Færa bílastæðið lengra frá Skógafossi og hefja gjaldtöku Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. júní 2024 12:29 Framkvæmdir við Skógafoss að nýju bílastæði. Teitur Þorkelsson/Polar Front Framkvæmdir að nýju bílastæði við Skógafoss standa nú yfir en þeim mun ljúka þann fimmtánda september. Vegalengdin að fossinum sjálfum mun lengjast þar sem að gamla bílastæðinu verður lokað. Fólk í ferðaþjónustu hefur gagnrýnt þetta og sagt þetta hamla aðgengi að fossinum. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, tekur fyrir þessa gagnrýni í samtali við Vísi og bendir á að vegalengdin frá nýja bílastæðinu að Skógafossi verði ekki nema 500 metrar. Þá verður lagður slóði að fossinum til að tryggja aðgengi aldraða og hreyfihamlaðra að fossinum. Gjaldtaka hefjist við Skógafoss í september Hann staðfestir einnig að gjaldtaka verði á nýja bílastæðinu. Gjaldtakan verður sambærileg við gjaldtöku á öðrum stórum ferðamannastöðum og nefnir sem dæmi Þingvelli og Seljalandsfoss. „Þú greiðir og það eru engin tímamörk á stæðinu. Þú getur valið að greiða í gegnum smáforrit, á netinu eða í greiðsluvélum. Það verður svona myndavélakerfi þarna,“ segir hann og bætir við að nýja stæðið muni vera tvöfalt stærra. Gagnrýnin eigi ekki við rök að styðjast Í Facebook-hópnum, Bakland ferðaþjónustunnar, eru skipuleggjendur á svæðinu sakaðir um að tefja ferðamenn á svæðinu vísvitandi svo að fólk eyði sem mestum tíma í grennd við fossinn. Jafnframt er gagnrýnt að bílastæðið sé fært lengra frá fossinum og er því haldið fram að það sé gert í auðgunarskyni til að bjóða upp á flutning frá bílastæðinu að fossinum. „Þetta á ekki við rök að styðjast. Það eru fimm hundruð metrar frá bílastæðinu og að fossinum. Hugsunin er sú að þarna fari allar framkvæmdir út af friðlýsta svæðinu og þá bara um leið og þú ert kominn ertu með fossinn og óskerta sýn af náttúrunni og Skógafossi,“ segir Anton um gagnrýnina. Tryggja aðgengi hreyfihamlaðra Hann segir að jafnframt verði byggður upp betri áningarstaður við fossinn og að Umhverfisstofnun muni reisa upplyftan útsýnispall við fossinn. Spurður hvort að það verði malbikaður vegur fyrir fólk í hjólastól til að komast að fossinum segist Anton ekki vita hvernig því verði háttað. „Það verður líklegast unnið með svona náttúrulegt yfirborð eða allavega þannig að það verði gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða.“ Hefur ekki áhrif á ferðamenn Anton segir framkvæmdirnar ganga mjög vel og að allt sé eftir áætlun. Hann segir töluvert rask fylgja þessum framkvæmdum en bætir við að framkvæmdirnar hafi ekki áhrif á upplifun ferðamanna. „Við gerðum auka veg í gegnum framkvæmdarsvæðið svo það eru engar raskanir á aðkomu,“ segir hann. „Algjör bylting“ Hann segir að nýja stæðið muni bæta aðstöðuna til muna á svæðinu en einnig eru frekari framkvæmdir í pípunum á svæðinu. „Gamla stæðið er á áraurum og hefur verið mjög torfært undanfarin ár. Þetta er náttúrulega einn af stærstu ferðamannastöðum á landinu. Þetta verður algjör bylting. Við ætlum líka að byggja ný aðstöðuhús, klósett og aðstöðu fyrir landverði,“ segir hann og bætir við að þetta gefi náttúrunni á svæðinu svæðinu meira vægi þar sem öll bílaumferð og framkvæmdir verða fyrir utan friðlýsta svæðið. Rangárþing eystra Bílastæði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, tekur fyrir þessa gagnrýni í samtali við Vísi og bendir á að vegalengdin frá nýja bílastæðinu að Skógafossi verði ekki nema 500 metrar. Þá verður lagður slóði að fossinum til að tryggja aðgengi aldraða og hreyfihamlaðra að fossinum. Gjaldtaka hefjist við Skógafoss í september Hann staðfestir einnig að gjaldtaka verði á nýja bílastæðinu. Gjaldtakan verður sambærileg við gjaldtöku á öðrum stórum ferðamannastöðum og nefnir sem dæmi Þingvelli og Seljalandsfoss. „Þú greiðir og það eru engin tímamörk á stæðinu. Þú getur valið að greiða í gegnum smáforrit, á netinu eða í greiðsluvélum. Það verður svona myndavélakerfi þarna,“ segir hann og bætir við að nýja stæðið muni vera tvöfalt stærra. Gagnrýnin eigi ekki við rök að styðjast Í Facebook-hópnum, Bakland ferðaþjónustunnar, eru skipuleggjendur á svæðinu sakaðir um að tefja ferðamenn á svæðinu vísvitandi svo að fólk eyði sem mestum tíma í grennd við fossinn. Jafnframt er gagnrýnt að bílastæðið sé fært lengra frá fossinum og er því haldið fram að það sé gert í auðgunarskyni til að bjóða upp á flutning frá bílastæðinu að fossinum. „Þetta á ekki við rök að styðjast. Það eru fimm hundruð metrar frá bílastæðinu og að fossinum. Hugsunin er sú að þarna fari allar framkvæmdir út af friðlýsta svæðinu og þá bara um leið og þú ert kominn ertu með fossinn og óskerta sýn af náttúrunni og Skógafossi,“ segir Anton um gagnrýnina. Tryggja aðgengi hreyfihamlaðra Hann segir að jafnframt verði byggður upp betri áningarstaður við fossinn og að Umhverfisstofnun muni reisa upplyftan útsýnispall við fossinn. Spurður hvort að það verði malbikaður vegur fyrir fólk í hjólastól til að komast að fossinum segist Anton ekki vita hvernig því verði háttað. „Það verður líklegast unnið með svona náttúrulegt yfirborð eða allavega þannig að það verði gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða.“ Hefur ekki áhrif á ferðamenn Anton segir framkvæmdirnar ganga mjög vel og að allt sé eftir áætlun. Hann segir töluvert rask fylgja þessum framkvæmdum en bætir við að framkvæmdirnar hafi ekki áhrif á upplifun ferðamanna. „Við gerðum auka veg í gegnum framkvæmdarsvæðið svo það eru engar raskanir á aðkomu,“ segir hann. „Algjör bylting“ Hann segir að nýja stæðið muni bæta aðstöðuna til muna á svæðinu en einnig eru frekari framkvæmdir í pípunum á svæðinu. „Gamla stæðið er á áraurum og hefur verið mjög torfært undanfarin ár. Þetta er náttúrulega einn af stærstu ferðamannastöðum á landinu. Þetta verður algjör bylting. Við ætlum líka að byggja ný aðstöðuhús, klósett og aðstöðu fyrir landverði,“ segir hann og bætir við að þetta gefi náttúrunni á svæðinu svæðinu meira vægi þar sem öll bílaumferð og framkvæmdir verða fyrir utan friðlýsta svæðið.
Rangárþing eystra Bílastæði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent