Löggan keyrði mann í stéttina og skutlaði hrákapoka um höfuð hans Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2024 11:08 Pétri er gersamlega ofboðið hversu harðhent lögreglan er við manninn sem er fíkill í geðrofi. aðsend Fimm lögreglumenn tóku karlmann höndum við hátíðarhöld í miðbæ Reykjavíkur í gær og notuðu svokallaðan hrákapoka við aðgerðirnar. Íslenskum karlmanni blöskrar aðgerðir lögreglu og birtir myndbönd máli sínu til stuðnings. Pétur Eggerz hefur tekið sig til og birt myndbandsbrotin sem tekin eru við hátíðarhöldin á 17. júni, fyrir ofan Sólon á horni Ingólfsstrætis og Bankastrætis. „Þetta er mesta niðurlæging og hlutgerving (e. dehumanizing) sem ég hef séð,“ segir Pétur. Á myndbandsbrotunum má sjá fimm vörpulega lögreglumenn keyra mann í götuna, með hné á höfði hans og setja svo hrákapoka á höfuð hans. Í síðara myndbrotinu má sjá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, -iðnaðar- og nýsköpunarráðherra prúðbúna í upphlut ganga hjá og gjóta hornhauga á það sem gengur á. Þetta virðist nánast orðið að hversdagslegum viðburði. Maðurinn í geðrofsástandi Pétur segist kannast við manninn, hann sé fíkill í geðrofi og segir frá því í myndbrotinu, sem hann talar yfir, að hann hafi eitt sinn talað við hann, tekið í hönd hans og maðurinn þá farið að gráta. Þetta var á afmælisdegi Péturs 7. júní. „Hann er með fjölþættan fíknivanda, það er vond tilvist. Það á ekki að vera lífshættulegt að fara í geðrof og rekast á lögguna. Þá er það barið – það virðist þemað,“ segir Pétur. Hann telur lögregluna gersamlega vanhæfa til að takast á við fólk í slíkri stöðu og staðan bara versni. Engin úrræði séu sjáanleg. „Ung stúlka dó í höndum lögreglu. Hún var í geðrofsástandi. Ég hef þurft að jarða tvo af tvo af bestu vinum mínum og fyrir þrítugt. Allir vita að ef manneskja er í geðrofsástandi þá kemst hún ekki inn nema hún sé með merki um reipi um hálsinn og/eða skorinn úlnlið. Og þeir eru að komast inn í kerfi sem er ekki hannað til að ná neinum árangri. Ekki lágmarksárangri.“ Frá mótmælum á 17. júní. Magga Stína og lögreglan fara yfir stöðuna.vísir/Viktor Freyr Pétur segir að maðurinn sem þarna er tekinn fyrir tali hvorki ensku né íslensku. Þetta sé fíkill og hann sé í geðrofsástandi allan daginn. „Að lögreglan geti ekki nálgast hann af meiri nærgætni sýnir hversu vanhæf lögreglan er að vera í nokkurs konar friðargæslu.“ Varð sjálfur fyrir efnavopnaárás Pétur segir einsýnt að eitthvað hafi breyst á umliðnum árum. Lögreglan sé orðin miklu herskárri en var fyrir fáeinum árum. „Þetta er eitt stærsta spurningarmerki sem setja má við lögregluna, þetta er ekki mikil ást til fólks sem þarna sýnir sig.“ Pétur nefnir atvikin sem gerðust 12. júní og 31. maí, þegar lögreglan úðaði piparúða á mótmælendur í Skuggasundi, friðsama að sögn Péturs. „12. maí var óeinkennisklæddur sérsveitarmaður sem gaf lögreglunni fyrirskipanir um að nú skildi ráðast gegn borgurum. Og nota piparúða sem skilgreinist sem efnavopn.“ Pétur segir þetta allt documenterað, hann sjálfur gefi út hráheimildir á bæði YouTube og á instagram-reikningi sínum sem er instagram.com/petur_eggerz. Pétur sjálfur var viðstaddur við mótmæli þegar lögreglan greip til þess að spreyja piparúða á mannskapinn 31. maí. „Já, þá var ráðist á mig með efnavopnum. Þegar ég var við friðsöm mótmæli.“ Kæra á hendur stjórnvöldum á leiðinni Pétur telur fjölmiðla ekki hafa sinnt því að greina rétt frá, lögregla og dómsmálaráðherra hafi einfaldlega afskrifað málið í viðtölum. Pétur Eggerz Pétursson er stofnandi Overtune og vakti athygli þegar Hemmi Gunn var með aðstoð gervigreindar endurvakinn á skjánum í atriði þeirra Audda Blö og Steinda Jr. Honum líst ekki á hvert stefnir með hörkuna í lögreglunni.vísir/vilhelm „En þetta er allt til á myndbandsupptökum. Forsætisráðherra stígur upp á þjóðhátíðardaginn rétt áður en sendisveinar valdstjórnarinnar lemja fíkla og almenna borgara.“ Pétur segir hjarta sitt brotið, að íslensk lýðveldi sé komið á þennan stað. Að honum blöskri sé vægt til orða tekið. „Það er verið að vinna í að kæra það atvik. Kæran kemur út í vikunni. Við þolendur höfum tekið okkur saman og erum með lögfræðinga hjá Rétti og mannréttindastofnun og erum að fara að stefna ríkinu. Mannréttindabrotin eru svo mikil og vel documenteruð.“ Pétur segir að fólk geti kynnt sé málavöxtu sjálft með því að skoða þær hráheimildir sem hann hefur gefið út. 17. júní Lögreglumál Tengdar fréttir Piparúði á mótmælendur barst að þingmönnum Pírata Lögregla beitti piparúða á mótmælendur fyrir utan Alþingishúsið í kvöld. Nokkrir þingmenn Pírata voru á svæðinu þegar piparúðanum var hleypt af og barst hluti piparúðans að þeim svo þá sveið í augun. 12. júní 2024 22:22 Skuggasund Boðað var til mótmæla fyrir utan þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins í Skuggasundi á föstudaginn var, þann 31. maí síðastliðinn. Mótmælin fóru fram á 238. degi yfirstandandi þjóðarmorðshrinu Ísraelshers á Gaza. 4. júní 2024 08:46 Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Pétur Eggerz hefur tekið sig til og birt myndbandsbrotin sem tekin eru við hátíðarhöldin á 17. júni, fyrir ofan Sólon á horni Ingólfsstrætis og Bankastrætis. „Þetta er mesta niðurlæging og hlutgerving (e. dehumanizing) sem ég hef séð,“ segir Pétur. Á myndbandsbrotunum má sjá fimm vörpulega lögreglumenn keyra mann í götuna, með hné á höfði hans og setja svo hrákapoka á höfuð hans. Í síðara myndbrotinu má sjá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, -iðnaðar- og nýsköpunarráðherra prúðbúna í upphlut ganga hjá og gjóta hornhauga á það sem gengur á. Þetta virðist nánast orðið að hversdagslegum viðburði. Maðurinn í geðrofsástandi Pétur segist kannast við manninn, hann sé fíkill í geðrofi og segir frá því í myndbrotinu, sem hann talar yfir, að hann hafi eitt sinn talað við hann, tekið í hönd hans og maðurinn þá farið að gráta. Þetta var á afmælisdegi Péturs 7. júní. „Hann er með fjölþættan fíknivanda, það er vond tilvist. Það á ekki að vera lífshættulegt að fara í geðrof og rekast á lögguna. Þá er það barið – það virðist þemað,“ segir Pétur. Hann telur lögregluna gersamlega vanhæfa til að takast á við fólk í slíkri stöðu og staðan bara versni. Engin úrræði séu sjáanleg. „Ung stúlka dó í höndum lögreglu. Hún var í geðrofsástandi. Ég hef þurft að jarða tvo af tvo af bestu vinum mínum og fyrir þrítugt. Allir vita að ef manneskja er í geðrofsástandi þá kemst hún ekki inn nema hún sé með merki um reipi um hálsinn og/eða skorinn úlnlið. Og þeir eru að komast inn í kerfi sem er ekki hannað til að ná neinum árangri. Ekki lágmarksárangri.“ Frá mótmælum á 17. júní. Magga Stína og lögreglan fara yfir stöðuna.vísir/Viktor Freyr Pétur segir að maðurinn sem þarna er tekinn fyrir tali hvorki ensku né íslensku. Þetta sé fíkill og hann sé í geðrofsástandi allan daginn. „Að lögreglan geti ekki nálgast hann af meiri nærgætni sýnir hversu vanhæf lögreglan er að vera í nokkurs konar friðargæslu.“ Varð sjálfur fyrir efnavopnaárás Pétur segir einsýnt að eitthvað hafi breyst á umliðnum árum. Lögreglan sé orðin miklu herskárri en var fyrir fáeinum árum. „Þetta er eitt stærsta spurningarmerki sem setja má við lögregluna, þetta er ekki mikil ást til fólks sem þarna sýnir sig.“ Pétur nefnir atvikin sem gerðust 12. júní og 31. maí, þegar lögreglan úðaði piparúða á mótmælendur í Skuggasundi, friðsama að sögn Péturs. „12. maí var óeinkennisklæddur sérsveitarmaður sem gaf lögreglunni fyrirskipanir um að nú skildi ráðast gegn borgurum. Og nota piparúða sem skilgreinist sem efnavopn.“ Pétur segir þetta allt documenterað, hann sjálfur gefi út hráheimildir á bæði YouTube og á instagram-reikningi sínum sem er instagram.com/petur_eggerz. Pétur sjálfur var viðstaddur við mótmæli þegar lögreglan greip til þess að spreyja piparúða á mannskapinn 31. maí. „Já, þá var ráðist á mig með efnavopnum. Þegar ég var við friðsöm mótmæli.“ Kæra á hendur stjórnvöldum á leiðinni Pétur telur fjölmiðla ekki hafa sinnt því að greina rétt frá, lögregla og dómsmálaráðherra hafi einfaldlega afskrifað málið í viðtölum. Pétur Eggerz Pétursson er stofnandi Overtune og vakti athygli þegar Hemmi Gunn var með aðstoð gervigreindar endurvakinn á skjánum í atriði þeirra Audda Blö og Steinda Jr. Honum líst ekki á hvert stefnir með hörkuna í lögreglunni.vísir/vilhelm „En þetta er allt til á myndbandsupptökum. Forsætisráðherra stígur upp á þjóðhátíðardaginn rétt áður en sendisveinar valdstjórnarinnar lemja fíkla og almenna borgara.“ Pétur segir hjarta sitt brotið, að íslensk lýðveldi sé komið á þennan stað. Að honum blöskri sé vægt til orða tekið. „Það er verið að vinna í að kæra það atvik. Kæran kemur út í vikunni. Við þolendur höfum tekið okkur saman og erum með lögfræðinga hjá Rétti og mannréttindastofnun og erum að fara að stefna ríkinu. Mannréttindabrotin eru svo mikil og vel documenteruð.“ Pétur segir að fólk geti kynnt sé málavöxtu sjálft með því að skoða þær hráheimildir sem hann hefur gefið út.
17. júní Lögreglumál Tengdar fréttir Piparúði á mótmælendur barst að þingmönnum Pírata Lögregla beitti piparúða á mótmælendur fyrir utan Alþingishúsið í kvöld. Nokkrir þingmenn Pírata voru á svæðinu þegar piparúðanum var hleypt af og barst hluti piparúðans að þeim svo þá sveið í augun. 12. júní 2024 22:22 Skuggasund Boðað var til mótmæla fyrir utan þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins í Skuggasundi á föstudaginn var, þann 31. maí síðastliðinn. Mótmælin fóru fram á 238. degi yfirstandandi þjóðarmorðshrinu Ísraelshers á Gaza. 4. júní 2024 08:46 Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Piparúði á mótmælendur barst að þingmönnum Pírata Lögregla beitti piparúða á mótmælendur fyrir utan Alþingishúsið í kvöld. Nokkrir þingmenn Pírata voru á svæðinu þegar piparúðanum var hleypt af og barst hluti piparúðans að þeim svo þá sveið í augun. 12. júní 2024 22:22
Skuggasund Boðað var til mótmæla fyrir utan þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins í Skuggasundi á föstudaginn var, þann 31. maí síðastliðinn. Mótmælin fóru fram á 238. degi yfirstandandi þjóðarmorðshrinu Ísraelshers á Gaza. 4. júní 2024 08:46
Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42