Færa bílastæðið lengra frá Skógafossi og hefja gjaldtöku Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. júní 2024 12:29 Framkvæmdir við Skógafoss að nýju bílastæði. Teitur Þorkelsson/Polar Front Framkvæmdir að nýju bílastæði við Skógafoss standa nú yfir en þeim mun ljúka þann fimmtánda september. Vegalengdin að fossinum sjálfum mun lengjast þar sem að gamla bílastæðinu verður lokað. Fólk í ferðaþjónustu hefur gagnrýnt þetta og sagt þetta hamla aðgengi að fossinum. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, tekur fyrir þessa gagnrýni í samtali við Vísi og bendir á að vegalengdin frá nýja bílastæðinu að Skógafossi verði ekki nema 500 metrar. Þá verður lagður slóði að fossinum til að tryggja aðgengi aldraða og hreyfihamlaðra að fossinum. Gjaldtaka hefjist við Skógafoss í september Hann staðfestir einnig að gjaldtaka verði á nýja bílastæðinu. Gjaldtakan verður sambærileg við gjaldtöku á öðrum stórum ferðamannastöðum og nefnir sem dæmi Þingvelli og Seljalandsfoss. „Þú greiðir og það eru engin tímamörk á stæðinu. Þú getur valið að greiða í gegnum smáforrit, á netinu eða í greiðsluvélum. Það verður svona myndavélakerfi þarna,“ segir hann og bætir við að nýja stæðið muni vera tvöfalt stærra. Gagnrýnin eigi ekki við rök að styðjast Í Facebook-hópnum, Bakland ferðaþjónustunnar, eru skipuleggjendur á svæðinu sakaðir um að tefja ferðamenn á svæðinu vísvitandi svo að fólk eyði sem mestum tíma í grennd við fossinn. Jafnframt er gagnrýnt að bílastæðið sé fært lengra frá fossinum og er því haldið fram að það sé gert í auðgunarskyni til að bjóða upp á flutning frá bílastæðinu að fossinum. „Þetta á ekki við rök að styðjast. Það eru fimm hundruð metrar frá bílastæðinu og að fossinum. Hugsunin er sú að þarna fari allar framkvæmdir út af friðlýsta svæðinu og þá bara um leið og þú ert kominn ertu með fossinn og óskerta sýn af náttúrunni og Skógafossi,“ segir Anton um gagnrýnina. Tryggja aðgengi hreyfihamlaðra Hann segir að jafnframt verði byggður upp betri áningarstaður við fossinn og að Umhverfisstofnun muni reisa upplyftan útsýnispall við fossinn. Spurður hvort að það verði malbikaður vegur fyrir fólk í hjólastól til að komast að fossinum segist Anton ekki vita hvernig því verði háttað. „Það verður líklegast unnið með svona náttúrulegt yfirborð eða allavega þannig að það verði gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða.“ Hefur ekki áhrif á ferðamenn Anton segir framkvæmdirnar ganga mjög vel og að allt sé eftir áætlun. Hann segir töluvert rask fylgja þessum framkvæmdum en bætir við að framkvæmdirnar hafi ekki áhrif á upplifun ferðamanna. „Við gerðum auka veg í gegnum framkvæmdarsvæðið svo það eru engar raskanir á aðkomu,“ segir hann. „Algjör bylting“ Hann segir að nýja stæðið muni bæta aðstöðuna til muna á svæðinu en einnig eru frekari framkvæmdir í pípunum á svæðinu. „Gamla stæðið er á áraurum og hefur verið mjög torfært undanfarin ár. Þetta er náttúrulega einn af stærstu ferðamannastöðum á landinu. Þetta verður algjör bylting. Við ætlum líka að byggja ný aðstöðuhús, klósett og aðstöðu fyrir landverði,“ segir hann og bætir við að þetta gefi náttúrunni á svæðinu svæðinu meira vægi þar sem öll bílaumferð og framkvæmdir verða fyrir utan friðlýsta svæðið. Rangárþing eystra Bílastæði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, tekur fyrir þessa gagnrýni í samtali við Vísi og bendir á að vegalengdin frá nýja bílastæðinu að Skógafossi verði ekki nema 500 metrar. Þá verður lagður slóði að fossinum til að tryggja aðgengi aldraða og hreyfihamlaðra að fossinum. Gjaldtaka hefjist við Skógafoss í september Hann staðfestir einnig að gjaldtaka verði á nýja bílastæðinu. Gjaldtakan verður sambærileg við gjaldtöku á öðrum stórum ferðamannastöðum og nefnir sem dæmi Þingvelli og Seljalandsfoss. „Þú greiðir og það eru engin tímamörk á stæðinu. Þú getur valið að greiða í gegnum smáforrit, á netinu eða í greiðsluvélum. Það verður svona myndavélakerfi þarna,“ segir hann og bætir við að nýja stæðið muni vera tvöfalt stærra. Gagnrýnin eigi ekki við rök að styðjast Í Facebook-hópnum, Bakland ferðaþjónustunnar, eru skipuleggjendur á svæðinu sakaðir um að tefja ferðamenn á svæðinu vísvitandi svo að fólk eyði sem mestum tíma í grennd við fossinn. Jafnframt er gagnrýnt að bílastæðið sé fært lengra frá fossinum og er því haldið fram að það sé gert í auðgunarskyni til að bjóða upp á flutning frá bílastæðinu að fossinum. „Þetta á ekki við rök að styðjast. Það eru fimm hundruð metrar frá bílastæðinu og að fossinum. Hugsunin er sú að þarna fari allar framkvæmdir út af friðlýsta svæðinu og þá bara um leið og þú ert kominn ertu með fossinn og óskerta sýn af náttúrunni og Skógafossi,“ segir Anton um gagnrýnina. Tryggja aðgengi hreyfihamlaðra Hann segir að jafnframt verði byggður upp betri áningarstaður við fossinn og að Umhverfisstofnun muni reisa upplyftan útsýnispall við fossinn. Spurður hvort að það verði malbikaður vegur fyrir fólk í hjólastól til að komast að fossinum segist Anton ekki vita hvernig því verði háttað. „Það verður líklegast unnið með svona náttúrulegt yfirborð eða allavega þannig að það verði gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða.“ Hefur ekki áhrif á ferðamenn Anton segir framkvæmdirnar ganga mjög vel og að allt sé eftir áætlun. Hann segir töluvert rask fylgja þessum framkvæmdum en bætir við að framkvæmdirnar hafi ekki áhrif á upplifun ferðamanna. „Við gerðum auka veg í gegnum framkvæmdarsvæðið svo það eru engar raskanir á aðkomu,“ segir hann. „Algjör bylting“ Hann segir að nýja stæðið muni bæta aðstöðuna til muna á svæðinu en einnig eru frekari framkvæmdir í pípunum á svæðinu. „Gamla stæðið er á áraurum og hefur verið mjög torfært undanfarin ár. Þetta er náttúrulega einn af stærstu ferðamannastöðum á landinu. Þetta verður algjör bylting. Við ætlum líka að byggja ný aðstöðuhús, klósett og aðstöðu fyrir landverði,“ segir hann og bætir við að þetta gefi náttúrunni á svæðinu svæðinu meira vægi þar sem öll bílaumferð og framkvæmdir verða fyrir utan friðlýsta svæðið.
Rangárþing eystra Bílastæði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira