„Langaði að koma aftur til Evrópu eftir að fósturpabbi minn dó“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júní 2024 07:01 Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands og Guðlaugur Victor Pálsson, fallast í faðma eftir leik gegn Portúgal. Vísir/ Hulda Margrét Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson var til viðtals í nýjasta hlaðvarpsþætti Dr. Football. Þar fór hann yfir tímabilið með Eupen í Belgíu en liðið féll úr efstu deild á nýafstöðu tímabili. Þá ræddi hann ástæðu þess að hann vildi spila aftur í Evrópu eftir veru hjá D.C. United í Bandaríkjunum. Guðlaugur Victor samdi við Eupen fyrir síðustu leiktíð og skrifaði undir þriggja ára samning. Þegar hann skrifaði undir taldi hann liðið vera á uppleið en annað hafi komið á daginn og á endanum hafi liðið fallið. „Maður sá snemma að það væri að stefna í fall, því miður. Þetta er skrítinn og illa rekinn klúbbur,“ segir Guðlaugur Victor í Dr. Football. „Það eru miklir möguleikar þarna og við trúðum á þetta verkefni þegar við fórum þangað. Eigendurnir frá Katar og það er talsvert fjármagn,“ bætti hann við en Alfreð Finnbogason samdi einnig við Eupen fyrir síðustu leiktíð. Eupen styrkti hópinn fyrir tímabilið og sótti þjálfarann Florian Kohfeldt sem hafði áður stýrt Wolfsburg og Werder Bremen í Þýskalandi. Guðlaugur Victor þekkti til hans eftir að hafa sjálfur spilað með Darmstadt 98 og Schalke 04. Kohfeldt hætti í mars síðastliðnum. Svo snerist umræðan að endurkomu Guðlaugs Victors til Evrópu eftir að hafa spilað með D.C. United í MLS-deildinni í Bandaríkjunum frá 2022-23. Guðlaugur Victor í leik með D.C. United.Andrew Katsampes/Getty Images „Langaði að koma aftur til Evrópu eftir að fósturpabbi minn dó. Vildi vera nær systur minni og komast aftur á meginlandið. Ég lét umboðsmanninn minn vita af því og þessi möguleiki kom upp.“ Guðlaugur Victor sagðist hafa tekið slaginn því Florian var við stjórnvölinn og hann var að leita að reynslumiklum leikmanni í vörnina. Þá var samningurinn ekki slæmur. „Félagið bauð mér þannig samning að ég gat ekki sagt nei,“ sagði varnarmaðurinn en hann gefur bænum ekki háa einkunn. Það búa undir 20 þúsund manns þarna og ekkert „sexí“ við þetta eins og Guðlaugur Victor segir. „Verkefnið hljómaði hins vegar þannig að ég var til í þetta. Þeir fengu leikmenn með reynslu úr þýsku úrvalsdeildinni svo þetta tikkaði í öll boxin.“ Alfreð og Guðlaugur Victor á góðri stundu.Isosport/Getty Images Eftir fallið breyttust hlutirnir hratt „Við fengum launin okkar greidd en eftir að við féllum komu þau tveimur vikum of seint, peningurinn er samt kominn inn.“ Nú þegar aðeins tvær vikur í að undirbúningstímabil eigi að hefjast fyrir leiktíðina 2024-25 þá er staðan heldur undarleg. „Það er enginn þjálfari, enginn styrktarþjálfari og enginn sjúkraþjálfari. Menn vita ekki hvaða fjármagn Katararnir ætla að láta í félagið svo það er ekki hægt að ráða neinn.“ Íhugar að færa sig um set „Ég er sjálfur meiddur og búinn að vera meiddur síðustu sex vikur. Ég veit ekkert hvort ég sé að fara út í endurhæfingu. Maður veit ekki neitt, þetta er allt mjög skrítið.“ Aðspurður viðurkenndi Guðlaugur Victor að hann væri að íhuga að hugsa sér til hreyfings. Hann er þó raunsær varðandi stöðu sína. „Eins og fótbolti virkar, sérstaklega þegar maður er 33 ára gamall, þá er maður ekkert að tína samning upp af götunni. Ég á tvö ár eftir svo það er spurning hvort ég mætti fara frítt eða hvort það þyrfti að greiða fyrir mig. Það getur spilað stóra rullu í þessu.“ Guðlaugur Victor á að baki 44 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.Vísir/Hulda Margrét Jafnframt viðurkenndi Guðlaugur Victor að honum langaði að spila á hærra getustigi en B-deildinni í Belgíu. „Ég er á frábærum samning og ég er 33 ára. Maður þarf að vega og meta þetta. Fjárhagslega hliðin er mikilvæg, en að sama skapi vill ég spila á háu getustigi. Núna er ég bara í endurhæfingu og að vinna í því að koma mér í gang.“ „Ég á ekki mikið eftir af endurhæfingunni, var á vellinum að hlaupa í dag. Verður maður ekki að setja þetta í hendurnar á einhverjum æðri mætti? Það sem gerist, gerist,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson að lokum í spjalli sínu við Hjörvar Hafliðason í Dr. Football. Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Sjá meira
Guðlaugur Victor samdi við Eupen fyrir síðustu leiktíð og skrifaði undir þriggja ára samning. Þegar hann skrifaði undir taldi hann liðið vera á uppleið en annað hafi komið á daginn og á endanum hafi liðið fallið. „Maður sá snemma að það væri að stefna í fall, því miður. Þetta er skrítinn og illa rekinn klúbbur,“ segir Guðlaugur Victor í Dr. Football. „Það eru miklir möguleikar þarna og við trúðum á þetta verkefni þegar við fórum þangað. Eigendurnir frá Katar og það er talsvert fjármagn,“ bætti hann við en Alfreð Finnbogason samdi einnig við Eupen fyrir síðustu leiktíð. Eupen styrkti hópinn fyrir tímabilið og sótti þjálfarann Florian Kohfeldt sem hafði áður stýrt Wolfsburg og Werder Bremen í Þýskalandi. Guðlaugur Victor þekkti til hans eftir að hafa sjálfur spilað með Darmstadt 98 og Schalke 04. Kohfeldt hætti í mars síðastliðnum. Svo snerist umræðan að endurkomu Guðlaugs Victors til Evrópu eftir að hafa spilað með D.C. United í MLS-deildinni í Bandaríkjunum frá 2022-23. Guðlaugur Victor í leik með D.C. United.Andrew Katsampes/Getty Images „Langaði að koma aftur til Evrópu eftir að fósturpabbi minn dó. Vildi vera nær systur minni og komast aftur á meginlandið. Ég lét umboðsmanninn minn vita af því og þessi möguleiki kom upp.“ Guðlaugur Victor sagðist hafa tekið slaginn því Florian var við stjórnvölinn og hann var að leita að reynslumiklum leikmanni í vörnina. Þá var samningurinn ekki slæmur. „Félagið bauð mér þannig samning að ég gat ekki sagt nei,“ sagði varnarmaðurinn en hann gefur bænum ekki háa einkunn. Það búa undir 20 þúsund manns þarna og ekkert „sexí“ við þetta eins og Guðlaugur Victor segir. „Verkefnið hljómaði hins vegar þannig að ég var til í þetta. Þeir fengu leikmenn með reynslu úr þýsku úrvalsdeildinni svo þetta tikkaði í öll boxin.“ Alfreð og Guðlaugur Victor á góðri stundu.Isosport/Getty Images Eftir fallið breyttust hlutirnir hratt „Við fengum launin okkar greidd en eftir að við féllum komu þau tveimur vikum of seint, peningurinn er samt kominn inn.“ Nú þegar aðeins tvær vikur í að undirbúningstímabil eigi að hefjast fyrir leiktíðina 2024-25 þá er staðan heldur undarleg. „Það er enginn þjálfari, enginn styrktarþjálfari og enginn sjúkraþjálfari. Menn vita ekki hvaða fjármagn Katararnir ætla að láta í félagið svo það er ekki hægt að ráða neinn.“ Íhugar að færa sig um set „Ég er sjálfur meiddur og búinn að vera meiddur síðustu sex vikur. Ég veit ekkert hvort ég sé að fara út í endurhæfingu. Maður veit ekki neitt, þetta er allt mjög skrítið.“ Aðspurður viðurkenndi Guðlaugur Victor að hann væri að íhuga að hugsa sér til hreyfings. Hann er þó raunsær varðandi stöðu sína. „Eins og fótbolti virkar, sérstaklega þegar maður er 33 ára gamall, þá er maður ekkert að tína samning upp af götunni. Ég á tvö ár eftir svo það er spurning hvort ég mætti fara frítt eða hvort það þyrfti að greiða fyrir mig. Það getur spilað stóra rullu í þessu.“ Guðlaugur Victor á að baki 44 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.Vísir/Hulda Margrét Jafnframt viðurkenndi Guðlaugur Victor að honum langaði að spila á hærra getustigi en B-deildinni í Belgíu. „Ég er á frábærum samning og ég er 33 ára. Maður þarf að vega og meta þetta. Fjárhagslega hliðin er mikilvæg, en að sama skapi vill ég spila á háu getustigi. Núna er ég bara í endurhæfingu og að vinna í því að koma mér í gang.“ „Ég á ekki mikið eftir af endurhæfingunni, var á vellinum að hlaupa í dag. Verður maður ekki að setja þetta í hendurnar á einhverjum æðri mætti? Það sem gerist, gerist,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson að lokum í spjalli sínu við Hjörvar Hafliðason í Dr. Football.
Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Sjá meira