Samfylkingin ætli ekki að „bara vera með upphrópanir“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júní 2024 08:31 Guðmundur Árni varaformaður Samfylkingarinnar svarar Þorbjörgu Þorvaldsdóttur sem gagnrýnir flokkinn fyrir afstöðuleysi í mannréttindamálum. vísir Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður Samfylkingarinnar segir flokkinn búa sig undir að taka við landsstjórninni. Í því felist að taka afstöðu til allra mála á þeim forsendum að „iðka það sem við segjum og ekki bara vera með upphrópanir og andstöðu verandi í minnihluta“. Þannig svarar varaformaðurinn gagnrýni og umræðu um afstöðu flokksins í útlendingamálum, sem urðu til þess að Þorbjörg Þorvaldsdóttir, oddviti Garðabæjarlistans, gekk út úr Samfylkingunni. Þorbjörg kveðst ekki treysta flokknum í mannréttindamálum og sagði hjásetu flokksins í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið kornið sem fyllti mælinn. „Ef að fólk er tilbúið til að gefa afslátt þar, þá veit ég ekki hvar það endar, og það er það sem mér finnst óþægilegt,“ sagði Þorbjörg. Í samtali við Morgunblaðið ítrekar Guðmundur Árni að Samfylkingin hafi ávallt í gegnum sögu flokksins staðið fyrir mannréttindum og lýðræði. Það geri flokkurinn enn. Varðandi útlendingafrumvarpið margnefnda segir hann: „Við lögðum fram breytingar við aðra umræðu, meðal annars um fjölskyldusameiningu, sem meirihlutinn felldi. Í frumvarpinu voru atriði til bóta eins og skemmri afgreiðslufrestur við hælisleitendur sem er þeim og íslensku samfélagi til hagsbóta og styðjum við það.“ Stefnan sé sambærileg annarri stefnu flokksins. „Málaflokkurinn er þannig að það þarf að stýra honum, en með mannúð og mildi að leiðarljósi, enda er jafnaðarmannaflokkurinn fjölþjóðlegur flokkur og ætlum við að taka á þessum málaflokki eins og öllum öðrum með þessar forsendur í huga,“ er haft eftir Guðmundi Árna sem segir flokkinn á blússandi ferð. Efstirsjá sé að Þorbjörgu en ágreining um ýmis málefni segir hann eðlilegan. Samfylkingin Mannréttindi Hælisleitendur Innflytjendamál Alþingi Tengdar fréttir „Hvernig getur sama fólk snúist svona í skoðunum sínum?“ Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn vera veikari án Þorbjargar Þorvaldsdóttur, bæjarfulltrúa í Garðabæ, sem tilkynnti fyrr í dag að hún væri hætt í Samfylkingunni. Það segir hún í færslu á Facebook þar sem hún beinir jafnframt spjótum sínum að Samfylkingunni. 16. júní 2024 20:30 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Þannig svarar varaformaðurinn gagnrýni og umræðu um afstöðu flokksins í útlendingamálum, sem urðu til þess að Þorbjörg Þorvaldsdóttir, oddviti Garðabæjarlistans, gekk út úr Samfylkingunni. Þorbjörg kveðst ekki treysta flokknum í mannréttindamálum og sagði hjásetu flokksins í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið kornið sem fyllti mælinn. „Ef að fólk er tilbúið til að gefa afslátt þar, þá veit ég ekki hvar það endar, og það er það sem mér finnst óþægilegt,“ sagði Þorbjörg. Í samtali við Morgunblaðið ítrekar Guðmundur Árni að Samfylkingin hafi ávallt í gegnum sögu flokksins staðið fyrir mannréttindum og lýðræði. Það geri flokkurinn enn. Varðandi útlendingafrumvarpið margnefnda segir hann: „Við lögðum fram breytingar við aðra umræðu, meðal annars um fjölskyldusameiningu, sem meirihlutinn felldi. Í frumvarpinu voru atriði til bóta eins og skemmri afgreiðslufrestur við hælisleitendur sem er þeim og íslensku samfélagi til hagsbóta og styðjum við það.“ Stefnan sé sambærileg annarri stefnu flokksins. „Málaflokkurinn er þannig að það þarf að stýra honum, en með mannúð og mildi að leiðarljósi, enda er jafnaðarmannaflokkurinn fjölþjóðlegur flokkur og ætlum við að taka á þessum málaflokki eins og öllum öðrum með þessar forsendur í huga,“ er haft eftir Guðmundi Árna sem segir flokkinn á blússandi ferð. Efstirsjá sé að Þorbjörgu en ágreining um ýmis málefni segir hann eðlilegan.
Samfylkingin Mannréttindi Hælisleitendur Innflytjendamál Alþingi Tengdar fréttir „Hvernig getur sama fólk snúist svona í skoðunum sínum?“ Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn vera veikari án Þorbjargar Þorvaldsdóttur, bæjarfulltrúa í Garðabæ, sem tilkynnti fyrr í dag að hún væri hætt í Samfylkingunni. Það segir hún í færslu á Facebook þar sem hún beinir jafnframt spjótum sínum að Samfylkingunni. 16. júní 2024 20:30 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
„Hvernig getur sama fólk snúist svona í skoðunum sínum?“ Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn vera veikari án Þorbjargar Þorvaldsdóttur, bæjarfulltrúa í Garðabæ, sem tilkynnti fyrr í dag að hún væri hætt í Samfylkingunni. Það segir hún í færslu á Facebook þar sem hún beinir jafnframt spjótum sínum að Samfylkingunni. 16. júní 2024 20:30