„Fannst ég bregðast heilli þjóð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2024 09:00 Max Wöber sást gráta eftir leikinn þar sem Frakkarnir unnu á sjálfsmarki hans. Getty/Ian MacNicol Austurríkismaðurinn Maximilian Wöber átti erfitt með tilfinningar sínar í gær þrátt fyrir að það væri næstum því sólarhringur síðan hann tryggði Frökkum sigur með því að skalla boltann í eigið mark. Þegar Wöber hitti blaðamenn daginn eftir þá barðist þessi 26 ára gamli leikmaður Leeds United við tárin. „Þú ert orðinn að skúrki þjóðar þinnar,“ sagði Maximilian Wöber. „Eftir svona leik, þar sem þú klúðrar leik á EM fyrir þjóð þína þá er mikilvægt að stíga fram strax svo að þú getir komist sem fyrst yfir þetta,“ sagði Wöber en Kronen Zeitung segir frá. Hann mætti í viðtöl daginn eftir og fékk hrós hjá mörgum fyrir hugrekkið. „Bin der Dodel der Nation“ - Maximilian Wöber stellte sich am Tag nach seinem verhängnisvollen Eigentor gegen die Franzosen der Presse. https://t.co/s94SBwjQdG pic.twitter.com/xioqh4QwjK— Kronen Zeitung (@krone_at) June 18, 2024 „Ég sá boltann mjög seint, brást við af eðlishvötinni einni saman og náði einhvern veginn að setja hausinn í boltann. Eftiráhyggja þá var þetta án efa slæm ákvörðun,“ sagði Wöber. „Þetta var mjög svekkjandi kvöld fyrir mig persónulega með miklum biturleika. Ég átti mjög erfitt með tilfinningarnar eftir leikinn. Ég hef aldrei upplifað slíkt áður af því að mér fannst ég bregðast heilli þjóð,“ sagði Wöber. „Nú hef ég haft alla nóttina til þess að vinna úr þessu. Liðsfélagar mínir og þjálfarateymið, fjölskyldan og vinir komu mér aftur á rétta braut. Eftir svefnlausa nótt þá get ég nú hlegið að sumum ljósmyndum og gríni á netinu,“ sagði Wöber. Wöber og félagar stóðu sig vel á móti sterku liði Frakka en urðu að sætta sig við 1-0 tap. Næsti leikur liðsins er á móti Póllandi á föstudaginn en lokaleikurinn er síðan á móti Hollandi. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Sjá meira
Þegar Wöber hitti blaðamenn daginn eftir þá barðist þessi 26 ára gamli leikmaður Leeds United við tárin. „Þú ert orðinn að skúrki þjóðar þinnar,“ sagði Maximilian Wöber. „Eftir svona leik, þar sem þú klúðrar leik á EM fyrir þjóð þína þá er mikilvægt að stíga fram strax svo að þú getir komist sem fyrst yfir þetta,“ sagði Wöber en Kronen Zeitung segir frá. Hann mætti í viðtöl daginn eftir og fékk hrós hjá mörgum fyrir hugrekkið. „Bin der Dodel der Nation“ - Maximilian Wöber stellte sich am Tag nach seinem verhängnisvollen Eigentor gegen die Franzosen der Presse. https://t.co/s94SBwjQdG pic.twitter.com/xioqh4QwjK— Kronen Zeitung (@krone_at) June 18, 2024 „Ég sá boltann mjög seint, brást við af eðlishvötinni einni saman og náði einhvern veginn að setja hausinn í boltann. Eftiráhyggja þá var þetta án efa slæm ákvörðun,“ sagði Wöber. „Þetta var mjög svekkjandi kvöld fyrir mig persónulega með miklum biturleika. Ég átti mjög erfitt með tilfinningarnar eftir leikinn. Ég hef aldrei upplifað slíkt áður af því að mér fannst ég bregðast heilli þjóð,“ sagði Wöber. „Nú hef ég haft alla nóttina til þess að vinna úr þessu. Liðsfélagar mínir og þjálfarateymið, fjölskyldan og vinir komu mér aftur á rétta braut. Eftir svefnlausa nótt þá get ég nú hlegið að sumum ljósmyndum og gríni á netinu,“ sagði Wöber. Wöber og félagar stóðu sig vel á móti sterku liði Frakka en urðu að sætta sig við 1-0 tap. Næsti leikur liðsins er á móti Póllandi á föstudaginn en lokaleikurinn er síðan á móti Hollandi.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Sjá meira