Sjáðu Shaqiri skora á sjötta stórmótinu í röð og það með stæl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júní 2024 06:31 Xherdan Shaqiri fagnaði marki sínu með svolítið sérstökum hætti. Getty/Robbie Jay Barratt Svisslendingurinn Xherdan Shaqiri er sá eini sem hefur skorað á öllum stórmótum frá árinu 2014. Hann kom sér í þann einkaklúbb með frábæru marki á Evrópumótinu í Þýskalandi í gær. Svisslendingar gerðu reyndar bara 1-1 jafntefli við Skotland en mark Shaqiri var hreint augnayndi. Hann fékk boltann á silfurfati frá klaufskum varnarmanni skoska landsliðsins og hikaði ekki í eina sekúndu heldur skaut strax á markið. Boltinn hafnaði óverjandi upp í bláhorninu. Frábært mark. Shaqiri hefur nú skorað fleiri stóramótamörk en Zinedine Zidane sem og á síðustu þremur Evrópumótum (2016, 2021, 2024) og á síðustu þremur heimsmeistaramótum (2014, 2018, 2022). Því hefur enginn annar náð, ekki einu sinni Cristiano Ronaldo. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum en mark Skota skoraði Scott McTominay. McTominay fékk markið skráð á sig á endanum en það var lengi skráð sem sjálfsmark enda hafði skotið viðkomu í Fabian Schar sem stóð fyrir framan Yann Sommer markvörð. Xherdan Shaqiri skoraði eitt af mörkum mótsins þegar Skotland og Sviss gerðu 1-1 jafntefli! pic.twitter.com/aI2XEnzLaW— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 19, 2024 Þjóðverjar tryggðu fyrstir liða sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar með 2-0 sigri á Ungverjum. Heimamenn hafa þar með sex stig og markatöluna 7-1 eftir fyrstu tvo leikina. Jamal Musiala varð fyrstur í keppninni til að skora tvö mörk en hann skoraði þá eftir stoðsendingu frá İlkay Gündogan. Einhverjir vildu meina að Gündogan hefði brotið af sér í aðdragandanum en hvorki dómarinn né myndbandsdómararnir voru á því. Gündogan skoraði síðan seinna markið sjálfur. Það má sjá þessi tvö mörk hér fyrir neðan. Þjóðverjar flugu í 16-liða úrslitin með 2-0 sigri gegn Ungverjum 🇩🇪✈️🇭🇺 pic.twitter.com/OlfrqAMsRH— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 19, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Svisslendingar gerðu reyndar bara 1-1 jafntefli við Skotland en mark Shaqiri var hreint augnayndi. Hann fékk boltann á silfurfati frá klaufskum varnarmanni skoska landsliðsins og hikaði ekki í eina sekúndu heldur skaut strax á markið. Boltinn hafnaði óverjandi upp í bláhorninu. Frábært mark. Shaqiri hefur nú skorað fleiri stóramótamörk en Zinedine Zidane sem og á síðustu þremur Evrópumótum (2016, 2021, 2024) og á síðustu þremur heimsmeistaramótum (2014, 2018, 2022). Því hefur enginn annar náð, ekki einu sinni Cristiano Ronaldo. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum en mark Skota skoraði Scott McTominay. McTominay fékk markið skráð á sig á endanum en það var lengi skráð sem sjálfsmark enda hafði skotið viðkomu í Fabian Schar sem stóð fyrir framan Yann Sommer markvörð. Xherdan Shaqiri skoraði eitt af mörkum mótsins þegar Skotland og Sviss gerðu 1-1 jafntefli! pic.twitter.com/aI2XEnzLaW— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 19, 2024 Þjóðverjar tryggðu fyrstir liða sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar með 2-0 sigri á Ungverjum. Heimamenn hafa þar með sex stig og markatöluna 7-1 eftir fyrstu tvo leikina. Jamal Musiala varð fyrstur í keppninni til að skora tvö mörk en hann skoraði þá eftir stoðsendingu frá İlkay Gündogan. Einhverjir vildu meina að Gündogan hefði brotið af sér í aðdragandanum en hvorki dómarinn né myndbandsdómararnir voru á því. Gündogan skoraði síðan seinna markið sjálfur. Það má sjá þessi tvö mörk hér fyrir neðan. Þjóðverjar flugu í 16-liða úrslitin með 2-0 sigri gegn Ungverjum 🇩🇪✈️🇭🇺 pic.twitter.com/OlfrqAMsRH— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 19, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira