Færa bílastæðið lengra frá Skógafossi og hefja gjaldtöku Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. júní 2024 12:29 Framkvæmdir við Skógafoss að nýju bílastæði. Teitur Þorkelsson/Polar Front Framkvæmdir að nýju bílastæði við Skógafoss standa nú yfir en þeim mun ljúka þann fimmtánda september. Vegalengdin að fossinum sjálfum mun lengjast þar sem að gamla bílastæðinu verður lokað. Fólk í ferðaþjónustu hefur gagnrýnt þetta og sagt þetta hamla aðgengi að fossinum. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, tekur fyrir þessa gagnrýni í samtali við Vísi og bendir á að vegalengdin frá nýja bílastæðinu að Skógafossi verði ekki nema 500 metrar. Þá verður lagður slóði að fossinum til að tryggja aðgengi aldraða og hreyfihamlaðra að fossinum. Gjaldtaka hefjist við Skógafoss í september Hann staðfestir einnig að gjaldtaka verði á nýja bílastæðinu. Gjaldtakan verður sambærileg við gjaldtöku á öðrum stórum ferðamannastöðum og nefnir sem dæmi Þingvelli og Seljalandsfoss. „Þú greiðir og það eru engin tímamörk á stæðinu. Þú getur valið að greiða í gegnum smáforrit, á netinu eða í greiðsluvélum. Það verður svona myndavélakerfi þarna,“ segir hann og bætir við að nýja stæðið muni vera tvöfalt stærra. Gagnrýnin eigi ekki við rök að styðjast Í Facebook-hópnum, Bakland ferðaþjónustunnar, eru skipuleggjendur á svæðinu sakaðir um að tefja ferðamenn á svæðinu vísvitandi svo að fólk eyði sem mestum tíma í grennd við fossinn. Jafnframt er gagnrýnt að bílastæðið sé fært lengra frá fossinum og er því haldið fram að það sé gert í auðgunarskyni til að bjóða upp á flutning frá bílastæðinu að fossinum. „Þetta á ekki við rök að styðjast. Það eru fimm hundruð metrar frá bílastæðinu og að fossinum. Hugsunin er sú að þarna fari allar framkvæmdir út af friðlýsta svæðinu og þá bara um leið og þú ert kominn ertu með fossinn og óskerta sýn af náttúrunni og Skógafossi,“ segir Anton um gagnrýnina. Tryggja aðgengi hreyfihamlaðra Hann segir að jafnframt verði byggður upp betri áningarstaður við fossinn og að Umhverfisstofnun muni reisa upplyftan útsýnispall við fossinn. Spurður hvort að það verði malbikaður vegur fyrir fólk í hjólastól til að komast að fossinum segist Anton ekki vita hvernig því verði háttað. „Það verður líklegast unnið með svona náttúrulegt yfirborð eða allavega þannig að það verði gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða.“ Hefur ekki áhrif á ferðamenn Anton segir framkvæmdirnar ganga mjög vel og að allt sé eftir áætlun. Hann segir töluvert rask fylgja þessum framkvæmdum en bætir við að framkvæmdirnar hafi ekki áhrif á upplifun ferðamanna. „Við gerðum auka veg í gegnum framkvæmdarsvæðið svo það eru engar raskanir á aðkomu,“ segir hann. „Algjör bylting“ Hann segir að nýja stæðið muni bæta aðstöðuna til muna á svæðinu en einnig eru frekari framkvæmdir í pípunum á svæðinu. „Gamla stæðið er á áraurum og hefur verið mjög torfært undanfarin ár. Þetta er náttúrulega einn af stærstu ferðamannastöðum á landinu. Þetta verður algjör bylting. Við ætlum líka að byggja ný aðstöðuhús, klósett og aðstöðu fyrir landverði,“ segir hann og bætir við að þetta gefi náttúrunni á svæðinu svæðinu meira vægi þar sem öll bílaumferð og framkvæmdir verða fyrir utan friðlýsta svæðið. Rangárþing eystra Bílastæði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, tekur fyrir þessa gagnrýni í samtali við Vísi og bendir á að vegalengdin frá nýja bílastæðinu að Skógafossi verði ekki nema 500 metrar. Þá verður lagður slóði að fossinum til að tryggja aðgengi aldraða og hreyfihamlaðra að fossinum. Gjaldtaka hefjist við Skógafoss í september Hann staðfestir einnig að gjaldtaka verði á nýja bílastæðinu. Gjaldtakan verður sambærileg við gjaldtöku á öðrum stórum ferðamannastöðum og nefnir sem dæmi Þingvelli og Seljalandsfoss. „Þú greiðir og það eru engin tímamörk á stæðinu. Þú getur valið að greiða í gegnum smáforrit, á netinu eða í greiðsluvélum. Það verður svona myndavélakerfi þarna,“ segir hann og bætir við að nýja stæðið muni vera tvöfalt stærra. Gagnrýnin eigi ekki við rök að styðjast Í Facebook-hópnum, Bakland ferðaþjónustunnar, eru skipuleggjendur á svæðinu sakaðir um að tefja ferðamenn á svæðinu vísvitandi svo að fólk eyði sem mestum tíma í grennd við fossinn. Jafnframt er gagnrýnt að bílastæðið sé fært lengra frá fossinum og er því haldið fram að það sé gert í auðgunarskyni til að bjóða upp á flutning frá bílastæðinu að fossinum. „Þetta á ekki við rök að styðjast. Það eru fimm hundruð metrar frá bílastæðinu og að fossinum. Hugsunin er sú að þarna fari allar framkvæmdir út af friðlýsta svæðinu og þá bara um leið og þú ert kominn ertu með fossinn og óskerta sýn af náttúrunni og Skógafossi,“ segir Anton um gagnrýnina. Tryggja aðgengi hreyfihamlaðra Hann segir að jafnframt verði byggður upp betri áningarstaður við fossinn og að Umhverfisstofnun muni reisa upplyftan útsýnispall við fossinn. Spurður hvort að það verði malbikaður vegur fyrir fólk í hjólastól til að komast að fossinum segist Anton ekki vita hvernig því verði háttað. „Það verður líklegast unnið með svona náttúrulegt yfirborð eða allavega þannig að það verði gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða.“ Hefur ekki áhrif á ferðamenn Anton segir framkvæmdirnar ganga mjög vel og að allt sé eftir áætlun. Hann segir töluvert rask fylgja þessum framkvæmdum en bætir við að framkvæmdirnar hafi ekki áhrif á upplifun ferðamanna. „Við gerðum auka veg í gegnum framkvæmdarsvæðið svo það eru engar raskanir á aðkomu,“ segir hann. „Algjör bylting“ Hann segir að nýja stæðið muni bæta aðstöðuna til muna á svæðinu en einnig eru frekari framkvæmdir í pípunum á svæðinu. „Gamla stæðið er á áraurum og hefur verið mjög torfært undanfarin ár. Þetta er náttúrulega einn af stærstu ferðamannastöðum á landinu. Þetta verður algjör bylting. Við ætlum líka að byggja ný aðstöðuhús, klósett og aðstöðu fyrir landverði,“ segir hann og bætir við að þetta gefi náttúrunni á svæðinu svæðinu meira vægi þar sem öll bílaumferð og framkvæmdir verða fyrir utan friðlýsta svæðið.
Rangárþing eystra Bílastæði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira