Segir árásargjarna hrúta sitja um heimilið sitt Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. júní 2024 11:45 Baldur segir hrútana valda garðræktaráhugafólki talsvert meiri vandræðum en honum sjálfum. Drífa Birgitta Gunnlaugsdóttir Lausaganga hrúta í Vogum á Vatnsleysuströnd hefur orðið tilefni talsverðrar óánægju meðal íbúa. Baldur Gunnarsson íbúi í bænum segir hrútavandann hafa verið viðvarandi síðustu ár og árásargjarnir hrútar hafi setið um heimili hans síðustu daga. „Ég er með svona skýli byggt fyrir anddyrið hjá mér og þeir eru bara fluttir inn þangað,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Spörð við anddyrið Hann segist hafa haft samband við lögreglu sem fullvissaði hann um að hrútunum yrði smalað úr bænum. „Þeir eru að skíta þarna fyrir framan útidyrnar hjá mér. Þetta er ekki mjög skemmtilegt,“ segir Baldur. Eiginkona hans birti færslu á íbúahóp Voga á Vatnsleysuströnd á Facebook þar sem hún kvartaði undan umsátri hrútanna. Viðbrögðin voru misjöfn í athugasemdunum. Sumir tóku undir en aðrir fundu til með hrútunum sem voru ekki að gera annað en að leita sér skjóls frá rigningunni. Baldur segir hrútana valda garðræktaráhugafólki talsvert meiri vandræðum en honum sjálfum.Drífa Birgitta Gunnlaugsdóttir Baldur segist þó vera orðinn þreyttur á aðgerðarleysi bæjarins og eiganda hrútanna. „Þetta er búið að vera svona í nokkur ár og það hefur verið kvartað hjá bænum og það virðist öllum vera bara alveg sama,“ segir hann. „Þið gerið ykkur einhvern mat úr þessu og kannski gerum við mat úr hrútunum,“ bætti hann svo við og hló. Hrútarnir séu hinir ljúfustu Árni Magnússon er bóndi á Vatnsleysuströnd og er eigandi téðra hrúta. Hann segir leiðinlegt að þeir hafi verið að angra íbúa og að þeir verði sóttir hið snarasta. Hrútarnir séu þó hinir ljúfustu. „Maður er alltaf búinn að smala þeim en grasið er alltaf grænna hinum megin. Þeir hlaupa bara út úr girðingunni og rölta þarna yfir. Þeir eru á leiðinni inni í girðinguna aftur. Leiðinlegt að þeir hafi verið að angra fólk, það er ekki gott,“ segir Árni í samtali við fréttastofu. Vogar Landbúnaður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
„Ég er með svona skýli byggt fyrir anddyrið hjá mér og þeir eru bara fluttir inn þangað,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Spörð við anddyrið Hann segist hafa haft samband við lögreglu sem fullvissaði hann um að hrútunum yrði smalað úr bænum. „Þeir eru að skíta þarna fyrir framan útidyrnar hjá mér. Þetta er ekki mjög skemmtilegt,“ segir Baldur. Eiginkona hans birti færslu á íbúahóp Voga á Vatnsleysuströnd á Facebook þar sem hún kvartaði undan umsátri hrútanna. Viðbrögðin voru misjöfn í athugasemdunum. Sumir tóku undir en aðrir fundu til með hrútunum sem voru ekki að gera annað en að leita sér skjóls frá rigningunni. Baldur segir hrútana valda garðræktaráhugafólki talsvert meiri vandræðum en honum sjálfum.Drífa Birgitta Gunnlaugsdóttir Baldur segist þó vera orðinn þreyttur á aðgerðarleysi bæjarins og eiganda hrútanna. „Þetta er búið að vera svona í nokkur ár og það hefur verið kvartað hjá bænum og það virðist öllum vera bara alveg sama,“ segir hann. „Þið gerið ykkur einhvern mat úr þessu og kannski gerum við mat úr hrútunum,“ bætti hann svo við og hló. Hrútarnir séu hinir ljúfustu Árni Magnússon er bóndi á Vatnsleysuströnd og er eigandi téðra hrúta. Hann segir leiðinlegt að þeir hafi verið að angra íbúa og að þeir verði sóttir hið snarasta. Hrútarnir séu þó hinir ljúfustu. „Maður er alltaf búinn að smala þeim en grasið er alltaf grænna hinum megin. Þeir hlaupa bara út úr girðingunni og rölta þarna yfir. Þeir eru á leiðinni inni í girðinguna aftur. Leiðinlegt að þeir hafi verið að angra fólk, það er ekki gott,“ segir Árni í samtali við fréttastofu.
Vogar Landbúnaður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira