Breytt orðfæri, breytt hugsun Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar 19. júní 2024 14:01 Ég er með tillögu. Hættum að nota persónufornafnið „þau“ þegar við ræðum um meðborgara okkar í samfélaginu. Þegar við notum orðið „þau“ erum við að afmarka ákveðinn hóp og í leiðinni undirstrika að „við“ tilheyrum honum ekki, að við stöndum utan við hann og horfum á „þau“ úr ákveðinni fjarlægð. Og þar af leiðandi snerta vandamál „þeirra“ ekki eins djúpt og ef þau væru vandamál „okkar“, sem leiðir til þess að „við“ tökum þau ekki alvarlega, finnum ekki til eins mikillar samkenndar og látum okkur málið ekki varða eins mikið og ef það snerti einhvern úr „okkar“ hópi.Þegar við skiptum samfélaginu upp í fleiri og fleiri hópa – sem „við“ teljum okkur ekki tilheyra eða eiga samleið með – leggjum „við“ síður eitthvað á okkur til að skilja og leysa vanda „þeirra“. Þetta gerist ekki af illu innræti eða sjálfselsku, þetta er einfaldlega hugsunarháttur sem við ólumst upp við og þykir svo sjálfsagður að við komum ekki auga á hann. Okkur þykir eðlilegt að flokka allt upp í hópa. Evrópuþjóðir, Afríkuþjóðir, kristnir, trúlausir, útlendingar, Íslendingar, aðfluttir, heimamenn, hvítir, litaðir, karlar, konur, fatlaðir, ófatlaðir, vinnufærir, óvinnufærir, fátækir, efnaðir, aldraðir og ungir. Og það er í eðli okkar að þykja hópurinn sem við tilheyrum vera sá eini sem er „normal“ (annað orð sem ætti að útrýma) því við þekkjum ekkert annað, við höfum alltaf verið í ákveðinni fjarlægð frá öðrum hópum og því finnst okkur „við“ vera það sem allt samfélagið ætti að miðast við. Og, ef „við“ tilheyrum hópunum sem hafa öryggið, peningana, heilsuna og völdin eigum við mjög erfitt með að skilja að meirihluti samfélagsins sé ekki í sömu aðstæðum og stöndum í þeirri trú að „þau“ fáu sem ná að láta til sín heyrast vegna slæmra aðstæðna séu undantekningin sem sannar regluna. Og það sem verra er, að „þau“ geri meira úr vandanum en tilefni sé til, því „við“ þekkjum ekki aðstæður þeirra og getum illa eða alls ekki sett okkur í spor þeirra. Og þannig finnst okkur óþarfi að nota völdin „okkar“ eða peningana „okkar“ til að bæta aðstæður „þeirra“ sem getur bara ekki verið stór HÓPUR í samfélaginu „okkar“, eða hvað? En svo getur eitthvað gerst. „Við“ erum ekki ónæm fyrir því að fá sjúkdóma, lenda í slysum eða einfaldlega eldast. Og skyndilega erum „við“ orðin hluti af öðrum HÓPI, við erum orðin óvinnufær, fötluð, sjúklingar, öryrkjar eða öldruð. Og þá vöknum við upp við vondan draum, „við“ erum orðin „þau“ og hópurinn sem við tilheyrðum áður hlustar ekki lengur á okkur, finnur ekki til eins mikillar samkenndar og er ekki lengur eins áfjáður í að leysa úr vanda okkar og þegar við tilheyrðum þeirra hópi. En þá er það um seinan, við höfum ekki orku, völd eða rödd til að láta til okkar taka. Og svona gengur þetta, kynslóð af kynslóð. „Við“ ætlum okkur aldrei að tilheyra „þeim“, við sjáum ekki fyrir okkur að við verðum gamalmenni einn daginn, við búumst ekki við því að missa heilsuna, við ætlum okkur ekki að missa húsnæðið og tapa niður tekjunum. Og þar af leiðandi vinnum við ekki nógu mikið í þágu „þeirra“ og sjáum ekki hið augljósa, að við erum ekki að vinna í þágu samfélagsins, að við erum ekki að búa öllu samfélaginu í haginn, að við erum ekki að leysa úr vandamálum til lengri tíma því framtíðarkynslóðirnar eru ekki „við“ heldur „þau“. Svo, ég sting upp á því að við hættum að tala um t.d. um „aldraða“ og „öryrkja“ sem HÓPA í samfélaginu, því þannig aftengjumst við innan samfélagsins – og erum þar með ekki lengur samfélag – og ýtum til hliðar einstaklingum sem eiga jafnmikinn tilverurétt og við. Hættum að kalla sjúka, aldraða, öryrkja og fátæka „þau“ og notum orðið „VIГ.Við erum samfélag og samfélagið samanstendur ekki af mismunandi hópum, það samanstendur af allskonar einstaklingum, „við“ erum bara fjölbreytt samfélag. Höfundur er hamingjuþjálfi hjá Andanu Happiness Coaching. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Ég er með tillögu. Hættum að nota persónufornafnið „þau“ þegar við ræðum um meðborgara okkar í samfélaginu. Þegar við notum orðið „þau“ erum við að afmarka ákveðinn hóp og í leiðinni undirstrika að „við“ tilheyrum honum ekki, að við stöndum utan við hann og horfum á „þau“ úr ákveðinni fjarlægð. Og þar af leiðandi snerta vandamál „þeirra“ ekki eins djúpt og ef þau væru vandamál „okkar“, sem leiðir til þess að „við“ tökum þau ekki alvarlega, finnum ekki til eins mikillar samkenndar og látum okkur málið ekki varða eins mikið og ef það snerti einhvern úr „okkar“ hópi.Þegar við skiptum samfélaginu upp í fleiri og fleiri hópa – sem „við“ teljum okkur ekki tilheyra eða eiga samleið með – leggjum „við“ síður eitthvað á okkur til að skilja og leysa vanda „þeirra“. Þetta gerist ekki af illu innræti eða sjálfselsku, þetta er einfaldlega hugsunarháttur sem við ólumst upp við og þykir svo sjálfsagður að við komum ekki auga á hann. Okkur þykir eðlilegt að flokka allt upp í hópa. Evrópuþjóðir, Afríkuþjóðir, kristnir, trúlausir, útlendingar, Íslendingar, aðfluttir, heimamenn, hvítir, litaðir, karlar, konur, fatlaðir, ófatlaðir, vinnufærir, óvinnufærir, fátækir, efnaðir, aldraðir og ungir. Og það er í eðli okkar að þykja hópurinn sem við tilheyrum vera sá eini sem er „normal“ (annað orð sem ætti að útrýma) því við þekkjum ekkert annað, við höfum alltaf verið í ákveðinni fjarlægð frá öðrum hópum og því finnst okkur „við“ vera það sem allt samfélagið ætti að miðast við. Og, ef „við“ tilheyrum hópunum sem hafa öryggið, peningana, heilsuna og völdin eigum við mjög erfitt með að skilja að meirihluti samfélagsins sé ekki í sömu aðstæðum og stöndum í þeirri trú að „þau“ fáu sem ná að láta til sín heyrast vegna slæmra aðstæðna séu undantekningin sem sannar regluna. Og það sem verra er, að „þau“ geri meira úr vandanum en tilefni sé til, því „við“ þekkjum ekki aðstæður þeirra og getum illa eða alls ekki sett okkur í spor þeirra. Og þannig finnst okkur óþarfi að nota völdin „okkar“ eða peningana „okkar“ til að bæta aðstæður „þeirra“ sem getur bara ekki verið stór HÓPUR í samfélaginu „okkar“, eða hvað? En svo getur eitthvað gerst. „Við“ erum ekki ónæm fyrir því að fá sjúkdóma, lenda í slysum eða einfaldlega eldast. Og skyndilega erum „við“ orðin hluti af öðrum HÓPI, við erum orðin óvinnufær, fötluð, sjúklingar, öryrkjar eða öldruð. Og þá vöknum við upp við vondan draum, „við“ erum orðin „þau“ og hópurinn sem við tilheyrðum áður hlustar ekki lengur á okkur, finnur ekki til eins mikillar samkenndar og er ekki lengur eins áfjáður í að leysa úr vanda okkar og þegar við tilheyrðum þeirra hópi. En þá er það um seinan, við höfum ekki orku, völd eða rödd til að láta til okkar taka. Og svona gengur þetta, kynslóð af kynslóð. „Við“ ætlum okkur aldrei að tilheyra „þeim“, við sjáum ekki fyrir okkur að við verðum gamalmenni einn daginn, við búumst ekki við því að missa heilsuna, við ætlum okkur ekki að missa húsnæðið og tapa niður tekjunum. Og þar af leiðandi vinnum við ekki nógu mikið í þágu „þeirra“ og sjáum ekki hið augljósa, að við erum ekki að vinna í þágu samfélagsins, að við erum ekki að búa öllu samfélaginu í haginn, að við erum ekki að leysa úr vandamálum til lengri tíma því framtíðarkynslóðirnar eru ekki „við“ heldur „þau“. Svo, ég sting upp á því að við hættum að tala um t.d. um „aldraða“ og „öryrkja“ sem HÓPA í samfélaginu, því þannig aftengjumst við innan samfélagsins – og erum þar með ekki lengur samfélag – og ýtum til hliðar einstaklingum sem eiga jafnmikinn tilverurétt og við. Hættum að kalla sjúka, aldraða, öryrkja og fátæka „þau“ og notum orðið „VIГ.Við erum samfélag og samfélagið samanstendur ekki af mismunandi hópum, það samanstendur af allskonar einstaklingum, „við“ erum bara fjölbreytt samfélag. Höfundur er hamingjuþjálfi hjá Andanu Happiness Coaching.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun