist kröfum þar að lútandi. „Í ljósi reynslunnar er að mati dómstólasýslunnar afar brýnt að endurskoða það fyrirkomulag sem komið var á með lögum nr. 79/2019 þar sem ákvörðunum um laun dómara og ákærenda sem lúta sambærilegum sjónarmiðum um sjálfstæði er spyrt saman við ákvarðanir um laun þjóðkjörinna fulltrúa sem lúta alls ólíkum sjónarmiðum. Við þetta fyrirkomulag verður ekki lengur unað.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Dómstólar Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira