Sjáðu Shaqiri skora á sjötta stórmótinu í röð og það með stæl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júní 2024 06:31 Xherdan Shaqiri fagnaði marki sínu með svolítið sérstökum hætti. Getty/Robbie Jay Barratt Svisslendingurinn Xherdan Shaqiri er sá eini sem hefur skorað á öllum stórmótum frá árinu 2014. Hann kom sér í þann einkaklúbb með frábæru marki á Evrópumótinu í Þýskalandi í gær. Svisslendingar gerðu reyndar bara 1-1 jafntefli við Skotland en mark Shaqiri var hreint augnayndi. Hann fékk boltann á silfurfati frá klaufskum varnarmanni skoska landsliðsins og hikaði ekki í eina sekúndu heldur skaut strax á markið. Boltinn hafnaði óverjandi upp í bláhorninu. Frábært mark. Shaqiri hefur nú skorað fleiri stóramótamörk en Zinedine Zidane sem og á síðustu þremur Evrópumótum (2016, 2021, 2024) og á síðustu þremur heimsmeistaramótum (2014, 2018, 2022). Því hefur enginn annar náð, ekki einu sinni Cristiano Ronaldo. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum en mark Skota skoraði Scott McTominay. McTominay fékk markið skráð á sig á endanum en það var lengi skráð sem sjálfsmark enda hafði skotið viðkomu í Fabian Schar sem stóð fyrir framan Yann Sommer markvörð. Xherdan Shaqiri skoraði eitt af mörkum mótsins þegar Skotland og Sviss gerðu 1-1 jafntefli! pic.twitter.com/aI2XEnzLaW— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 19, 2024 Þjóðverjar tryggðu fyrstir liða sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar með 2-0 sigri á Ungverjum. Heimamenn hafa þar með sex stig og markatöluna 7-1 eftir fyrstu tvo leikina. Jamal Musiala varð fyrstur í keppninni til að skora tvö mörk en hann skoraði þá eftir stoðsendingu frá İlkay Gündogan. Einhverjir vildu meina að Gündogan hefði brotið af sér í aðdragandanum en hvorki dómarinn né myndbandsdómararnir voru á því. Gündogan skoraði síðan seinna markið sjálfur. Það má sjá þessi tvö mörk hér fyrir neðan. Þjóðverjar flugu í 16-liða úrslitin með 2-0 sigri gegn Ungverjum 🇩🇪✈️🇭🇺 pic.twitter.com/OlfrqAMsRH— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 19, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Sjá meira
Svisslendingar gerðu reyndar bara 1-1 jafntefli við Skotland en mark Shaqiri var hreint augnayndi. Hann fékk boltann á silfurfati frá klaufskum varnarmanni skoska landsliðsins og hikaði ekki í eina sekúndu heldur skaut strax á markið. Boltinn hafnaði óverjandi upp í bláhorninu. Frábært mark. Shaqiri hefur nú skorað fleiri stóramótamörk en Zinedine Zidane sem og á síðustu þremur Evrópumótum (2016, 2021, 2024) og á síðustu þremur heimsmeistaramótum (2014, 2018, 2022). Því hefur enginn annar náð, ekki einu sinni Cristiano Ronaldo. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum en mark Skota skoraði Scott McTominay. McTominay fékk markið skráð á sig á endanum en það var lengi skráð sem sjálfsmark enda hafði skotið viðkomu í Fabian Schar sem stóð fyrir framan Yann Sommer markvörð. Xherdan Shaqiri skoraði eitt af mörkum mótsins þegar Skotland og Sviss gerðu 1-1 jafntefli! pic.twitter.com/aI2XEnzLaW— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 19, 2024 Þjóðverjar tryggðu fyrstir liða sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar með 2-0 sigri á Ungverjum. Heimamenn hafa þar með sex stig og markatöluna 7-1 eftir fyrstu tvo leikina. Jamal Musiala varð fyrstur í keppninni til að skora tvö mörk en hann skoraði þá eftir stoðsendingu frá İlkay Gündogan. Einhverjir vildu meina að Gündogan hefði brotið af sér í aðdragandanum en hvorki dómarinn né myndbandsdómararnir voru á því. Gündogan skoraði síðan seinna markið sjálfur. Það má sjá þessi tvö mörk hér fyrir neðan. Þjóðverjar flugu í 16-liða úrslitin með 2-0 sigri gegn Ungverjum 🇩🇪✈️🇭🇺 pic.twitter.com/OlfrqAMsRH— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 19, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Sjá meira