Lagareldisfrumvarpið ekki klárað í vor Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. júní 2024 13:35 Ekki hefur náðst sátt innan ríkisstjórnarinnar um lagareldisfrumvarpið sem upphaflega stóð til að klára fyrir þinglok. Málinu hefur verið frestað fram á haust Vísir/Vilhelm Ríkisstjórninni hefur ekki tekist að ná saman um lagareldisfrumvarpið í atvinnuveganefnd. Upphaflega stóð til að klára málið fyrir þinglok. Ágreiningur stjórnarliða snýr aðallega að ákvæðum um sektir og gjaldheimtu. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í atvinnuveganefnd, segir að frumvarpið sé gríðarlega stórt, rúmlega 130 greinar, og málið hreinlega orðið of þungt í vexti til þess að hægt sé að klára það í vor. Ósammála um sektarákvæði og gjaldheimtu „Kannski í fyrsta lagi vildum við tímasetja leyfin í stað þess að hafa ótakmörkuð leyfi, og þá átti það líka að hafa áhrif á sektarákvæði og annað slíkt,“ segir Ásmundur. Hann segir að allir hafi verið sammála um þær breytingar, að leyfin yrðu ekki ótímabundin. Ásmundur Friðriksson segir að ágreiningurinn hafi aðallega snúið að gjaldheimtu og sektarákvæðum.Vísir/Vilhelm Ágreiningurinn hafi helst verið um breytingar á sektarákvæðum. „Við vorum alveg þannig séð búin að ná saman um skattheimtuna, en þetta laut að þessum atriðum helst, þessar gjaldheimtur og háu sektir. Upphæðirnar eru gríðarlega háar, fimmhundruð milljónir er hæsta sektin,“ segir Ásmundur. Ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um stór mál Logi Einarsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að stjórnarandstaðan hafi haft ýmislegt um málið að segja, en það hafi ekki þurft til. Málið hafi farið út af borðinu án stjórnarandstöðunnar. Hann segir málið einkennandi fyrir ástandið innan ríkisstjórnarinnar. „Þau eru saman í bíl, geta ómögulega komið sér saman um það hvert á að keyra, rífa í stýrið hvert hjá öðru og það er óhjákvæmilegt að það endar úti í skurði,“ segir Logi. Hann segir fleiri stór mál innan ríkisstjórnarinnar sem ekki hefur náðst sátt um. „Hitt stóra málið er samgönguáætlunin, svo er það vindurinn og fleira, sem við eigum eftir að sjá hvað gerist með,“ segir Logi. Logi Einarsson segir ríkisstjórnina ekki geta komið sér saman um það hvert eigi að stefna.Vísir/Vilhelm Sjókvíaeldi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fiskeldi Tengdar fréttir Efast um viðbrögð frá ráðherrum í ljósi „sjálfsmorðsmissjóns“ VG Lögmaður landeiganda í Ísafjarðardjúpi, sem barist hefur gegn sjókvíaeldi á svæðinu, skorar á ríkisstjórn að grípa til aðgerða vegna leyfisveitingar Matvælastofnunar til Arnarlax. Það sé til marks um slæma stjórnsýslu að stofnunin veiti fyrirtækinu rekstrarleyfi til fiskeldis í Djúpinu þrátt fyrir mótmæli Samgöngustofu, Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar 17. júní 2024 13:41 Bjarkey kemur starfsfólki matvælaráðuneytisins til varnar Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir vegið að æru embættismanna í umræðu um breytingar á umgjörð um lagareldi á Íslandi. Hún geti ekki orða bundist og ítrekar að allt sé uppi á borði. Það hafi verið unnin vönduð og góð vinna sem skili sér í því frumvarpi sem sé til umræðu. 25. maí 2024 10:18 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Sjá meira
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í atvinnuveganefnd, segir að frumvarpið sé gríðarlega stórt, rúmlega 130 greinar, og málið hreinlega orðið of þungt í vexti til þess að hægt sé að klára það í vor. Ósammála um sektarákvæði og gjaldheimtu „Kannski í fyrsta lagi vildum við tímasetja leyfin í stað þess að hafa ótakmörkuð leyfi, og þá átti það líka að hafa áhrif á sektarákvæði og annað slíkt,“ segir Ásmundur. Hann segir að allir hafi verið sammála um þær breytingar, að leyfin yrðu ekki ótímabundin. Ásmundur Friðriksson segir að ágreiningurinn hafi aðallega snúið að gjaldheimtu og sektarákvæðum.Vísir/Vilhelm Ágreiningurinn hafi helst verið um breytingar á sektarákvæðum. „Við vorum alveg þannig séð búin að ná saman um skattheimtuna, en þetta laut að þessum atriðum helst, þessar gjaldheimtur og háu sektir. Upphæðirnar eru gríðarlega háar, fimmhundruð milljónir er hæsta sektin,“ segir Ásmundur. Ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um stór mál Logi Einarsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að stjórnarandstaðan hafi haft ýmislegt um málið að segja, en það hafi ekki þurft til. Málið hafi farið út af borðinu án stjórnarandstöðunnar. Hann segir málið einkennandi fyrir ástandið innan ríkisstjórnarinnar. „Þau eru saman í bíl, geta ómögulega komið sér saman um það hvert á að keyra, rífa í stýrið hvert hjá öðru og það er óhjákvæmilegt að það endar úti í skurði,“ segir Logi. Hann segir fleiri stór mál innan ríkisstjórnarinnar sem ekki hefur náðst sátt um. „Hitt stóra málið er samgönguáætlunin, svo er það vindurinn og fleira, sem við eigum eftir að sjá hvað gerist með,“ segir Logi. Logi Einarsson segir ríkisstjórnina ekki geta komið sér saman um það hvert eigi að stefna.Vísir/Vilhelm
Sjókvíaeldi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fiskeldi Tengdar fréttir Efast um viðbrögð frá ráðherrum í ljósi „sjálfsmorðsmissjóns“ VG Lögmaður landeiganda í Ísafjarðardjúpi, sem barist hefur gegn sjókvíaeldi á svæðinu, skorar á ríkisstjórn að grípa til aðgerða vegna leyfisveitingar Matvælastofnunar til Arnarlax. Það sé til marks um slæma stjórnsýslu að stofnunin veiti fyrirtækinu rekstrarleyfi til fiskeldis í Djúpinu þrátt fyrir mótmæli Samgöngustofu, Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar 17. júní 2024 13:41 Bjarkey kemur starfsfólki matvælaráðuneytisins til varnar Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir vegið að æru embættismanna í umræðu um breytingar á umgjörð um lagareldi á Íslandi. Hún geti ekki orða bundist og ítrekar að allt sé uppi á borði. Það hafi verið unnin vönduð og góð vinna sem skili sér í því frumvarpi sem sé til umræðu. 25. maí 2024 10:18 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Sjá meira
Efast um viðbrögð frá ráðherrum í ljósi „sjálfsmorðsmissjóns“ VG Lögmaður landeiganda í Ísafjarðardjúpi, sem barist hefur gegn sjókvíaeldi á svæðinu, skorar á ríkisstjórn að grípa til aðgerða vegna leyfisveitingar Matvælastofnunar til Arnarlax. Það sé til marks um slæma stjórnsýslu að stofnunin veiti fyrirtækinu rekstrarleyfi til fiskeldis í Djúpinu þrátt fyrir mótmæli Samgöngustofu, Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar 17. júní 2024 13:41
Bjarkey kemur starfsfólki matvælaráðuneytisins til varnar Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir vegið að æru embættismanna í umræðu um breytingar á umgjörð um lagareldi á Íslandi. Hún geti ekki orða bundist og ítrekar að allt sé uppi á borði. Það hafi verið unnin vönduð og góð vinna sem skili sér í því frumvarpi sem sé til umræðu. 25. maí 2024 10:18