„Fannst ég bregðast heilli þjóð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2024 09:00 Max Wöber sást gráta eftir leikinn þar sem Frakkarnir unnu á sjálfsmarki hans. Getty/Ian MacNicol Austurríkismaðurinn Maximilian Wöber átti erfitt með tilfinningar sínar í gær þrátt fyrir að það væri næstum því sólarhringur síðan hann tryggði Frökkum sigur með því að skalla boltann í eigið mark. Þegar Wöber hitti blaðamenn daginn eftir þá barðist þessi 26 ára gamli leikmaður Leeds United við tárin. „Þú ert orðinn að skúrki þjóðar þinnar,“ sagði Maximilian Wöber. „Eftir svona leik, þar sem þú klúðrar leik á EM fyrir þjóð þína þá er mikilvægt að stíga fram strax svo að þú getir komist sem fyrst yfir þetta,“ sagði Wöber en Kronen Zeitung segir frá. Hann mætti í viðtöl daginn eftir og fékk hrós hjá mörgum fyrir hugrekkið. „Bin der Dodel der Nation“ - Maximilian Wöber stellte sich am Tag nach seinem verhängnisvollen Eigentor gegen die Franzosen der Presse. https://t.co/s94SBwjQdG pic.twitter.com/xioqh4QwjK— Kronen Zeitung (@krone_at) June 18, 2024 „Ég sá boltann mjög seint, brást við af eðlishvötinni einni saman og náði einhvern veginn að setja hausinn í boltann. Eftiráhyggja þá var þetta án efa slæm ákvörðun,“ sagði Wöber. „Þetta var mjög svekkjandi kvöld fyrir mig persónulega með miklum biturleika. Ég átti mjög erfitt með tilfinningarnar eftir leikinn. Ég hef aldrei upplifað slíkt áður af því að mér fannst ég bregðast heilli þjóð,“ sagði Wöber. „Nú hef ég haft alla nóttina til þess að vinna úr þessu. Liðsfélagar mínir og þjálfarateymið, fjölskyldan og vinir komu mér aftur á rétta braut. Eftir svefnlausa nótt þá get ég nú hlegið að sumum ljósmyndum og gríni á netinu,“ sagði Wöber. Wöber og félagar stóðu sig vel á móti sterku liði Frakka en urðu að sætta sig við 1-0 tap. Næsti leikur liðsins er á móti Póllandi á föstudaginn en lokaleikurinn er síðan á móti Hollandi. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Þegar Wöber hitti blaðamenn daginn eftir þá barðist þessi 26 ára gamli leikmaður Leeds United við tárin. „Þú ert orðinn að skúrki þjóðar þinnar,“ sagði Maximilian Wöber. „Eftir svona leik, þar sem þú klúðrar leik á EM fyrir þjóð þína þá er mikilvægt að stíga fram strax svo að þú getir komist sem fyrst yfir þetta,“ sagði Wöber en Kronen Zeitung segir frá. Hann mætti í viðtöl daginn eftir og fékk hrós hjá mörgum fyrir hugrekkið. „Bin der Dodel der Nation“ - Maximilian Wöber stellte sich am Tag nach seinem verhängnisvollen Eigentor gegen die Franzosen der Presse. https://t.co/s94SBwjQdG pic.twitter.com/xioqh4QwjK— Kronen Zeitung (@krone_at) June 18, 2024 „Ég sá boltann mjög seint, brást við af eðlishvötinni einni saman og náði einhvern veginn að setja hausinn í boltann. Eftiráhyggja þá var þetta án efa slæm ákvörðun,“ sagði Wöber. „Þetta var mjög svekkjandi kvöld fyrir mig persónulega með miklum biturleika. Ég átti mjög erfitt með tilfinningarnar eftir leikinn. Ég hef aldrei upplifað slíkt áður af því að mér fannst ég bregðast heilli þjóð,“ sagði Wöber. „Nú hef ég haft alla nóttina til þess að vinna úr þessu. Liðsfélagar mínir og þjálfarateymið, fjölskyldan og vinir komu mér aftur á rétta braut. Eftir svefnlausa nótt þá get ég nú hlegið að sumum ljósmyndum og gríni á netinu,“ sagði Wöber. Wöber og félagar stóðu sig vel á móti sterku liði Frakka en urðu að sætta sig við 1-0 tap. Næsti leikur liðsins er á móti Póllandi á föstudaginn en lokaleikurinn er síðan á móti Hollandi.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira