Uppbygging komin á fullt skrið þremur dögum eftir brunann Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2024 21:31 Mikið hreinsunarstarf hefur verið unnið í verslunum Kúltúr frá því á laugardag. Svona var umhorfs í Kúltur menn í dag. Vísir/Sigurjón Uppbygging er komin á fullt skrið í Kringlunni eftir að stórtjón varð í eldsvoða á laugardagskvöld. Næstum allar vörur í verslunum undir merkjum Kúltur eru ónýtar en eigandi vonar að hægt verði að opna aftur í haust eftir allsherjarniðurrif. Her manns var að störfum inni á lager Kúltúrverslananna í Kringlunni þegar fréttastofa leit þar við í dag. Kúltur er í eigu Svövu Johansen eiganda NTC en hennar verslanir fóru einna verst úti úr eldsvoðanum á laugardag. „Við erum að taka allt út í dag og á morgun, allar vörur og meta tjónið á þeim. Síðan er farið í að rífa niður bilin [verslunarrýmin] hérna, innréttingar og annað, og svo hefst bara uppbygging,“ segir Svava. „Ef þetta hefði ekki verið í plastkössum, og í plastpokum þar innan í, þá væri þetta eflaust allt ónýtt. En það lítur út fyrir að við getum bjargað þessu öllu,“ bætir hún við og bendir á stóran stafla af kössum sem búið er að bera af lagernum út á bílaplan. „Þetta er stærsta tjón sem við höfum nokkurn tímann [orðið fyrir]... fjórar af sex verslunum okkar inni í Kringlunni. Þetta er alveg svakalega mikið tjón og líka fyrir starfsfólkið okkar, þetta er svona þeirra annað heimili.“ Þrír dagar eru nú síðan bruninn varð og mikið hreinsunarstarf hefur verið unnið. Það liggur nú samt enn mikil reykjarlykt yfir öllu, starfsmenn bera margir grímur fyrir vitum, og svo drýpur enn víða úr loftinu, eins og sýnt er í fréttinni hér fyrir ofan. Í áfalli en halda ótrauð áfram „Það er rosalega skrýtið að upplifa þetta, þetta er ofboðslega erfiður dagur, bara ofboðslega. Mikið sem við erum búin að vera að panta inn er bara ónýtt. Við erum bara í áfalli en við verðum að halda áfram, það er bara þannig,“ segir Þórður Úlfar Ragnarsson, verslunarstjóri í Kúltur menn. Við fylgjum Svövu loks út á gang, þar sem aðrar verslanir hennar Sautján og GS skór blasa við okkur, auk fleiri búða sem urðu fyrir miklu tjóni: Macland á annarri hæð og Sostrene grene á fyrstu hæð. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Hér er búið að vera að setja pappa fyrir í allan dag og það er búið að loka nánast öllum bilunum sem lentu í þessu mikla tjóni, bæði á annarri hæð og fyrstu, ég hef bara sjaldan séð Íslendinga vinna jafnhratt og við erum mjög glöð að finna að lyktin er eiginlega að fara,“ segir Svava. Tjónið nær til um tíu verslunarrýma, langstærstur hluti verslunarmiðstöðvarinnar slapp með skrekkinn, og stefnt er að því að Kringlan verði aftur opnuð almenningi á fimmtudag, Slökkvilið Eldsvoði í Kringlunni Kringlan Verslun Tengdar fréttir Kringlan lokuð til fimmtudags Hreinsunarstarf í Kringlunni gengur vel, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reitum og verslunarmiðstöðinni. Stefnt er að því að opna að nýju á fimmtudag. 17. júní 2024 18:07 „Þetta var bara eins og hryðjuverk“ Altjón varð í tíu verslunum Kringlunnar í gær þegar það kviknaði í þaki hennar. Eigandi verslunarinnar sem kom verst út úr brunanum segir Kringluna hafa litið hryllilega út í nótt. 16. júní 2024 21:38 „Þetta er stórtjón fyrir okkur“ Svava Johansen eigandi og forstjóri NTC sem rekur sex verslanir í Kringlunni, segir að staðan sé alls ekki góð í verslunum hennar. Um stórtjón sé að ræða í verslun hennar Gallerí sautján. 16. júní 2024 14:28 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Her manns var að störfum inni á lager Kúltúrverslananna í Kringlunni þegar fréttastofa leit þar við í dag. Kúltur er í eigu Svövu Johansen eiganda NTC en hennar verslanir fóru einna verst úti úr eldsvoðanum á laugardag. „Við erum að taka allt út í dag og á morgun, allar vörur og meta tjónið á þeim. Síðan er farið í að rífa niður bilin [verslunarrýmin] hérna, innréttingar og annað, og svo hefst bara uppbygging,“ segir Svava. „Ef þetta hefði ekki verið í plastkössum, og í plastpokum þar innan í, þá væri þetta eflaust allt ónýtt. En það lítur út fyrir að við getum bjargað þessu öllu,“ bætir hún við og bendir á stóran stafla af kössum sem búið er að bera af lagernum út á bílaplan. „Þetta er stærsta tjón sem við höfum nokkurn tímann [orðið fyrir]... fjórar af sex verslunum okkar inni í Kringlunni. Þetta er alveg svakalega mikið tjón og líka fyrir starfsfólkið okkar, þetta er svona þeirra annað heimili.“ Þrír dagar eru nú síðan bruninn varð og mikið hreinsunarstarf hefur verið unnið. Það liggur nú samt enn mikil reykjarlykt yfir öllu, starfsmenn bera margir grímur fyrir vitum, og svo drýpur enn víða úr loftinu, eins og sýnt er í fréttinni hér fyrir ofan. Í áfalli en halda ótrauð áfram „Það er rosalega skrýtið að upplifa þetta, þetta er ofboðslega erfiður dagur, bara ofboðslega. Mikið sem við erum búin að vera að panta inn er bara ónýtt. Við erum bara í áfalli en við verðum að halda áfram, það er bara þannig,“ segir Þórður Úlfar Ragnarsson, verslunarstjóri í Kúltur menn. Við fylgjum Svövu loks út á gang, þar sem aðrar verslanir hennar Sautján og GS skór blasa við okkur, auk fleiri búða sem urðu fyrir miklu tjóni: Macland á annarri hæð og Sostrene grene á fyrstu hæð. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Hér er búið að vera að setja pappa fyrir í allan dag og það er búið að loka nánast öllum bilunum sem lentu í þessu mikla tjóni, bæði á annarri hæð og fyrstu, ég hef bara sjaldan séð Íslendinga vinna jafnhratt og við erum mjög glöð að finna að lyktin er eiginlega að fara,“ segir Svava. Tjónið nær til um tíu verslunarrýma, langstærstur hluti verslunarmiðstöðvarinnar slapp með skrekkinn, og stefnt er að því að Kringlan verði aftur opnuð almenningi á fimmtudag,
Slökkvilið Eldsvoði í Kringlunni Kringlan Verslun Tengdar fréttir Kringlan lokuð til fimmtudags Hreinsunarstarf í Kringlunni gengur vel, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reitum og verslunarmiðstöðinni. Stefnt er að því að opna að nýju á fimmtudag. 17. júní 2024 18:07 „Þetta var bara eins og hryðjuverk“ Altjón varð í tíu verslunum Kringlunnar í gær þegar það kviknaði í þaki hennar. Eigandi verslunarinnar sem kom verst út úr brunanum segir Kringluna hafa litið hryllilega út í nótt. 16. júní 2024 21:38 „Þetta er stórtjón fyrir okkur“ Svava Johansen eigandi og forstjóri NTC sem rekur sex verslanir í Kringlunni, segir að staðan sé alls ekki góð í verslunum hennar. Um stórtjón sé að ræða í verslun hennar Gallerí sautján. 16. júní 2024 14:28 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Kringlan lokuð til fimmtudags Hreinsunarstarf í Kringlunni gengur vel, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reitum og verslunarmiðstöðinni. Stefnt er að því að opna að nýju á fimmtudag. 17. júní 2024 18:07
„Þetta var bara eins og hryðjuverk“ Altjón varð í tíu verslunum Kringlunnar í gær þegar það kviknaði í þaki hennar. Eigandi verslunarinnar sem kom verst út úr brunanum segir Kringluna hafa litið hryllilega út í nótt. 16. júní 2024 21:38
„Þetta er stórtjón fyrir okkur“ Svava Johansen eigandi og forstjóri NTC sem rekur sex verslanir í Kringlunni, segir að staðan sé alls ekki góð í verslunum hennar. Um stórtjón sé að ræða í verslun hennar Gallerí sautján. 16. júní 2024 14:28