„Sláandi fordómar í kosningabaráttunni“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. júní 2024 13:46 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, flutti ávarp við leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í morgun í tilefni kvenréttindadagsins. Þar ræddi hún um bakslag af ýmsum toga og mikilvægi þess að halda jafnréttisbaráttunni áfram. vísir/Sigurjón Jafnrétti eru ekki sjálfgefið og halda þarf baráttunni gangandi sagði forseti borgarstjórnar þegar blómsveigur var lagður að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í morgun. Haldið er upp á kvenréttindadaginn í dag. Kvenréttindadagurinn eða baráttudagur kvenna er í dag og nú eru liðin eitt hundrað og níu ár frá því að konur fengu bæði fullan kosningarétt til jafns við karla og kjörgengi til Alþingis. Á síðustu árum hefur Reykjavíkurborg látið leggja blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallakirkjugarði tilefni dagsins og á því var engin undantekining í morgun. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, flutti ávarp þar sem hún lýsti mikilvægi þess að halda mannréttindabaráttunni áfram og vinna gegn bakslagi. „Hverri kynslóð fylgja nýjar áskoranir í jafnréttismálum. Nýjar bylgjur fordóma og nýtt bakslag sem þarf að bregðast við og vinna bug á. Það var vægast sagt sláandi að sjá hvernig hinsegin fordómar læddust upp á yfirborðið í kosningabaráttunni nú í vor þegar Baldur Þórhallsson fékk afar miðaldarlegar spurningar um fjölskyldu og hjónaband sitt bara vegna þess að hann var hinsegin. Nánast sömu spurningar fékk Vigdís Finnbogadóttir þegar hún fyrst kvenna bauð sig fram til forseta árið 1980. Fjörutíu og fjórum árum seinna fær Baldur þessar sömu gildishlöðnu spurningar.“ Þá vísaði hún til nýlegrar þróunar í Bandaríkjunum þar sem verið er að þrengja að rétti kvenna til þungunarrofs. „Það þarf að halda mannréttindabaráttunni áfram og jafnrétti er fyrir alla. Við erum að horfa til hinsegin fólksins og þess að konur ráði yfir eigin líkama. Þetta eru stóru málin í dag, að það sé til staður fyrir okkur öll,“ sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar. Reykjavík Hinsegin Jafnréttismál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Kvenréttindadagurinn eða baráttudagur kvenna er í dag og nú eru liðin eitt hundrað og níu ár frá því að konur fengu bæði fullan kosningarétt til jafns við karla og kjörgengi til Alþingis. Á síðustu árum hefur Reykjavíkurborg látið leggja blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallakirkjugarði tilefni dagsins og á því var engin undantekining í morgun. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, flutti ávarp þar sem hún lýsti mikilvægi þess að halda mannréttindabaráttunni áfram og vinna gegn bakslagi. „Hverri kynslóð fylgja nýjar áskoranir í jafnréttismálum. Nýjar bylgjur fordóma og nýtt bakslag sem þarf að bregðast við og vinna bug á. Það var vægast sagt sláandi að sjá hvernig hinsegin fordómar læddust upp á yfirborðið í kosningabaráttunni nú í vor þegar Baldur Þórhallsson fékk afar miðaldarlegar spurningar um fjölskyldu og hjónaband sitt bara vegna þess að hann var hinsegin. Nánast sömu spurningar fékk Vigdís Finnbogadóttir þegar hún fyrst kvenna bauð sig fram til forseta árið 1980. Fjörutíu og fjórum árum seinna fær Baldur þessar sömu gildishlöðnu spurningar.“ Þá vísaði hún til nýlegrar þróunar í Bandaríkjunum þar sem verið er að þrengja að rétti kvenna til þungunarrofs. „Það þarf að halda mannréttindabaráttunni áfram og jafnrétti er fyrir alla. Við erum að horfa til hinsegin fólksins og þess að konur ráði yfir eigin líkama. Þetta eru stóru málin í dag, að það sé til staður fyrir okkur öll,“ sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar.
Reykjavík Hinsegin Jafnréttismál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira