Davíð segir Fylkismenn hafa beitt kynþáttaníði: „Rasísk ummæli í garð minna leikmanna“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. júní 2024 20:48 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, vildi ekki eiga nein frekari ummæli um málið. Vísir/Pawel Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var sársvekktur eftir 3-2 tap gegn Fylki í kvöld. Niðurstaða leiksins átti hlut að máli en aðrir, verri hlutir vógu þyngra. Hann segir leikmenn Fylkis hafa beitt sína menn kynþáttaníði. „Virkilega svekkjandi en mér fannst samt lengst af í leiknum við vera við stjórn. Nema á þessum kafla sem við fáum á okkur þessi mörk. Þessi tvö mörk þarna sérstaklega sem við fáum á okkur með alltof stuttu millibili. Bara svekkjandi, gríðarlega.“ Rasísk ummæli í garð leikmanna Vestra Það er ýmislegt jákvætt sem Davíð gat séð í spilamennsku sinna manna en hann segir leikinn hafa litast af allt öðru. Rasísk ummæli í garð sinna leikmanna og ljót ummæli beind að honum sitja eftir. „Það eru hlutir sem gerast hérna í dag fyrir utan fótboltann sem sitja í manni. Ummæli frá leikmönnum Fylkis, rasísk ummæli í garð minna leikmanna, sem ég er ekki sáttur með. Ummæli frá þjálfara Fylkis í minn garð sem eru ekki við hæfi í fótboltaleik. Það situr líka eftir.“ Davíð vildi ekki tjá sig mikið frekar um málið þegar blaðamaður innti hann eftir því. „Ég held að þeir sem eiga í hlut, þeir vita bara upp á sig sökina. Þeir sem vilja kafa dýpra í það verða bara að fara yfir hvað gerist hérna í leiknum, þegar allt sýður upp úr, milli hverja það er. Ég ætla ekki að eiga nein ummæli um það. Þjálfari Fylkis má reyndar eiga það að hann biður mig afsökunar, og ég tek því.“ Davíð fékk sjálfur gult spjald á 90. mínútu en það atvik var ótengt þessu. „Það er bara fyrir einhver köll hérna inn á völlinn sem eru fótboltatengd og mér fannst ég ekki gera meira af en andstæðingurinn. En ég virðist eiga langt í land með að vinna leik sem þessi dómari dæmir,“ sagði Davíð Smári að lokum. Besta deild karla Vestri Fylkir Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
„Virkilega svekkjandi en mér fannst samt lengst af í leiknum við vera við stjórn. Nema á þessum kafla sem við fáum á okkur þessi mörk. Þessi tvö mörk þarna sérstaklega sem við fáum á okkur með alltof stuttu millibili. Bara svekkjandi, gríðarlega.“ Rasísk ummæli í garð leikmanna Vestra Það er ýmislegt jákvætt sem Davíð gat séð í spilamennsku sinna manna en hann segir leikinn hafa litast af allt öðru. Rasísk ummæli í garð sinna leikmanna og ljót ummæli beind að honum sitja eftir. „Það eru hlutir sem gerast hérna í dag fyrir utan fótboltann sem sitja í manni. Ummæli frá leikmönnum Fylkis, rasísk ummæli í garð minna leikmanna, sem ég er ekki sáttur með. Ummæli frá þjálfara Fylkis í minn garð sem eru ekki við hæfi í fótboltaleik. Það situr líka eftir.“ Davíð vildi ekki tjá sig mikið frekar um málið þegar blaðamaður innti hann eftir því. „Ég held að þeir sem eiga í hlut, þeir vita bara upp á sig sökina. Þeir sem vilja kafa dýpra í það verða bara að fara yfir hvað gerist hérna í leiknum, þegar allt sýður upp úr, milli hverja það er. Ég ætla ekki að eiga nein ummæli um það. Þjálfari Fylkis má reyndar eiga það að hann biður mig afsökunar, og ég tek því.“ Davíð fékk sjálfur gult spjald á 90. mínútu en það atvik var ótengt þessu. „Það er bara fyrir einhver köll hérna inn á völlinn sem eru fótboltatengd og mér fannst ég ekki gera meira af en andstæðingurinn. En ég virðist eiga langt í land með að vinna leik sem þessi dómari dæmir,“ sagði Davíð Smári að lokum.
Besta deild karla Vestri Fylkir Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira